Verkbann boðað á alla skrifstofustarfsmenn VR og atkvæðagreiðsla hafin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2024 12:30 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Ívar Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. Ef af verður mun verkbannið ná til alls skrifstofufólks sem starfar samkvæmt kjarasamningi SA og VR. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins. Þar er ítrekað að verkbann sé sambærilegt verkfalli og þýði að félagsfólk VR mæti ekki til starfa og að launagreiðslur falli niður. „Tilgangur boðaðs verkbanns af hálfu SA er að þrýsta á forystu VR að ljúka yfirstandandi kjaraviðræðum í takt við þá stefnu sem þegar hefur verið mörkuð,“ er haft eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA. „Tilgangur verkbannsins er að verja tækifærið til að ná efnahagslegum stöðugleika.“ Í tilkynningunni segir að boðuðum verkfallsaðgerðum VR fyrir farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli „virðist ætlað að brjóta þá launastefnu sem var nýverið mörkuð með Stöðugleikasamningnum, launastefnu sem forysta VR tók sjálf þátt í að móta“. „Við höfum gengið frá Stöðugleikasamningi við öll stærstu stéttarfélög og landssambönd á almennum vinnumarkaði. Stöðugleikasamningurinn er fjögurra ára kjarasamningur sem tryggir launafólki 3,25-3,5% árlegar launahækkanir með 23,750 kr. lágmarki. Markmið samningsins eru að ná niður verðbólgu og stuðla að því að skilyrði skapist til vaxtalækkana en þeim markmiðum stendur ógn af boðuðum skæruverkföllum í tengslum við sérkjarasamning sem leiðir af aðalkjarasamningi VR,“ segir Sigríður. Atkvæðagreiðsla um verkbann meðal allra aðildarfyrirtækja SA hófst, samkvæmt tilkynningunni, nú á hádegi og stendur til klukkan 14 þann 14. mars. Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 14. Ef það verkbann verður samþykkt tekur það gildi föstudaginn 22. mars á miðnætti, á sama tíma og verkfalli VR er ætlað að hefjast. „Fresti forysta VR boðuðum verkföllum munu Samtök atvinnulífsins að sama skapi fresta verkbannsaðgerðum,“ segir að lokum. Áætlanir Icelandair gætu raskast vegna verkfallsaðgerða VR sem nú er verið að greiða atkvæði um hjá hluta félagsmanna VR.VÍSIR/GRAFÍK Kannaðist ekki við spennu Samkvæmt heimildum fréttastofu var mikil spenna í viðræðunum í gær og mátu sumir stöðunna þannig að upp úr þeim gæti slitnað. Svo fór þó ekki og mættu samningsaðilar á ný til fundar klukkan tíu í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR kannaðist ekki við mikla spennu í samtali við fréttastofu. „Nei, ég geri það nú ekki. Við erum í kjaraviðræðum og þetta bara tekur tíma. Ég held að allir séu að reyna sitt besta til að loka þessu. Það er mitt mat á stöðunni,“ sagði Ragnar Þór í morgun. En þetta er augljóslega erfiðasta málið; þessi deila um vaktirnar uppi á Keflavík? „Já, það er það. Þetta er heldur ekkert einfalt mál fyrir okkar viðsemjendur. Þannig að þetta er stærsta málið sem stendur út af borðinu,“ segir Ragnar Þór. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Atvinnurekendur Stéttarfélög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bið á vaxtalækkun meðan óvissa er um fjármögnun á kjarapakka stjórnvalda Nýgerðir samningar á almennum vinnumarkaði fela í sér launahækkanir við neðri mörk þess sem sést hefur í kjarasamningum síðustu fimmtán ár og lengd þeirra ætti að minnka verðbólguáhættu og auka fyrirsjáanleika, að mati viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði, en ólíkar skoðanir eru um áhrifin á verðbólguhorfur. Miklu máli skiptir fyrir vaxtalækkunarferlið að stjórnvöld skýri hvernig þau hyggjast fjármagna tugmilljarða útgjaldaaðgerðir sínar sem eru „óhjákvæmilega“ sagðar vera eftirspurnarhvetjandi. 12. mars 2024 11:48 Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins. Þar er ítrekað að verkbann sé sambærilegt verkfalli og þýði að félagsfólk VR mæti ekki til starfa og að launagreiðslur falli niður. „Tilgangur boðaðs verkbanns af hálfu SA er að þrýsta á forystu VR að ljúka yfirstandandi kjaraviðræðum í takt við þá stefnu sem þegar hefur verið mörkuð,“ er haft eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA. „Tilgangur verkbannsins er að verja tækifærið til að ná efnahagslegum stöðugleika.“ Í tilkynningunni segir að boðuðum verkfallsaðgerðum VR fyrir farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli „virðist ætlað að brjóta þá launastefnu sem var nýverið mörkuð með Stöðugleikasamningnum, launastefnu sem forysta VR tók sjálf þátt í að móta“. „Við höfum gengið frá Stöðugleikasamningi við öll stærstu stéttarfélög og landssambönd á almennum vinnumarkaði. Stöðugleikasamningurinn er fjögurra ára kjarasamningur sem tryggir launafólki 3,25-3,5% árlegar launahækkanir með 23,750 kr. lágmarki. Markmið samningsins eru að ná niður verðbólgu og stuðla að því að skilyrði skapist til vaxtalækkana en þeim markmiðum stendur ógn af boðuðum skæruverkföllum í tengslum við sérkjarasamning sem leiðir af aðalkjarasamningi VR,“ segir Sigríður. Atkvæðagreiðsla um verkbann meðal allra aðildarfyrirtækja SA hófst, samkvæmt tilkynningunni, nú á hádegi og stendur til klukkan 14 þann 14. mars. Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 14. Ef það verkbann verður samþykkt tekur það gildi föstudaginn 22. mars á miðnætti, á sama tíma og verkfalli VR er ætlað að hefjast. „Fresti forysta VR boðuðum verkföllum munu Samtök atvinnulífsins að sama skapi fresta verkbannsaðgerðum,“ segir að lokum. Áætlanir Icelandair gætu raskast vegna verkfallsaðgerða VR sem nú er verið að greiða atkvæði um hjá hluta félagsmanna VR.VÍSIR/GRAFÍK Kannaðist ekki við spennu Samkvæmt heimildum fréttastofu var mikil spenna í viðræðunum í gær og mátu sumir stöðunna þannig að upp úr þeim gæti slitnað. Svo fór þó ekki og mættu samningsaðilar á ný til fundar klukkan tíu í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR kannaðist ekki við mikla spennu í samtali við fréttastofu. „Nei, ég geri það nú ekki. Við erum í kjaraviðræðum og þetta bara tekur tíma. Ég held að allir séu að reyna sitt besta til að loka þessu. Það er mitt mat á stöðunni,“ sagði Ragnar Þór í morgun. En þetta er augljóslega erfiðasta málið; þessi deila um vaktirnar uppi á Keflavík? „Já, það er það. Þetta er heldur ekkert einfalt mál fyrir okkar viðsemjendur. Þannig að þetta er stærsta málið sem stendur út af borðinu,“ segir Ragnar Þór.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Atvinnurekendur Stéttarfélög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bið á vaxtalækkun meðan óvissa er um fjármögnun á kjarapakka stjórnvalda Nýgerðir samningar á almennum vinnumarkaði fela í sér launahækkanir við neðri mörk þess sem sést hefur í kjarasamningum síðustu fimmtán ár og lengd þeirra ætti að minnka verðbólguáhættu og auka fyrirsjáanleika, að mati viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði, en ólíkar skoðanir eru um áhrifin á verðbólguhorfur. Miklu máli skiptir fyrir vaxtalækkunarferlið að stjórnvöld skýri hvernig þau hyggjast fjármagna tugmilljarða útgjaldaaðgerðir sínar sem eru „óhjákvæmilega“ sagðar vera eftirspurnarhvetjandi. 12. mars 2024 11:48 Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Bið á vaxtalækkun meðan óvissa er um fjármögnun á kjarapakka stjórnvalda Nýgerðir samningar á almennum vinnumarkaði fela í sér launahækkanir við neðri mörk þess sem sést hefur í kjarasamningum síðustu fimmtán ár og lengd þeirra ætti að minnka verðbólguáhættu og auka fyrirsjáanleika, að mati viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði, en ólíkar skoðanir eru um áhrifin á verðbólguhorfur. Miklu máli skiptir fyrir vaxtalækkunarferlið að stjórnvöld skýri hvernig þau hyggjast fjármagna tugmilljarða útgjaldaaðgerðir sínar sem eru „óhjákvæmilega“ sagðar vera eftirspurnarhvetjandi. 12. mars 2024 11:48
Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent