Sendi fjölskyldu sína úr landi af ótta við stungumanninn Bjarki Sigurðsson skrifar 12. mars 2024 14:54 Mustafa Al Hamoodi er eigandi OK Market. Vísir/Rúnar Eigandi OK Market í Valshverfinu sendi fjölskyldu sína úr landi vegna hótana manns sem síðan stakk hann í versluninni í síðustu viku. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár og lögregluna ekki gera neitt til þess að aðstoða hann. Maðurinn heldur áfram að hóta honum þrátt fyrir að vera í gæsluvarðhaldi. Á fimmtudaginn mætti karlmaður í verslun OK Market í Valshverfinu í Reykjavík og réðst á tvo starfsmenn vopnaður hnífi. Maðurinn var síðar handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna árásarinnar. Árásin náðist á myndband sem sjá má í fréttinni hér fyrir neðan. Árásarmaðurinn er góðkunningi lögreglunnar og hefur hlotið nokkra dóma síðan hann fékk hér alþjóðlega vernd árið 2018, meðal annars fyrir líkamsárás, húsbrot og fleira. Lögreglan aðstoði hann ekki neitt Einn starfsmannanna sem varð fyrir árásinni er eigandi OK Market, Mustafa Al Hamoodi. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár fram að árásinni. „Ég þekki hann ekki en ég var að vinna sem túlkur árið 2018. Þá fór ég með öðrum manni sem var að kæra þennan mann. Ég var bara að túlka. Síðan þá hefur hann alltaf elt mig. Sendir mér hótanir í tölvupósti og á Facebook. Hann hefur tvisvar komið heim til mín, gert skemmdir á tveimur bílum, ég er búinn að kæra hann fimm sinnum en lögreglan segist ekkert geta gert því þeir geta ekki sannað að hann sé að hóta mér því hann breytir um netfang,“ segir Mustafa. Hótaði að drepa fjölskyldu hans Daginn áður en maðurinn kom í verslunina hafði hann reynt að hringja í Mustafa sem svaraði honum ekki. Þegar hann mætti í verslunina spurði hann hvers vegna hann væri ekki að svara í símann og Mustafa bað hann um að hætta að hringja í sig og hætta að mæta í verslunina. Þá dró maðurinn upp hnífinn. „Ég er búinn að senda fjölskylduna mína í burtu frá Íslandi fyrir sjö mánuðum út af honum. Hann var alltaf að koma heim til mín, senda mér mynd af íbúðinni minni. Hóta að drepa konuna mína og börnin mín. Ég nenni ekki svona bulli,“ segir Mustafa. Hann er með ör á hökunni og skurð á tungunni eftir árásina. Hann óttast að þetta martraðarástand haldi áfram losni maðurinn úr fangelsi. Maðurinn náði að skera í andlit Mustafa.Vísir/Rúnar Hótanirnar halda áfram í gæsluvarðhaldi „Hann ætlar út aftur. Hann stoppar aldrei. Hann er ekki búinn að stoppa síðan árið 2018. Hann sat inni í eitt ár og um leið og hann komst út kom hann hingað strax. Hann er alltaf að hugsa um mig. Ég skil ekki af hverju,“ segir Mustafa. Hann segist ekki vera viss hvort hann væri enn á lífi ef samstarfsfélagi hans hafi ekki verið á svæðinu og aðstoðað hann við að berjast við manninn. Maðurinn var handtekinn á fimmtudag en eftir tvo daga í gæsluvarðhaldi var hann búinn að hringja aftur í Mustafa og hóta honum. „Þegar fjölskyldan mín var hér var ég alltaf að hugsa: „Kannski er hann á leið heim til mín. Kannski gerir hann eitthvað.“ Alltaf þegar ég fór að heiman horfði ég til beggja hliða og athugaði hvort hann væri að koma,“ segir Mustafa. Reykjavík Lögreglumál Verslun Mál Mohamad Kourani Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Á fimmtudaginn mætti karlmaður í verslun OK Market í Valshverfinu í Reykjavík og réðst á tvo starfsmenn vopnaður hnífi. Maðurinn var síðar handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna árásarinnar. Árásin náðist á myndband sem sjá má í fréttinni hér fyrir neðan. Árásarmaðurinn er góðkunningi lögreglunnar og hefur hlotið nokkra dóma síðan hann fékk hér alþjóðlega vernd árið 2018, meðal annars fyrir líkamsárás, húsbrot og fleira. Lögreglan aðstoði hann ekki neitt Einn starfsmannanna sem varð fyrir árásinni er eigandi OK Market, Mustafa Al Hamoodi. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár fram að árásinni. „Ég þekki hann ekki en ég var að vinna sem túlkur árið 2018. Þá fór ég með öðrum manni sem var að kæra þennan mann. Ég var bara að túlka. Síðan þá hefur hann alltaf elt mig. Sendir mér hótanir í tölvupósti og á Facebook. Hann hefur tvisvar komið heim til mín, gert skemmdir á tveimur bílum, ég er búinn að kæra hann fimm sinnum en lögreglan segist ekkert geta gert því þeir geta ekki sannað að hann sé að hóta mér því hann breytir um netfang,“ segir Mustafa. Hótaði að drepa fjölskyldu hans Daginn áður en maðurinn kom í verslunina hafði hann reynt að hringja í Mustafa sem svaraði honum ekki. Þegar hann mætti í verslunina spurði hann hvers vegna hann væri ekki að svara í símann og Mustafa bað hann um að hætta að hringja í sig og hætta að mæta í verslunina. Þá dró maðurinn upp hnífinn. „Ég er búinn að senda fjölskylduna mína í burtu frá Íslandi fyrir sjö mánuðum út af honum. Hann var alltaf að koma heim til mín, senda mér mynd af íbúðinni minni. Hóta að drepa konuna mína og börnin mín. Ég nenni ekki svona bulli,“ segir Mustafa. Hann er með ör á hökunni og skurð á tungunni eftir árásina. Hann óttast að þetta martraðarástand haldi áfram losni maðurinn úr fangelsi. Maðurinn náði að skera í andlit Mustafa.Vísir/Rúnar Hótanirnar halda áfram í gæsluvarðhaldi „Hann ætlar út aftur. Hann stoppar aldrei. Hann er ekki búinn að stoppa síðan árið 2018. Hann sat inni í eitt ár og um leið og hann komst út kom hann hingað strax. Hann er alltaf að hugsa um mig. Ég skil ekki af hverju,“ segir Mustafa. Hann segist ekki vera viss hvort hann væri enn á lífi ef samstarfsfélagi hans hafi ekki verið á svæðinu og aðstoðað hann við að berjast við manninn. Maðurinn var handtekinn á fimmtudag en eftir tvo daga í gæsluvarðhaldi var hann búinn að hringja aftur í Mustafa og hóta honum. „Þegar fjölskyldan mín var hér var ég alltaf að hugsa: „Kannski er hann á leið heim til mín. Kannski gerir hann eitthvað.“ Alltaf þegar ég fór að heiman horfði ég til beggja hliða og athugaði hvort hann væri að koma,“ segir Mustafa.
Reykjavík Lögreglumál Verslun Mál Mohamad Kourani Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira