Gylfa hafi verið tilkynnt að hann sé ekki í landsliðshópnum Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2024 13:30 Gylfi Þór Sigurðsson verður á líkindum ekki í landsliðshópnum á morgun. vísir/Hulda Margrét Gylfi Þór Sigurðsson fékk að vita á dögunum að hann verði ekki í landsliðshópi Íslands sem tilkynntur verður á morgun ef marka má fyrirliða Fylkis. Gylfi æfði með Fylkismönnum á Spáni í síðustu viku. Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, greinir frá þessu í hlaðvarpinu Gula spjaldið sem er í umsjón Alberts Brynjars Ingasonar. Gylfi Þór hefur verið í endurhæfingu á Spáni frá því að hann komst að samkomulagi um samningsslit við Lyngby í janúar. Fylkir var í æfingaferð á Spáni í síðustu viku og Gylfi kom inn á þær æfingar. Ragnar segir að Gylfa hafi verið tilkynnt af KSÍ að hann yrði ekki í landsliðshópnum á meðan hann æfði með Fylkismönnum. „Hann lendir í því þegar hann er að æfa með okkur, að þá kemur í ljós að hann er ekki í landsliðshópnum. Honum er tilkynnt það,“ segir Ragnar Bragi. Þau tíðindi geti hafa stuðlað að því að Gylfi samdi við Val í dag. „Þá fer hann að endurhugsa hvað hann ætlar að gera. Hann ætlaði að nýta æfingarnar með okkur og svo með Val til að komast á góðu skriði inn í landsleikina og finna svo lið út frá því,“ bætir Ragnar við. Åge Hareide hafði þegar tjáð Vísi að ólíklegt væri að Gylfi Þór, sem og Aron Einar Gunnarsson, yrðu valdir í hópinn vegna skorts á leikæfingu. Gylfi Þór skrifaði undir hjá Val í morgun og er með liðinu í æfingaferð á Spáni. Landsliðshópur Íslands verður valinn á morgun. Liðið mætir Ísrael þann 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Valur Fylkir Tengdar fréttir Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14. mars 2024 09:46 Sjö dagar í EM-umspil: Hverjir eiga að koma Íslandi til Þýskalands? Á morgun ræðst það hvaða leikmönnum Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, ætlar að treysta til þess að koma Íslandi á EM í Þýskalandi í sumar. 14. mars 2024 11:01 Óljóst hvort Albert megi spila ef niðurfelling er kærð Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að Åge Hareide, landsliðsþjálfara karla, sé frjálst að velja Albert Guðmundsson í hópinn fyrir komandi verkefni gegn Ísrael. Verði niðurstaða Héraðssaksóknara kærð vandast staðan. 13. mars 2024 13:25 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Golf Fleiri fréttir Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Sjá meira
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, greinir frá þessu í hlaðvarpinu Gula spjaldið sem er í umsjón Alberts Brynjars Ingasonar. Gylfi Þór hefur verið í endurhæfingu á Spáni frá því að hann komst að samkomulagi um samningsslit við Lyngby í janúar. Fylkir var í æfingaferð á Spáni í síðustu viku og Gylfi kom inn á þær æfingar. Ragnar segir að Gylfa hafi verið tilkynnt af KSÍ að hann yrði ekki í landsliðshópnum á meðan hann æfði með Fylkismönnum. „Hann lendir í því þegar hann er að æfa með okkur, að þá kemur í ljós að hann er ekki í landsliðshópnum. Honum er tilkynnt það,“ segir Ragnar Bragi. Þau tíðindi geti hafa stuðlað að því að Gylfi samdi við Val í dag. „Þá fer hann að endurhugsa hvað hann ætlar að gera. Hann ætlaði að nýta æfingarnar með okkur og svo með Val til að komast á góðu skriði inn í landsleikina og finna svo lið út frá því,“ bætir Ragnar við. Åge Hareide hafði þegar tjáð Vísi að ólíklegt væri að Gylfi Þór, sem og Aron Einar Gunnarsson, yrðu valdir í hópinn vegna skorts á leikæfingu. Gylfi Þór skrifaði undir hjá Val í morgun og er með liðinu í æfingaferð á Spáni. Landsliðshópur Íslands verður valinn á morgun. Liðið mætir Ísrael þann 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM.
Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Valur Fylkir Tengdar fréttir Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14. mars 2024 09:46 Sjö dagar í EM-umspil: Hverjir eiga að koma Íslandi til Þýskalands? Á morgun ræðst það hvaða leikmönnum Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, ætlar að treysta til þess að koma Íslandi á EM í Þýskalandi í sumar. 14. mars 2024 11:01 Óljóst hvort Albert megi spila ef niðurfelling er kærð Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að Åge Hareide, landsliðsþjálfara karla, sé frjálst að velja Albert Guðmundsson í hópinn fyrir komandi verkefni gegn Ísrael. Verði niðurstaða Héraðssaksóknara kærð vandast staðan. 13. mars 2024 13:25 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Golf Fleiri fréttir Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Sjá meira
Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14. mars 2024 09:46
Sjö dagar í EM-umspil: Hverjir eiga að koma Íslandi til Þýskalands? Á morgun ræðst það hvaða leikmönnum Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, ætlar að treysta til þess að koma Íslandi á EM í Þýskalandi í sumar. 14. mars 2024 11:01
Óljóst hvort Albert megi spila ef niðurfelling er kærð Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að Åge Hareide, landsliðsþjálfara karla, sé frjálst að velja Albert Guðmundsson í hópinn fyrir komandi verkefni gegn Ísrael. Verði niðurstaða Héraðssaksóknara kærð vandast staðan. 13. mars 2024 13:25