„Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 12. mars 2024 13:28 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. Samtök atvinnulífsins tilkynntu í dag að stjórn samtakanna hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. „Tilgangur boðaðs verkbanns af hálfu SA er að þrýsta á forystu VR að ljúka yfirstandandi kjaraviðræðum í takt við þá stefnu sem þegar hefur verið mörkuð,“ var haft eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, í fréttatilkynningu. Fréttmaður náði tali af Ragnari Þór í Karphúsinu skömmu eftir að fréttatilkynningin barst. „Þetta eru ofsafengin viðbrögð, svo vægt sé til orða tekið, miðað við þær hófstilltu kröfur sem við höfum sett fram gagnvart 150 manna hópi uppi á Keflavíkurflugvelli. Sem vinnur á lágmarkskjörum undir vinnuskipulagi sem fæst okkar sem hér búum myndum telja boðleg. Viðbrögðin eru ofsafengin og setja málin í annan farveg.“ Tugþúsundir félagsmanna undir Ragnar Þór segir að boðað verkbann SA þýði að allt skrifstofufólk innan VR sé nú undir í boðuðum verkfallsaðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Unnið sé að því að greina hópinn sem er undir og farið ítarlega yfir stöðuna innan VR. „Þetta eru þúsundir ef ekki tugþúsundir félagsmanna okkar.“ Digrir verkfallssjóðir Hann segir að rætt verði á fundi samninganefndar á eftir hvernig verður brugðist við nýjast útspili SA. „Þetta eru auðvitað stórtíðindi. Ofsafengin nálgun, eins og ég kom inn á áðan, gagnvart þessum fámenna hópi sem er á lágmarkskjörum og er að biðja um leiðréttingu. Við munum bregðast við með yfirlýsingu síðar í dag.“ Ráða verkfallssjóðir við það ef þúsundir eða tugþúsundir félagsmanna verða launalausar? „Við erum með mjög öfluga sjóði, mjög öfluga sjóði. Þannig að þeir eru vel í stakk búnir til þess að takast á við ýmislegt. En eins og ég segi, á þessu stigi er best að segja sem minnst. Við þurfum auðvitað að koma saman, samninganefnd félagsins, og ráða ráðum okkar um hvernig við bregðumst við þessu og að sjálfsögðu taka síðan ákvarðanir um næstu skref.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir SA gæti gripið til verkbanns skelli verkföll á Icelandair Formaður VR reiknar með að röð verkfallsaðgerða starfsmanna félagins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verði samþykktar í atkvæðagreiðslu sem lýkur á morgun. Ekki er útilokað að Samtök atvinnulífsins boði verkbann á starfsmenn VR sigli deilan í algeran hnút. 12. mars 2024 11:58 Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Samtök atvinnulífsins tilkynntu í dag að stjórn samtakanna hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. „Tilgangur boðaðs verkbanns af hálfu SA er að þrýsta á forystu VR að ljúka yfirstandandi kjaraviðræðum í takt við þá stefnu sem þegar hefur verið mörkuð,“ var haft eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, í fréttatilkynningu. Fréttmaður náði tali af Ragnari Þór í Karphúsinu skömmu eftir að fréttatilkynningin barst. „Þetta eru ofsafengin viðbrögð, svo vægt sé til orða tekið, miðað við þær hófstilltu kröfur sem við höfum sett fram gagnvart 150 manna hópi uppi á Keflavíkurflugvelli. Sem vinnur á lágmarkskjörum undir vinnuskipulagi sem fæst okkar sem hér búum myndum telja boðleg. Viðbrögðin eru ofsafengin og setja málin í annan farveg.“ Tugþúsundir félagsmanna undir Ragnar Þór segir að boðað verkbann SA þýði að allt skrifstofufólk innan VR sé nú undir í boðuðum verkfallsaðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Unnið sé að því að greina hópinn sem er undir og farið ítarlega yfir stöðuna innan VR. „Þetta eru þúsundir ef ekki tugþúsundir félagsmanna okkar.“ Digrir verkfallssjóðir Hann segir að rætt verði á fundi samninganefndar á eftir hvernig verður brugðist við nýjast útspili SA. „Þetta eru auðvitað stórtíðindi. Ofsafengin nálgun, eins og ég kom inn á áðan, gagnvart þessum fámenna hópi sem er á lágmarkskjörum og er að biðja um leiðréttingu. Við munum bregðast við með yfirlýsingu síðar í dag.“ Ráða verkfallssjóðir við það ef þúsundir eða tugþúsundir félagsmanna verða launalausar? „Við erum með mjög öfluga sjóði, mjög öfluga sjóði. Þannig að þeir eru vel í stakk búnir til þess að takast á við ýmislegt. En eins og ég segi, á þessu stigi er best að segja sem minnst. Við þurfum auðvitað að koma saman, samninganefnd félagsins, og ráða ráðum okkar um hvernig við bregðumst við þessu og að sjálfsögðu taka síðan ákvarðanir um næstu skref.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir SA gæti gripið til verkbanns skelli verkföll á Icelandair Formaður VR reiknar með að röð verkfallsaðgerða starfsmanna félagins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verði samþykktar í atkvæðagreiðslu sem lýkur á morgun. Ekki er útilokað að Samtök atvinnulífsins boði verkbann á starfsmenn VR sigli deilan í algeran hnút. 12. mars 2024 11:58 Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
SA gæti gripið til verkbanns skelli verkföll á Icelandair Formaður VR reiknar með að röð verkfallsaðgerða starfsmanna félagins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verði samþykktar í atkvæðagreiðslu sem lýkur á morgun. Ekki er útilokað að Samtök atvinnulífsins boði verkbann á starfsmenn VR sigli deilan í algeran hnút. 12. mars 2024 11:58
Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25
Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent