Í einlægri færslu á Instagram birti Anya Taylor-Joy mynd af þeim feðginum og skrifar:
„Draumastund. Þegar ég var tólf ára lofaði ég pabba mínum að ef að mér yrði einhvern tíma boðið á Óskarinn myndi ég taka hann með mér. Full af þakklæti.“
Anya er fædd árið 1996 og fara því að verða komin sextán ár síðan hún gaf loforðið.
Sömuleiðis segist hún vera algjörlega agndofa yfir Dior, Jaeger-LeCoultre og Tiffany hátískuhúsa fjölskyldu sinni en hún klæddist endurgerð af svokölluðum Venus kjól frá árinu 1949 á hátíðinni og var að mati margra tískuspegúlanta ein best klædda stjarna kvöldsins.