Dýrtíðin skerði samkeppnishæfni áfangastaðarins Íslands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. mars 2024 14:27 Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar bendir á að efnahagslegt umhverfi greinarinnar hér á landi skerði samkeppnishæfni. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld verða að taka alvarlega þær blikur sem á lofti eru í ferðaþjónustu. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sem varar við þeim efnahagslegu afleiðingum sem samdráttur í greininni hefði í för með sér fyrir þjóðarbúið. Í aðsendri grein í Viðskiptamogganum segir Bjarnheiður að blikur séu á lofti í ferðaþjónustu. Nokkrir samverkandi þættir leiði til þess að líklega verði samdráttur í greininni á þessu ári, til dæmis jarðhræringar á Reykjanesi en fréttaflutningur erlendis virðist hafa haft þau áhrif að fólk telji Ísland síður öruggan áfangastað. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Þá vegur dýrtíðin á Íslandi einnig þungt. Skilaboðin sem Samtök ferðaþjónustunnar fái frá söluaðilum erlendis séu þau að samanburður á ferðum til Íslands og ferða til fjarlægari landa, sem hafi verið kostnaðarsamari, sýni að verðið sé orðið sambærilegt. Því sé nauðsynlegt að bæta efnahagslegt umhverfi hér á landi. „Það er há verðbólga, háir stýrivextir, hár launakostnaður, háir skattar og svo framvegis sem veldur því að verðlag í greininni er tiltölulega hátt miðað við þær þjóðir sem við berum okkur saman við og þá drögumst við einfaldlega aftur úr í samkeppnishæfni þegar áfangastaðurinn er orðinn of dýr.“ Svokallaðir „fjarmarkaðir“ séu nú að opnast hver af öðrum eftir kórónuveirufaraldur. „Við högnuðumst á því að sumir þessara markaða voru nánast lokaðir þannig að fólk ferðaðist meira bara innan Evrópu og Bandaríkjamenn til Evrópu og að lokum þá langar mig að nefna það að við stöndum okkar keppinautum langt að baki varðandi neytendamarkaðssetningu á erlendum mörkuðum. Við erum ekki að fjárfesta nægilega mikið til að kynna áfangastaðinn og halda vitund gesta vakandi varðandi staðinn og það er helst það sem við gætum bætt úr á þessum tímapunkti. Við gætum stóraukið markaðsetningu erlendis á áfangastaðnum Íslandi.“ Blikur eru á lofti í ferðaþjónustu.Vísir/VIlhelm Nokkurra prósenta samdráttur á pari við loðnubrest Bjarnheiður segir að ekki megi vanmeta efnahagsleg áhrif mögulegs samdráttar fyrir þjóðarbúið. Hún segir að til þess að almenningur og stjórnvöld skilji umfangið þurfi hún að bera saman ferðamennsku og sjávarútveg. „Fimm prósent samdráttur í fjölda ferðamanna til Íslands er eins og á við 25 milljarða tekjutap sem er á við eina meðal loðnuvertíð og síðan er hægt að margfalda þetta eftir því sem samdrátturinn verður meiri.“ Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Hægði verulega á vexti ferðaþjónustunnar undir lok árs Töluvert hægði á vexti ferðaþjónustunnar síðustu tvo mánuði ársins 2023. Velta jókst töluvert í flestum atvinnugreinum á árinu samanborið við 2022 þar sem ferðaþjónustan varð um tíma stærsta atvinnugrein landsins og óx um tuttugu prósent ásamt fasteignaviðskiptum og byggingarstarfsemi. 21. febrúar 2024 10:29 Þróunin í ferðaþjónustu á næstunni er „einn helsti áhættuþátturinn“ Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum. 9. febrúar 2024 11:31 Vísbendingar um að ferðamönnum fjölgi ekki í ár - jafnvel samdráttur Vísbendingar eru um að það verði ekki vöxtur í fjölda ferðamanna í ár og jafnvel samdráttur, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins. Það er þvert á opinberar spár. 30. janúar 2024 07:00 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Sjá meira
Í aðsendri grein í Viðskiptamogganum segir Bjarnheiður að blikur séu á lofti í ferðaþjónustu. Nokkrir samverkandi þættir leiði til þess að líklega verði samdráttur í greininni á þessu ári, til dæmis jarðhræringar á Reykjanesi en fréttaflutningur erlendis virðist hafa haft þau áhrif að fólk telji Ísland síður öruggan áfangastað. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Þá vegur dýrtíðin á Íslandi einnig þungt. Skilaboðin sem Samtök ferðaþjónustunnar fái frá söluaðilum erlendis séu þau að samanburður á ferðum til Íslands og ferða til fjarlægari landa, sem hafi verið kostnaðarsamari, sýni að verðið sé orðið sambærilegt. Því sé nauðsynlegt að bæta efnahagslegt umhverfi hér á landi. „Það er há verðbólga, háir stýrivextir, hár launakostnaður, háir skattar og svo framvegis sem veldur því að verðlag í greininni er tiltölulega hátt miðað við þær þjóðir sem við berum okkur saman við og þá drögumst við einfaldlega aftur úr í samkeppnishæfni þegar áfangastaðurinn er orðinn of dýr.“ Svokallaðir „fjarmarkaðir“ séu nú að opnast hver af öðrum eftir kórónuveirufaraldur. „Við högnuðumst á því að sumir þessara markaða voru nánast lokaðir þannig að fólk ferðaðist meira bara innan Evrópu og Bandaríkjamenn til Evrópu og að lokum þá langar mig að nefna það að við stöndum okkar keppinautum langt að baki varðandi neytendamarkaðssetningu á erlendum mörkuðum. Við erum ekki að fjárfesta nægilega mikið til að kynna áfangastaðinn og halda vitund gesta vakandi varðandi staðinn og það er helst það sem við gætum bætt úr á þessum tímapunkti. Við gætum stóraukið markaðsetningu erlendis á áfangastaðnum Íslandi.“ Blikur eru á lofti í ferðaþjónustu.Vísir/VIlhelm Nokkurra prósenta samdráttur á pari við loðnubrest Bjarnheiður segir að ekki megi vanmeta efnahagsleg áhrif mögulegs samdráttar fyrir þjóðarbúið. Hún segir að til þess að almenningur og stjórnvöld skilji umfangið þurfi hún að bera saman ferðamennsku og sjávarútveg. „Fimm prósent samdráttur í fjölda ferðamanna til Íslands er eins og á við 25 milljarða tekjutap sem er á við eina meðal loðnuvertíð og síðan er hægt að margfalda þetta eftir því sem samdrátturinn verður meiri.“
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Hægði verulega á vexti ferðaþjónustunnar undir lok árs Töluvert hægði á vexti ferðaþjónustunnar síðustu tvo mánuði ársins 2023. Velta jókst töluvert í flestum atvinnugreinum á árinu samanborið við 2022 þar sem ferðaþjónustan varð um tíma stærsta atvinnugrein landsins og óx um tuttugu prósent ásamt fasteignaviðskiptum og byggingarstarfsemi. 21. febrúar 2024 10:29 Þróunin í ferðaþjónustu á næstunni er „einn helsti áhættuþátturinn“ Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum. 9. febrúar 2024 11:31 Vísbendingar um að ferðamönnum fjölgi ekki í ár - jafnvel samdráttur Vísbendingar eru um að það verði ekki vöxtur í fjölda ferðamanna í ár og jafnvel samdráttur, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins. Það er þvert á opinberar spár. 30. janúar 2024 07:00 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Sjá meira
Hægði verulega á vexti ferðaþjónustunnar undir lok árs Töluvert hægði á vexti ferðaþjónustunnar síðustu tvo mánuði ársins 2023. Velta jókst töluvert í flestum atvinnugreinum á árinu samanborið við 2022 þar sem ferðaþjónustan varð um tíma stærsta atvinnugrein landsins og óx um tuttugu prósent ásamt fasteignaviðskiptum og byggingarstarfsemi. 21. febrúar 2024 10:29
Þróunin í ferðaþjónustu á næstunni er „einn helsti áhættuþátturinn“ Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum. 9. febrúar 2024 11:31
Vísbendingar um að ferðamönnum fjölgi ekki í ár - jafnvel samdráttur Vísbendingar eru um að það verði ekki vöxtur í fjölda ferðamanna í ár og jafnvel samdráttur, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins. Það er þvert á opinberar spár. 30. janúar 2024 07:00