Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2024 23:31 Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Vísir/Egill Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. Tilboð í nýja Ölfusárbrú voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar en aðeins eitt tilboð barst. Það er frá ÞG verktökum ehf. og er um að ræða upphafstilboð. Það þýðir að Vegagerðin fer nú yfir tilboðið og er stefnt að því að fara í samningaviðræður við ÞG verktaka eftir páska. Að því loknu verður gefin upp upphæð endanlegs tilboðs. „Við erum í fyrsta lagi ánægð að fá tilboð. Þetta var samkeppnisútboð þannig að það fór fram forval og það voru fimm sem tóku þátt í því og voru allir hæfir og fengu allir þátttökurétt. Auðvitað hefðum við viljað sjá fleiri af þeim fara alla leið,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, í samtali við fréttastofu. „Það eru alltaf vonbrigði þegar menn hætta við að bjóða. Það er ekkert launungamál og við hefðum gjarnan viljað sjá fleiri tilboð en þetta er niðurstaðan. Þetta er flókið og stórt útboð. Þetta er svokallað alútboð þar sem krafist er sérþekkingar á tiltekinni gerð brúa, sem við vitum að í flestum tilfellum þarf að sækja erlendis frá þannig að þetta eru fyrirtækjahópar, sem þurfa að bjóða. Það þarf ekki nema einn að ganga úr skaftinu og þá er erfitt fyrir hópinn að halda áfram.“ Tilboð í fjármögnun stóð í mörgum Hún segir ýmsar ástæður að baki því að hóparnir hafi hætt við að bjóða í verkið. „Við vitum það að það að við báðum um tilboð í fjármögnun á framkvæmdatímanum var eitthvað sem menn settu verulega fyrir sig. Við báðum sem sagt um tilboð í fjármögnun en hins vegar þá átti það að koma í ljós hvort ríkið vildi nýta hana. Svo er þetta samkeppnisútboð þannig að þegar við erum komin á þennan stað, sem við erum á núna, þurfum við að búa okkur undir viðræður við bjóðanda og markmið þeirra er að fara yfir alla þá möguleika sem eru í stöðunni til að gera verkið fýsilegra og hagkvæmara,“ segir Bergþóra. Það muni koma í ljós á meðan á viðræðum stendur hvort ríkið gangi að tilboðinu eða fara aðrar leiðir. Bergþóra segist ekki geta gefið upp upphæð tilboðsins fyrr en að loknum viðræðum við ÞG verktaka. „Þetta er veggjaldaverkefni þannig að það er gert ráð fyrir að veggjald verði tekið yfir brúna, sem standi undir þeim kostnaði sem í hana fer,“ segir Bergþóra. „Við hættum ekki við að byggja Ölfusárbrú“ Vegagerðin sé mjög áhugasöm um þessa framkvæmd og eins og flestir þekkja, sem eiga leið austur fyrir fjall, er brýnt að byggja nýja brú yfir Ölfusá. „Þessi brú er búin að vera lengi í undirbúningi hjá Vegagerðinni og hefur verið unnið sérstaklega að því að gera hana að öruggu mannvirki gagnvart jarðskjálftum. Þetta er gríðarlegt jarðskjálftasvæði og það er eitt af því sem gerir þessa brú svona mikla áskorun frá verkfræðilegum sjónarhóli,“ segir Bergþóra. Flosni upp úr viðræðum verði farið í annað útboð og margar leiðir séu til þess. „Við hættum ekki við að byggja Ölfusárbrú. Þá verður bara að leita annarra leiða. Það er mikið verk og flókið að taka þátt í alútboði og mun meira verk en að bjóða í framkvæmdaverk sem er fullhannað. Þannig að maður hefur skilning á því.“ Árborg Vegagerð Ný Ölfusárbrú Samgöngur Flóahreppur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Aðeins eitt tilboð barst í byggingu brúar yfir Ölfusá ÞG verktakar ehf. var eina fyrirtækið sem gerði tilboð í hönnun og byggingu brúar yfir Ölfusá. Tilboð voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst yfir áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar. 12. mars 2024 16:17 Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. 21. febrúar 2024 08:01 Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Tilboð í nýja Ölfusárbrú voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar en aðeins eitt tilboð barst. Það er frá ÞG verktökum ehf. og er um að ræða upphafstilboð. Það þýðir að Vegagerðin fer nú yfir tilboðið og er stefnt að því að fara í samningaviðræður við ÞG verktaka eftir páska. Að því loknu verður gefin upp upphæð endanlegs tilboðs. „Við erum í fyrsta lagi ánægð að fá tilboð. Þetta var samkeppnisútboð þannig að það fór fram forval og það voru fimm sem tóku þátt í því og voru allir hæfir og fengu allir þátttökurétt. Auðvitað hefðum við viljað sjá fleiri af þeim fara alla leið,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, í samtali við fréttastofu. „Það eru alltaf vonbrigði þegar menn hætta við að bjóða. Það er ekkert launungamál og við hefðum gjarnan viljað sjá fleiri tilboð en þetta er niðurstaðan. Þetta er flókið og stórt útboð. Þetta er svokallað alútboð þar sem krafist er sérþekkingar á tiltekinni gerð brúa, sem við vitum að í flestum tilfellum þarf að sækja erlendis frá þannig að þetta eru fyrirtækjahópar, sem þurfa að bjóða. Það þarf ekki nema einn að ganga úr skaftinu og þá er erfitt fyrir hópinn að halda áfram.“ Tilboð í fjármögnun stóð í mörgum Hún segir ýmsar ástæður að baki því að hóparnir hafi hætt við að bjóða í verkið. „Við vitum það að það að við báðum um tilboð í fjármögnun á framkvæmdatímanum var eitthvað sem menn settu verulega fyrir sig. Við báðum sem sagt um tilboð í fjármögnun en hins vegar þá átti það að koma í ljós hvort ríkið vildi nýta hana. Svo er þetta samkeppnisútboð þannig að þegar við erum komin á þennan stað, sem við erum á núna, þurfum við að búa okkur undir viðræður við bjóðanda og markmið þeirra er að fara yfir alla þá möguleika sem eru í stöðunni til að gera verkið fýsilegra og hagkvæmara,“ segir Bergþóra. Það muni koma í ljós á meðan á viðræðum stendur hvort ríkið gangi að tilboðinu eða fara aðrar leiðir. Bergþóra segist ekki geta gefið upp upphæð tilboðsins fyrr en að loknum viðræðum við ÞG verktaka. „Þetta er veggjaldaverkefni þannig að það er gert ráð fyrir að veggjald verði tekið yfir brúna, sem standi undir þeim kostnaði sem í hana fer,“ segir Bergþóra. „Við hættum ekki við að byggja Ölfusárbrú“ Vegagerðin sé mjög áhugasöm um þessa framkvæmd og eins og flestir þekkja, sem eiga leið austur fyrir fjall, er brýnt að byggja nýja brú yfir Ölfusá. „Þessi brú er búin að vera lengi í undirbúningi hjá Vegagerðinni og hefur verið unnið sérstaklega að því að gera hana að öruggu mannvirki gagnvart jarðskjálftum. Þetta er gríðarlegt jarðskjálftasvæði og það er eitt af því sem gerir þessa brú svona mikla áskorun frá verkfræðilegum sjónarhóli,“ segir Bergþóra. Flosni upp úr viðræðum verði farið í annað útboð og margar leiðir séu til þess. „Við hættum ekki við að byggja Ölfusárbrú. Þá verður bara að leita annarra leiða. Það er mikið verk og flókið að taka þátt í alútboði og mun meira verk en að bjóða í framkvæmdaverk sem er fullhannað. Þannig að maður hefur skilning á því.“
Árborg Vegagerð Ný Ölfusárbrú Samgöngur Flóahreppur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Aðeins eitt tilboð barst í byggingu brúar yfir Ölfusá ÞG verktakar ehf. var eina fyrirtækið sem gerði tilboð í hönnun og byggingu brúar yfir Ölfusá. Tilboð voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst yfir áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar. 12. mars 2024 16:17 Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. 21. febrúar 2024 08:01 Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Aðeins eitt tilboð barst í byggingu brúar yfir Ölfusá ÞG verktakar ehf. var eina fyrirtækið sem gerði tilboð í hönnun og byggingu brúar yfir Ölfusá. Tilboð voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst yfir áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar. 12. mars 2024 16:17
Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. 21. febrúar 2024 08:01
Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda