Mögulegir frambjóðendur komnir í samband við almannatengla Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2024 10:53 Andrés Jónsson almannatengill spáði í forsetakosningarnar í Íslandi í dag í gærkvöldi. Vísir/Einar Almannatengill telur alls ekki útilokað að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig fram til embættis forseta í komandi kosningum. Þá hefur hann heyrt af þreifingum víða; mögulegir frambjóðendur séu byrjaðir að setja sig í samband við kollega í almannatengslum. Forsetakosningarnar voru til umfjöllunar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Andrés Jónsson almannatengill var fenginn til að spá í spilin. Hann segir spennandi kosningar í vændum og margir hugsi Guðna Th. Jóhannessyni fráfarandi forseta eflaust þegjandi þörfina að hafa skapað vettvang fyrir kapphlaupið sem nú fer í hönd. Enn er þó beðið eftir sannfærandi valkosti í kapphlaupið og nokkrir slíkir liggja undir feldi; Baldur Þórhallson prófessor í stjórnmálafræði eflaust sá sem kominn er næst framboði, í það minnsta opinberlega. „Svo er talað um forsætisráðherrann okkar. Ég tel ekkert útilokað að hún komi fram og fleiri í kringum mig eru farnir að velta því upp. En þetta verður mjög spennandi,“ segir Andrés. Katrín var spurð að því á Alþingi í byrjun mánaðar hvort hún hygði á forsetaframboð. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins bað hana um afdráttarlaust „nei eða já“-svar. „Já, herra forseti. Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu,“ svaraði forsætisráðherra. Hvað sem því líður eru almannatenglar landsins byrjaðir að finna fyrir áhuga frá mögulegum „alvöru“ frambjóðendum. Afgerandi þreifingar eru semsagt hafnar. „Maður hefur heyrt af áhuga og vangaveltum ýmissa. Ég svosem hef ekki tekið neinn að mér en maður hefur heyrt að kollegar, þeir séu farnir að fá fyrirspurnir,“ segir Andrés. Brot úr viðtalinu við Andrés má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild, þar sem einnig er rætt við Þóru Arnórsdóttur fyrrverandi forsetaframbjóðanda, á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Forsetakosningarnar voru til umfjöllunar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Andrés Jónsson almannatengill var fenginn til að spá í spilin. Hann segir spennandi kosningar í vændum og margir hugsi Guðna Th. Jóhannessyni fráfarandi forseta eflaust þegjandi þörfina að hafa skapað vettvang fyrir kapphlaupið sem nú fer í hönd. Enn er þó beðið eftir sannfærandi valkosti í kapphlaupið og nokkrir slíkir liggja undir feldi; Baldur Þórhallson prófessor í stjórnmálafræði eflaust sá sem kominn er næst framboði, í það minnsta opinberlega. „Svo er talað um forsætisráðherrann okkar. Ég tel ekkert útilokað að hún komi fram og fleiri í kringum mig eru farnir að velta því upp. En þetta verður mjög spennandi,“ segir Andrés. Katrín var spurð að því á Alþingi í byrjun mánaðar hvort hún hygði á forsetaframboð. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins bað hana um afdráttarlaust „nei eða já“-svar. „Já, herra forseti. Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu,“ svaraði forsætisráðherra. Hvað sem því líður eru almannatenglar landsins byrjaðir að finna fyrir áhuga frá mögulegum „alvöru“ frambjóðendum. Afgerandi þreifingar eru semsagt hafnar. „Maður hefur heyrt af áhuga og vangaveltum ýmissa. Ég svosem hef ekki tekið neinn að mér en maður hefur heyrt að kollegar, þeir séu farnir að fá fyrirspurnir,“ segir Andrés. Brot úr viðtalinu við Andrés má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild, þar sem einnig er rætt við Þóru Arnórsdóttur fyrrverandi forsetaframbjóðanda, á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.
Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira