Segja SA reyna að kúga láglaunafólk í nafni stöðugleika Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. mars 2024 18:17 VR skorar á SA að skipta um kúrs. Vísir/Arnar Samninganefnd VR fordæmir ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að hefja atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart skrifstofufólki innan VR, sem sé kúgun gagnvart öllu skrifstofufólki í röðum félagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samninganefndinni, en Samtök atvinnulífsins tilkynntu í tak að stjórn þeirra hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á skrifstofufólk innan VR. Tilefnið er mögulegt verkfall starfsfólks á Keflavíkurflugvelli. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt viðbrögð SA við mögulegu verkfalli vera ofsafengin, en framkvæmdastjóri SA, Sigríður Margrét Oddsdóttir, hefur sagt að fyrst og fremst sé um varnaraðgerð að ræða. Í yfirlýsingunni sem fréttastofu barst upp úr klukkan sex er forsaga málsins rakin, eins og hún blasir við samninganefnd VR: „Framlínustarfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur um nokkra hríð reynt að ná fram breytingum á sínum kjörum og vinnufyrirkomulagi. Þau starfa á lágmarkstöxtum eftir sérkjarasamningi sem tekur breytingum samhliða aðalkjarasamningi VR og um helmingur þeirra nýtur ekki sjálfsagðs réttar til samfellds vinnutíma yfir vetrarmánuðina. Á veturna er þeim gert að starfa á svokölluðum stubbavöktum og mæta þá milli 5 og 9 að morgni og þurfa að mæta aftur til vinnu milli 13 og 17,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að boðað hafi verið til atkvæðagreiðslu um verkfall umræddra starfsmanna vegna þess að lítið hefði þokast í viðræðum SA og VR um sérkjarasamninginn og að stjórnendur Icelandair hafi ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum starfsfólksins. Verkbann í stað viðbragða „Á fundum VR og SA í gær, með aðkomu trúnaðarmanns og starfsmanns Icelandair og stjórnenda Icelandair, áttu sér stað uppbyggilegar viðræður um lausnir til handa þessum hópi. VR hlýddi á og brást við sjónarmiðum SA og Icelandair og lagði fram tillögur til umræðu sem gætu verið til þess fallnar að stuðla að farsælli lausn. Í stað þess að bregðast við tillögum VR ákvað SA að beina þreki sínu í að efna til atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart öllu skrifstofufólki í röðum VR.“ Með verkbanni væri gerð tilraun til að kúga VR og starfsfólk Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli til hlýðni í nafni stöðugleika. „Svar samninganefndar VR er að stöðugleiki verður aldrei reistur á herðum fólks sem starfar á lágmarkskjörum. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að kjarabætur fyrir hóp eins og þennan séu undir í kjaraviðræðum, óháð því hvaða samningar hafa gengið á undan við önnur félög.“ Gríðarlegt tjón fyrir samfélagið Samninganefndin telur að ef verkbann yrði að veruleika geti það sett fjölda fyrirtækja á hliðina, með alvarlegum afleiðingum fyrir launafólk og fyrirtæki. SA séu því tilbúin að kalla gríðarlegt fjárhagstjón yfir samfélagið allt, fremur en að bregðast við kröfum fámenns láglaunahóps á flugvellinum, sem séu hóflegar. „Samninganefnd VR skorar á SA að skipta um kúrs og vinna heldur að því með VR að finna lausn á þeim fáu atriðum sem út af standa í kjaraviðræðum. Samninganefnd VR hefur einnig beint því til stjórnar vinnudeilusjóðs VR að útfæra greiðslur til þeirra einstaklinga sem verkbannið mun ná til.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Atvinnurekendur Tengdar fréttir „Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28 Verkbann boðað á alla skrifstofustarfsmenn VR og atkvæðagreiðsla hafin Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. Ef af verður mun verkbannið ná til alls skrifstofufólks sem starfar samkvæmt kjarasamningi SA og VR. 12. mars 2024 12:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samninganefndinni, en Samtök atvinnulífsins tilkynntu í tak að stjórn þeirra hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á skrifstofufólk innan VR. Tilefnið er mögulegt verkfall starfsfólks á Keflavíkurflugvelli. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt viðbrögð SA við mögulegu verkfalli vera ofsafengin, en framkvæmdastjóri SA, Sigríður Margrét Oddsdóttir, hefur sagt að fyrst og fremst sé um varnaraðgerð að ræða. Í yfirlýsingunni sem fréttastofu barst upp úr klukkan sex er forsaga málsins rakin, eins og hún blasir við samninganefnd VR: „Framlínustarfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur um nokkra hríð reynt að ná fram breytingum á sínum kjörum og vinnufyrirkomulagi. Þau starfa á lágmarkstöxtum eftir sérkjarasamningi sem tekur breytingum samhliða aðalkjarasamningi VR og um helmingur þeirra nýtur ekki sjálfsagðs réttar til samfellds vinnutíma yfir vetrarmánuðina. Á veturna er þeim gert að starfa á svokölluðum stubbavöktum og mæta þá milli 5 og 9 að morgni og þurfa að mæta aftur til vinnu milli 13 og 17,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að boðað hafi verið til atkvæðagreiðslu um verkfall umræddra starfsmanna vegna þess að lítið hefði þokast í viðræðum SA og VR um sérkjarasamninginn og að stjórnendur Icelandair hafi ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum starfsfólksins. Verkbann í stað viðbragða „Á fundum VR og SA í gær, með aðkomu trúnaðarmanns og starfsmanns Icelandair og stjórnenda Icelandair, áttu sér stað uppbyggilegar viðræður um lausnir til handa þessum hópi. VR hlýddi á og brást við sjónarmiðum SA og Icelandair og lagði fram tillögur til umræðu sem gætu verið til þess fallnar að stuðla að farsælli lausn. Í stað þess að bregðast við tillögum VR ákvað SA að beina þreki sínu í að efna til atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart öllu skrifstofufólki í röðum VR.“ Með verkbanni væri gerð tilraun til að kúga VR og starfsfólk Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli til hlýðni í nafni stöðugleika. „Svar samninganefndar VR er að stöðugleiki verður aldrei reistur á herðum fólks sem starfar á lágmarkskjörum. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að kjarabætur fyrir hóp eins og þennan séu undir í kjaraviðræðum, óháð því hvaða samningar hafa gengið á undan við önnur félög.“ Gríðarlegt tjón fyrir samfélagið Samninganefndin telur að ef verkbann yrði að veruleika geti það sett fjölda fyrirtækja á hliðina, með alvarlegum afleiðingum fyrir launafólk og fyrirtæki. SA séu því tilbúin að kalla gríðarlegt fjárhagstjón yfir samfélagið allt, fremur en að bregðast við kröfum fámenns láglaunahóps á flugvellinum, sem séu hóflegar. „Samninganefnd VR skorar á SA að skipta um kúrs og vinna heldur að því með VR að finna lausn á þeim fáu atriðum sem út af standa í kjaraviðræðum. Samninganefnd VR hefur einnig beint því til stjórnar vinnudeilusjóðs VR að útfæra greiðslur til þeirra einstaklinga sem verkbannið mun ná til.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Atvinnurekendur Tengdar fréttir „Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28 Verkbann boðað á alla skrifstofustarfsmenn VR og atkvæðagreiðsla hafin Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. Ef af verður mun verkbannið ná til alls skrifstofufólks sem starfar samkvæmt kjarasamningi SA og VR. 12. mars 2024 12:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
„Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28
Verkbann boðað á alla skrifstofustarfsmenn VR og atkvæðagreiðsla hafin Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. Ef af verður mun verkbannið ná til alls skrifstofufólks sem starfar samkvæmt kjarasamningi SA og VR. 12. mars 2024 12:30