Kim keyrði skriðdreka á æfingu Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2024 10:23 Kim keyrði skriðdreka á æfingu hers Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, tók nýverið þátt í æfingu með hermönnum sínum, þar sem þeir voru að æfa sig á nýrri gerð skriðdreka. Kallaði hann eftir frekari undirbúningi svo herinn væri tilbúinn í mögulegt stríð. Einræðisherrann sjálfur settist undir stýri á einum skriðdreka og tók þátt í æfingu þar sem líkt var eftir orrustu. Kim kallaði umrædda skriðdreka þá öflugustu í heimi, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Skriðdrekar þessir voru fyrst sýndir í skrúðgöngu árið 2020 en sérfræðingar segja þessa sem sést hafa á myndum af æfingunni hafa verið betrumbættir síðan þá. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að óljóst sé hvort Norður-Kórea hafi bolmagn og kunnáttu til að framleiða skriðdrekana í massavís. Kim hylltur af hermönnum.AP/KCNA Kim hefur verið iðinn við að láta taka af sér myndir með hermönnum og við æfingar. Á dögunum voru birtar myndir af Kim þar sem hann fylgdist með hermönnum æfa stórskotaliðsárásir og þar sem hann fylgdist með hermönnum æfa árásir. Hermennirnir sem æfðu stórskotaliðsárásirnar í síðustu viku tilheyra herdeild sem hefur það hlutverk að gera slíkar árásir á Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, í upphafi mögulegs stríðs milli ríkjanna. Norður-Kórea gæti látið sprengjum rigna yfir borgina. Árlegri heræfingu í Suður-Kóreu lýkur síðar í dag en slíkar æfingar valda iðulega reiði í Pyongyang. Spennan á Kóreuskaga hefur þó aukist til muna á undanförnum árum og Kim og aðrir ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað hótað stríði á undanförnum mánuðum. Kim Jong Un æfir sig að skjóta úr byssu.AP/KCNA Í ræðu sem hann hélt í janúar hét Kim því að fjarlægja úr stjórnarskrá Norður-Kóreu klásúlu um að ríkið sæktist eftir friðsamri sameiningu með Suður-Kóreu. Þess í stað yrði Suður-Kórea skilgreint sem helsti óvinur Norður-Kóreu og að þar myndi standa að kæmi til stríðs myndi Norður-Kórea innlima Suður-Kóreu. Ónafngreindur ráðgjafi forseta Suður-Kóreu sagði blaðamönnum fyrr í vikunni að breyttur tónn Kims markaði ekki bara aukinn áróður heldur markvissa stefnubreytingu gagnvart Suður-Kóreu. Kim hefur sótt margar heræfingar að undanförnu.AP/KCNA Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku. 19. janúar 2024 12:37 Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32 Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Einræðisherrann sjálfur settist undir stýri á einum skriðdreka og tók þátt í æfingu þar sem líkt var eftir orrustu. Kim kallaði umrædda skriðdreka þá öflugustu í heimi, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Skriðdrekar þessir voru fyrst sýndir í skrúðgöngu árið 2020 en sérfræðingar segja þessa sem sést hafa á myndum af æfingunni hafa verið betrumbættir síðan þá. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að óljóst sé hvort Norður-Kórea hafi bolmagn og kunnáttu til að framleiða skriðdrekana í massavís. Kim hylltur af hermönnum.AP/KCNA Kim hefur verið iðinn við að láta taka af sér myndir með hermönnum og við æfingar. Á dögunum voru birtar myndir af Kim þar sem hann fylgdist með hermönnum æfa stórskotaliðsárásir og þar sem hann fylgdist með hermönnum æfa árásir. Hermennirnir sem æfðu stórskotaliðsárásirnar í síðustu viku tilheyra herdeild sem hefur það hlutverk að gera slíkar árásir á Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, í upphafi mögulegs stríðs milli ríkjanna. Norður-Kórea gæti látið sprengjum rigna yfir borgina. Árlegri heræfingu í Suður-Kóreu lýkur síðar í dag en slíkar æfingar valda iðulega reiði í Pyongyang. Spennan á Kóreuskaga hefur þó aukist til muna á undanförnum árum og Kim og aðrir ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað hótað stríði á undanförnum mánuðum. Kim Jong Un æfir sig að skjóta úr byssu.AP/KCNA Í ræðu sem hann hélt í janúar hét Kim því að fjarlægja úr stjórnarskrá Norður-Kóreu klásúlu um að ríkið sæktist eftir friðsamri sameiningu með Suður-Kóreu. Þess í stað yrði Suður-Kórea skilgreint sem helsti óvinur Norður-Kóreu og að þar myndi standa að kæmi til stríðs myndi Norður-Kórea innlima Suður-Kóreu. Ónafngreindur ráðgjafi forseta Suður-Kóreu sagði blaðamönnum fyrr í vikunni að breyttur tónn Kims markaði ekki bara aukinn áróður heldur markvissa stefnubreytingu gagnvart Suður-Kóreu. Kim hefur sótt margar heræfingar að undanförnu.AP/KCNA
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku. 19. janúar 2024 12:37 Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32 Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku. 19. janúar 2024 12:37
Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32
Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59
Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31