Fékk greiddar um tíu milljónir í viðbótarlaun Lovísa Arnardóttir skrifar 14. mars 2024 14:23 Starfsmenn spítalans fengu, til dæmis, viðbótargreiðslur fyrir að klæðast hlífðarfatnaði á meðan heimsfaraldrinum stóð. Mynd/Þorkell Þorkelsson Starfsmaður Landspítalans fékk tæpar tíu milljónir í viðbótarlaun árið 2022. Það er hæsta greiðslan sem greidd hefur verið á launategundinni „viðbótarlaun á grundvelli stofnanasamninga“ á Landspítalanum síðustu fjögur ár. Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, til Eyjólfs Ármannssonar, þingmanns Flokks fólksins, um greiðslu viðbótarlauna til starfsmanna ríkisins. Þar kemur einnig fram að mikla fjölgun þeirra sem hefur síðustu ár þegið slíkar greiðslur megi rekja til mönnunarvanda og álags sem skapaðist í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins.Alls hafa verið greiddir síðustu fjögur árin um 4,5 milljarðar í viðbótarlaun á grundvelli stofnanasamninga. Af þeim hafa um 3,5 þeirra verið greiddir til starfsmanna á Landspítalanum. Árið 2020 voru greiddar 395 milljónir, þar af 149 til Landspítalans. Árið 2021 voru greiddar 236 milljónir alls og ekkert til starfsmanna Landspítalans. Árið 2022 voru greiddir 2,4 milljarðar og þar af 2,2 til Landspítalans. Í fyrra voru svo alls greiddir 1,4 milljarðar og þar af 1,2 til starfsmanna Landspítalans. Í svari ráðherra kemur einnig fram hversu margar kennitölur eru að baki þessara greiðslna en árið 2020 fengu 2.574 greiðslu vegna viðbótarlauna, 1.165 árið 2021 og svo um fimm þúsund í fyrra og árið áður, 2022. Mismikið greitt Ef tekið er dæmi um árið 2020 er um 149 milljónir að ræða sem fóru til 1.191 einstaklinga. Að meðaltali væri það þá um 125 þúsund krónur á hvern einstakling. Árið 2022 fengu 4.184 einstaklingar viðbótargreiðslur sem væru þá um hálf milljón að meðaltali ef upphæðinni er deilt jafnt á alla. Það var alls ekki gert þannig því fram kemur í svarinu að samkvæmt upplýsingum úr launakerfi ríkisins hafi hæsta greiðsla til starfsmanns sem telst til viðbótarlauna numið samtals 9.743.550 kr. á launategundinni „viðbótarlaun á grundvelli stofnanasamninga“ og hafi verið greidd árið 2022 á Landspítalanum. Greidd eru viðbótarlaun vegna álags. Vísir/Vilhelm Mikið hefur verið fjallað um svokallaðar viðbótargreiðslur síðustu mánuði eftir að greint var frá slíkum greiðslum til starfsmanna Skattsins. Tilkynnt var í síðasta mánuði að hætt yrði að greiða bónurgreiðslur til starfsmanna þar. Tvö ný launaþrep taka við af bónusgreiðslum Fram kemur í svari ráðherra að greiðslurnar hafi takmarkast af tveimur prósentum af launasummu starfsfólks Skattsins sem tilheyrði stéttarfélögum BHM og að fjórðungur þeirra hafi getað fengið greiðslu í hvert og eitt skipti. Greiðslurnar hafi verið framkvæmdar tvisvar á ári og hafi numið hálfri milljón. Allir fengu sömu greiðslu. Eftir að kerfið var lagt af var gerð breyting á stofnanasamningi og var tveimur launaþrepum bætt við í stað þessara viðbótarlauna, annars vegar bætist við launaþrep eftir þrjú ár í starfi og hins vegar launaþrep eftir fimm ár í starfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Bónusar hjá Skattinum „skelfilegt fordæmi“ Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, segir bónuskerfi Skattsins siðlaust og spillt. Starfsfólk Skattsins væri opinberir eftirlitsaðilar og ætti að gæta að hlutleysi. Því væri stefnt í hættu með bónusunum. Skatturinn greiddi 260 milljónir í bónusa á síðustu fjórum árum. 30. janúar 2024 09:56 Siðlausar bónusgreiðslur Skattsins Það er með öllu siðlaust að starfsmenn Skattsins skuli fá greiddan bónus, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hvað þá að slíkur bónus byggist á markmiðum um endurálagningu á einstaka skattgreiðendur (einstaklinga og lögaðila) og þá líklega álagi sem lagt er ofan á slíkar greiðslur. 24. janúar 2024 19:07 Landspítalinn hefur greitt starfsmönnum 213 milljónir króna fyrir að nota hlífðarfatnað Kostnaður Landspítala vegna viðbótarlauna til handa heilbrigðisstarfsmönnum vegna notkunar hlífðarbúnaðar námu 213,5 milljónum króna með launatengdum gjöldum á tímabilinu 1. nóvember 2021 til 31. janúar 2022. 21. mars 2022 08:18 Læknar vilja viðbótargreiðslur í samræmi við álag Læknar vilja breytinga á kjarasamningum og leggja til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag. Mikið hafi mætt á heilbrigðisstarfsfólki í kórónuveirufaraldrinum og læknar segja eðlilegt að hluti þeirra fjármuna sem fallið hafa til samfélagsins í faraldrinum fari einnig til heilbrigðisstarsfólks. 12. janúar 2022 19:02 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, til Eyjólfs Ármannssonar, þingmanns Flokks fólksins, um greiðslu viðbótarlauna til starfsmanna ríkisins. Þar kemur einnig fram að mikla fjölgun þeirra sem hefur síðustu ár þegið slíkar greiðslur megi rekja til mönnunarvanda og álags sem skapaðist í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins.Alls hafa verið greiddir síðustu fjögur árin um 4,5 milljarðar í viðbótarlaun á grundvelli stofnanasamninga. Af þeim hafa um 3,5 þeirra verið greiddir til starfsmanna á Landspítalanum. Árið 2020 voru greiddar 395 milljónir, þar af 149 til Landspítalans. Árið 2021 voru greiddar 236 milljónir alls og ekkert til starfsmanna Landspítalans. Árið 2022 voru greiddir 2,4 milljarðar og þar af 2,2 til Landspítalans. Í fyrra voru svo alls greiddir 1,4 milljarðar og þar af 1,2 til starfsmanna Landspítalans. Í svari ráðherra kemur einnig fram hversu margar kennitölur eru að baki þessara greiðslna en árið 2020 fengu 2.574 greiðslu vegna viðbótarlauna, 1.165 árið 2021 og svo um fimm þúsund í fyrra og árið áður, 2022. Mismikið greitt Ef tekið er dæmi um árið 2020 er um 149 milljónir að ræða sem fóru til 1.191 einstaklinga. Að meðaltali væri það þá um 125 þúsund krónur á hvern einstakling. Árið 2022 fengu 4.184 einstaklingar viðbótargreiðslur sem væru þá um hálf milljón að meðaltali ef upphæðinni er deilt jafnt á alla. Það var alls ekki gert þannig því fram kemur í svarinu að samkvæmt upplýsingum úr launakerfi ríkisins hafi hæsta greiðsla til starfsmanns sem telst til viðbótarlauna numið samtals 9.743.550 kr. á launategundinni „viðbótarlaun á grundvelli stofnanasamninga“ og hafi verið greidd árið 2022 á Landspítalanum. Greidd eru viðbótarlaun vegna álags. Vísir/Vilhelm Mikið hefur verið fjallað um svokallaðar viðbótargreiðslur síðustu mánuði eftir að greint var frá slíkum greiðslum til starfsmanna Skattsins. Tilkynnt var í síðasta mánuði að hætt yrði að greiða bónurgreiðslur til starfsmanna þar. Tvö ný launaþrep taka við af bónusgreiðslum Fram kemur í svari ráðherra að greiðslurnar hafi takmarkast af tveimur prósentum af launasummu starfsfólks Skattsins sem tilheyrði stéttarfélögum BHM og að fjórðungur þeirra hafi getað fengið greiðslu í hvert og eitt skipti. Greiðslurnar hafi verið framkvæmdar tvisvar á ári og hafi numið hálfri milljón. Allir fengu sömu greiðslu. Eftir að kerfið var lagt af var gerð breyting á stofnanasamningi og var tveimur launaþrepum bætt við í stað þessara viðbótarlauna, annars vegar bætist við launaþrep eftir þrjú ár í starfi og hins vegar launaþrep eftir fimm ár í starfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Bónusar hjá Skattinum „skelfilegt fordæmi“ Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, segir bónuskerfi Skattsins siðlaust og spillt. Starfsfólk Skattsins væri opinberir eftirlitsaðilar og ætti að gæta að hlutleysi. Því væri stefnt í hættu með bónusunum. Skatturinn greiddi 260 milljónir í bónusa á síðustu fjórum árum. 30. janúar 2024 09:56 Siðlausar bónusgreiðslur Skattsins Það er með öllu siðlaust að starfsmenn Skattsins skuli fá greiddan bónus, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hvað þá að slíkur bónus byggist á markmiðum um endurálagningu á einstaka skattgreiðendur (einstaklinga og lögaðila) og þá líklega álagi sem lagt er ofan á slíkar greiðslur. 24. janúar 2024 19:07 Landspítalinn hefur greitt starfsmönnum 213 milljónir króna fyrir að nota hlífðarfatnað Kostnaður Landspítala vegna viðbótarlauna til handa heilbrigðisstarfsmönnum vegna notkunar hlífðarbúnaðar námu 213,5 milljónum króna með launatengdum gjöldum á tímabilinu 1. nóvember 2021 til 31. janúar 2022. 21. mars 2022 08:18 Læknar vilja viðbótargreiðslur í samræmi við álag Læknar vilja breytinga á kjarasamningum og leggja til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag. Mikið hafi mætt á heilbrigðisstarfsfólki í kórónuveirufaraldrinum og læknar segja eðlilegt að hluti þeirra fjármuna sem fallið hafa til samfélagsins í faraldrinum fari einnig til heilbrigðisstarsfólks. 12. janúar 2022 19:02 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Bónusar hjá Skattinum „skelfilegt fordæmi“ Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, segir bónuskerfi Skattsins siðlaust og spillt. Starfsfólk Skattsins væri opinberir eftirlitsaðilar og ætti að gæta að hlutleysi. Því væri stefnt í hættu með bónusunum. Skatturinn greiddi 260 milljónir í bónusa á síðustu fjórum árum. 30. janúar 2024 09:56
Siðlausar bónusgreiðslur Skattsins Það er með öllu siðlaust að starfsmenn Skattsins skuli fá greiddan bónus, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hvað þá að slíkur bónus byggist á markmiðum um endurálagningu á einstaka skattgreiðendur (einstaklinga og lögaðila) og þá líklega álagi sem lagt er ofan á slíkar greiðslur. 24. janúar 2024 19:07
Landspítalinn hefur greitt starfsmönnum 213 milljónir króna fyrir að nota hlífðarfatnað Kostnaður Landspítala vegna viðbótarlauna til handa heilbrigðisstarfsmönnum vegna notkunar hlífðarbúnaðar námu 213,5 milljónum króna með launatengdum gjöldum á tímabilinu 1. nóvember 2021 til 31. janúar 2022. 21. mars 2022 08:18
Læknar vilja viðbótargreiðslur í samræmi við álag Læknar vilja breytinga á kjarasamningum og leggja til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag. Mikið hafi mætt á heilbrigðisstarfsfólki í kórónuveirufaraldrinum og læknar segja eðlilegt að hluti þeirra fjármuna sem fallið hafa til samfélagsins í faraldrinum fari einnig til heilbrigðisstarsfólks. 12. janúar 2022 19:02