Sport

Kenne­dy vill NFL leik­stjórnanda sem vara­for­seta­efni sitt

Aron Guðmundsson skrifar
Robert F. Kennedy yngri, forsetaframbjóðandi, hefur viðrað þá hugmynd við NFL leikstjórnandann Aaron Rodgers að hann verði varaforsetaefni sitt í komandi forsetakosningum í Bandaríkjuum
Robert F. Kennedy yngri, forsetaframbjóðandi, hefur viðrað þá hugmynd við NFL leikstjórnandann Aaron Rodgers að hann verði varaforsetaefni sitt í komandi forsetakosningum í Bandaríkjuum Vísir/Samsett mynd

Robert F. Kenne­dy yngri, ó­háður fram­bjóðandi til em­bættis for­seta Banda­ríkjanna, er sagður hafa viðrað þá hug­mynd við NFL leik­stjórnandann Aaron Rod­gers eða hann verði vara­for­setaefni sitt í komandi for­seta­kosningum í Banda­ríkjunum.

Það er The New York Times sem greinir frá og segir að Kenne­dy hafi bæði rætt við Rod­gers sem og fjöl­bragða­glímu­kappann Jes­se Ventura, fyrr­verandi ríkis­stjóra Min­nesota og kannað hug þeirra á að verða vara­for­seta­efni sitt. Rod­gers og Ventura hafi báðir tekið vel í það.

Aaron Rod­gers er leikstjórnandi New York Jets og hefur á sínum ferli einu sinni staðið uppi sem NFL-meistari og í fjórgang verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. 

Rodgers lék nær ekkert með New York Jets á síðasta tíma­bili í NFL deildinni eftir að hafa slitið hásin í upp­hafi tíma­bils.

Kenne­dy hefur sjálfur látið hafa það eftir sér að Rod­gers og Ventura séu báðir efstir á lista hjá sér yfir mögu­leg vara­for­seta­efni.

Robert F. Kenne­dy yngri er bróður­sonur John F. Kenne­dy, fyrr­verandi for­seta Banda­ríkjanna sem var myrtur í júní árið 1968. Fram­boð Kenne­dy yngri er sjálf­stætt, það er að segja hvorki á vegum Demó­krata- eða Repúblikana­flokksins.

Sem óháður frambjóðandi reynir Kennedy nú, í aðdraganda forsetakosninganna sem fara fram í nóvember seinna á þessu ári, að koma sér inn á kjörseðilinn í sem flestum af ríkjunum fimmtíu sem kjósa næsta forseta Bandaríkjanna. Hingað til er hann búinn að koma sér á kjörseðilinn í fjórum ríkjum. 

Óljóst er, fari svo að Rodgers færi í framboð með Kennedy, hvernig hann myndi tvinna saman kosningabaráttu og spilamennsku sína í NFL-deildinni. Eitthvað yrði undan að láta hið minnsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×