Sá besti í heimi tapaði ótrúlega óvænt: „Þetta er klikkað“ Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2024 16:30 Luca Nardi og Novak Djokovic mættust í dag en 122 sæti skilja þá að á heimslistanum. Getty/Matthew Stockman Serbinn Novak Djokovic, besti tennisspilari heims, tapaði með ótrúlega óvæntum hætti í þriðju umferð á Indian Wells mótinu í tennis í dag. „Þetta er klikkað,“ sagði hinn ítalski Luca Nardi en hann er aðeins tvítugur og í sæti 123 á heimslistanum. Það sem meira er þá hafði Nardi tapað í undankeppni mótsins, gegn Belganum David Goffin, en fengið sæti eftir að annar keppandi dró sig úr keppni. Nardi vann Djokovic 6-4, 3-6 og 6-3, en Serbinn hefur unnið 24 risamót á ferlinum og aldrei nokkurn tímann tapað gegn svo lágt skrifuðum keppanda, á móti af þessari stærðargráðu. Novak Djokovic WORST defeats in Masters 1000 and Grand Slam NARDI, ATP No.123 - Indian Wells 2024 Anderson, No.122 - Miami 2008 Istomin, No.117 - Australian Open 2017 Daniel, No.109 - Indian Wells 2018 Benneteau, No.88 - Indian Wells 2006pic.twitter.com/n6m4ZIBmJT— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 12, 2024 „Ég hef ekki hugmynd [um hvernig ég hélt ró minni]. Ég held að þetta sé kraftaverk, því ég er bara tvítugur strákur og var að vinna Novak,“ sagði Nardi. Lucky Loser Luca Nardi defeats World No. 1 Novak Djokovic pic.twitter.com/ExkQvrwfZK— US Open Tennis (@usopen) March 12, 2024 Djokovic, sem er 36 ára gamall, féll úr leik í undanúrslitum Opna ástralska mótsins, gegn Jannik Sinner, og hefur því ekki unnið mót á þessu ári. „Engir titlar í ár. Það er ekki eitthvað sem ég er vanur,“ sagði Djokovic. Nardi mætir Tommy Paul í sextán manna úrslitum á morgun en Bandaríkjamaðurinn sló út Frakkann Ugo Humbert, 6-4 og 6-4. Tennis Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
„Þetta er klikkað,“ sagði hinn ítalski Luca Nardi en hann er aðeins tvítugur og í sæti 123 á heimslistanum. Það sem meira er þá hafði Nardi tapað í undankeppni mótsins, gegn Belganum David Goffin, en fengið sæti eftir að annar keppandi dró sig úr keppni. Nardi vann Djokovic 6-4, 3-6 og 6-3, en Serbinn hefur unnið 24 risamót á ferlinum og aldrei nokkurn tímann tapað gegn svo lágt skrifuðum keppanda, á móti af þessari stærðargráðu. Novak Djokovic WORST defeats in Masters 1000 and Grand Slam NARDI, ATP No.123 - Indian Wells 2024 Anderson, No.122 - Miami 2008 Istomin, No.117 - Australian Open 2017 Daniel, No.109 - Indian Wells 2018 Benneteau, No.88 - Indian Wells 2006pic.twitter.com/n6m4ZIBmJT— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 12, 2024 „Ég hef ekki hugmynd [um hvernig ég hélt ró minni]. Ég held að þetta sé kraftaverk, því ég er bara tvítugur strákur og var að vinna Novak,“ sagði Nardi. Lucky Loser Luca Nardi defeats World No. 1 Novak Djokovic pic.twitter.com/ExkQvrwfZK— US Open Tennis (@usopen) March 12, 2024 Djokovic, sem er 36 ára gamall, féll úr leik í undanúrslitum Opna ástralska mótsins, gegn Jannik Sinner, og hefur því ekki unnið mót á þessu ári. „Engir titlar í ár. Það er ekki eitthvað sem ég er vanur,“ sagði Djokovic. Nardi mætir Tommy Paul í sextán manna úrslitum á morgun en Bandaríkjamaðurinn sló út Frakkann Ugo Humbert, 6-4 og 6-4.
Tennis Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum