Málþingið fer fram í Norræna húsinu og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi að neðan.
Í tilkynningu segir að í heimi sem einkennist af auknum átökum, skautun og fordómum í garð minnihlutahópa, standi Norðurlöndin nú á mikilvægum krossgötum.
„Þar sem norrænt samstarf stendur frammi fyrir nýjum áskorunum, en einnig tækifærum, hefur Norðurlandaráð ákveðið að hefja endurskoðun á Helsinki-sáttmálanum - sem oft er kallaður norræna stjórnarskráin. Meðal þess sem verið er að meta er hvort norrænt samstarf eigi einnig að taka til öryggis og viðbúnaðar.
Hvaða áhrif gæti þetta víðtæka endurmat á norrænu samstarfi haft för með sér? Hvernig geta Norðurlöndin saman staðið vörð um frið, mannréttindi og öryggi? Hvaða hlutverki gegnir aukin samvinna við að tryggja stöðugleika á umbrotatímum?“ segir í tilkynningunni.
Dagskrá:
Erindi:
- Veslemøy Hedvig Østrem, ritstjóri Altinget.no
- Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður og meðlimur í Norðurlandaráði
Pallborð:
- Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði
- Veslemøy Hedvig Østrem, ritstjóri Altinget.no
- Orri Páll Jóhannsson, , þingmaður og meðlimur í Norðurlandaráði
- Pär Ahlberger, sendiherra Svíþjóðar
- Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins
Fundarstjóri:
- Pia Hansson, Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands
Skipuleggjendur: Norrænt samstarf og Norræna félagið