Fasteignasamningar í uppnámi vegna stíflu í brunabótamati Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2024 07:01 Nokkuð frost hefur verið á fasteignamarkaði undanfarna mánuði enda vextir verið háir og erfiðara að fá hagstæð lán. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að fasteignaviðskipti séu í uppnámi vegna mikils fjölda beiðna um brunabótamat hjá Hús- og mannvirkjastofnun. Endurmatsbeiðnir í febrúar voru á pari við fjölda slíkra beiðna yfir átján mánuði. Alls bárust um eitt þúsund beiðnir um endurmat á brunabótamati til HMS í febrúar og fram í byrjun mars. Þær hafa margfaldast vegna ástandsins í Grindavík. Endurmatsbeiðnirnar í febrúar voru álíka margar og fjöldi beiðna sem gera má ráð fyrir að stofnunninni berist að jafnaði á einu og hálfu ári. HMS áætlar að afgreiðslutími endurmatsbeiðna, sem tekur að jafnaði innan við viku, gæti nú tekið allt að sex vikur. Þetta kemur fram á heimasíðu HMS. Vesen í fasteignaviðskiptum Þessi margfaldi afgreiðslutími kemur ýmsum illa. Þeirra á meðal þeim sem standa í fasteignakaupum. Fréttastofa veit dæmi þess að söluferli á fasteign er í uppnámi vegna þess að kaupandi fasteignar gerði fyrirvara við kaupin að brunabótamat fasteignarinnar yrði endurmetið. Brunamótamatið var innan við helmingur af söluverði íbúðarinnar. Seljandi taldi ekki mikið mál að óska eftir endurmati og þá væntanlega einhverri hækkun á brunabótamati. Honum brá í brún þegar í ljós kom að sex vikna biðtími væri eftir matinu. Fasteignaviðskipti húseigenda fela yfirleitt í sér ákveðin dóminóáhrif. Til að geta keypt þarftu að selja. Sex vikna biðtími eftir endurmati á brunabótum fasteignar getur því auðveldlega haft mikil áhrif á fasteignaviðskipti. Úrvinnsla tekur stundum einn virkan dag en gæti nú tekið þrjátíu Stór hluti þess mikla fjölda beiðna sem HMS barst í febrúar kemur frá Grindavík en í kjölfar umfjöllunar um mikilvægi brunabótamats síðustu vikna hafa fleiri eigendur húseigna alls staðar af landinu einnig sent inn endurmatsbeiðnir eftir að hafa farið í stærri framkvæmdir á eignum sínum. Með endurmati geta íbúðaeigendur tryggt að brunabótamatið á eignum sínum sé sem réttast og endurspegli sem best vátryggingarverðmæti þeirra. Í kjölfar þessa mikla fjölda umsókna sem HMS hefur borist býst stofnunin við að úrvinnsla þeirra, sem tekur að jafnaði 1-5 virka daga, gæti lengst töluvert. Þegar þetta er skrifað er áætlaður afgreiðslutími endurmatsbeiðna kominn í allt að sex vikur. Gæta sanngirnis HMS segist gera allt sem í sínu valdi til þess að hraða vinnslu eftir fremsta mætti. „Beiðnirnar eru unnar í þeirri röð sem þær berast inn og ekki er hægt að óska eftir flýtimeðferð,“ segir á vef stofnunarinnar. Fólk þar á bæ sé þó meðvitað um að mörgum liggi á að niðurstaða liggi fyrir og því mikilvægt að gæta sanngirnis í vinnsluröð mála. Um brunamótamat HMS hefur áður tekið saman helstu upplýsingar um endurmat brunabótamats og framkvæmd þeirra í ljósi atburðanna í Grindavík. Húseigendur hafa ástæðu til að óska eftir endurmati á brunabótamati ef einhverju hefur verið bætt við eignina eða ef farið hefur verið í miklar endurbætur umfram hefðbundið viðhald og heilum byggingarhlutum skipt út. Brunabótamat byggir á skráningu húseigna, hönnunargögnum og upplýsingum frá eiganda. Mikilvægt er að gögn sem eigendur leggja fram endurspegli núverandi ástand eignarinnar enda á brunabótamat að endurspegla vátryggingarverðmæti eignarinnar á þeim tíma þegar virðing fer fram. Fasteignamarkaður Grindavík Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Alls bárust um eitt þúsund beiðnir um endurmat á brunabótamati til HMS í febrúar og fram í byrjun mars. Þær hafa margfaldast vegna ástandsins í Grindavík. Endurmatsbeiðnirnar í febrúar voru álíka margar og fjöldi beiðna sem gera má ráð fyrir að stofnunninni berist að jafnaði á einu og hálfu ári. HMS áætlar að afgreiðslutími endurmatsbeiðna, sem tekur að jafnaði innan við viku, gæti nú tekið allt að sex vikur. Þetta kemur fram á heimasíðu HMS. Vesen í fasteignaviðskiptum Þessi margfaldi afgreiðslutími kemur ýmsum illa. Þeirra á meðal þeim sem standa í fasteignakaupum. Fréttastofa veit dæmi þess að söluferli á fasteign er í uppnámi vegna þess að kaupandi fasteignar gerði fyrirvara við kaupin að brunabótamat fasteignarinnar yrði endurmetið. Brunamótamatið var innan við helmingur af söluverði íbúðarinnar. Seljandi taldi ekki mikið mál að óska eftir endurmati og þá væntanlega einhverri hækkun á brunabótamati. Honum brá í brún þegar í ljós kom að sex vikna biðtími væri eftir matinu. Fasteignaviðskipti húseigenda fela yfirleitt í sér ákveðin dóminóáhrif. Til að geta keypt þarftu að selja. Sex vikna biðtími eftir endurmati á brunabótum fasteignar getur því auðveldlega haft mikil áhrif á fasteignaviðskipti. Úrvinnsla tekur stundum einn virkan dag en gæti nú tekið þrjátíu Stór hluti þess mikla fjölda beiðna sem HMS barst í febrúar kemur frá Grindavík en í kjölfar umfjöllunar um mikilvægi brunabótamats síðustu vikna hafa fleiri eigendur húseigna alls staðar af landinu einnig sent inn endurmatsbeiðnir eftir að hafa farið í stærri framkvæmdir á eignum sínum. Með endurmati geta íbúðaeigendur tryggt að brunabótamatið á eignum sínum sé sem réttast og endurspegli sem best vátryggingarverðmæti þeirra. Í kjölfar þessa mikla fjölda umsókna sem HMS hefur borist býst stofnunin við að úrvinnsla þeirra, sem tekur að jafnaði 1-5 virka daga, gæti lengst töluvert. Þegar þetta er skrifað er áætlaður afgreiðslutími endurmatsbeiðna kominn í allt að sex vikur. Gæta sanngirnis HMS segist gera allt sem í sínu valdi til þess að hraða vinnslu eftir fremsta mætti. „Beiðnirnar eru unnar í þeirri röð sem þær berast inn og ekki er hægt að óska eftir flýtimeðferð,“ segir á vef stofnunarinnar. Fólk þar á bæ sé þó meðvitað um að mörgum liggi á að niðurstaða liggi fyrir og því mikilvægt að gæta sanngirnis í vinnsluröð mála. Um brunamótamat HMS hefur áður tekið saman helstu upplýsingar um endurmat brunabótamats og framkvæmd þeirra í ljósi atburðanna í Grindavík. Húseigendur hafa ástæðu til að óska eftir endurmati á brunabótamati ef einhverju hefur verið bætt við eignina eða ef farið hefur verið í miklar endurbætur umfram hefðbundið viðhald og heilum byggingarhlutum skipt út. Brunabótamat byggir á skráningu húseigna, hönnunargögnum og upplýsingum frá eiganda. Mikilvægt er að gögn sem eigendur leggja fram endurspegli núverandi ástand eignarinnar enda á brunabótamat að endurspegla vátryggingarverðmæti eignarinnar á þeim tíma þegar virðing fer fram.
Fasteignamarkaður Grindavík Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira