Umfjöllun og viðtöl: Aron skaut Blikum í úrslitaleikinn Árni Gísli Magnússon skrifar 14. mars 2024 18:30 Aron Bjarnason var hetja Blika í kvöld. Breiðablik Leikurinn bauð upp á fjölmörg færi á báða bága en datt Blikamegin eftir sigurmark frá Aroni Bjarnasyni þegar komið var fram á sjöundu mínútu uppbótartíma. Þórsarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og miðvörður Þórs, Bjarki Þór Viðarsson, var óheppinn að koma heimamönnum ekki yfir strax á annarri mínútu þegar hann skallaði boltann yfir einn og óvaldaður í teig gestanna eftir hornspyrnu. Eftir tæpar tíu mínútur urðu mistök í uppspili Blika og endaði Fannar Daði með boltann við vítateiginn með markið nokkuð opið en skot hans fór yfir. Þórsarar voru algjörlega óhræddir og pressuðu Besta deildar liðið hátt á vellinum og gerðu þeim erfitt fyrir í uppspili sínu og voru einnig óhræddir að spila frá eigin marki sem gekk með ágætum þrátt fyrir pressu Blika.Benjamin Stokke fékk fínt færi eftir skyndisókn en varnarmaður Þórs renndi sér fyrir skot hans sem og Viktors Karls sem fékk frákastið. Á 36. mínútu átti Árni Elvar vonda sendingu til baka beint í lappirnar á Aroni Bjarnasyni sem komst einn á einn gegn Aroni Birki í markinu sem varði vel frá honum og staðan áfram markalaus. Síðari hálfleikur var skemmtilegur áhorfs líkt og sá fyrri og þá færðist einnig meiri harka í leikinn. Ingimar Arnar Kristjánsson, framherji Þórs, og Damir Muminovic miðvörður Blika þurftu að kljást mikið og braut Damir nokkuð illa á Ingimari í eitt skiptið og sauð aðeins upp úr inni á vellinum í kjölfarið en Damir slapp með gult spjald. Um miðjan síðari hálfleik fengu liðin bæði góð færi. Ingimar Arnar skaut yfir úr kjörstöðu eftir góða pressu og Eyþór Wöhler skaut fram hjá eftir að hafa sloppið í gegn með varnarmann Þórsara nartandi í hælana á sér.Þegar innan við fimm mínútur lifðu leiks mistókts títtnefndum Ingimari að koma Þór í forystu þegar hann komst einn á móti Antoni Ara eftir frábæran undirbúning Vilhelms Ottó. Þá var Eyþór Wöhler óheppinn að skora ekki sigumark leiksins í uppbótartíma þegar hann slapp inn fyrir. Allt stefndi í vítaspyrnukeppni þangað til á sjöundu mínútu uppbótartímans þegar Viktor Karl sendi boltann hárfínt inn fyrir vörnina þar sem Aron Bjarnason kom á fleygiferð og lyfti boltanum smekklega yfir Aron Birki í markinu og tryggði Blikum dramatískan sigur og um leið sæti í úrslitum Lengjubikarsins en Þórsarar sitja eftir með sárt ennið. Af hverju vann Breiðablik? Aron Bjarnason nýtti færið sitt á lokaandartökum leiksins en Þórsarar geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki klárað neitt af sínum færum fyrr í leiknum sem voru þónokkur. Blikar geta spilað mun betur og vita það best sjálfir. Hverjir stóðu upp úr? Framherjinn ungi, Ingimar Arnar Kristjánsson, kom sér í nokkur góð færi í dag og hefði átt að nýta allavega eitt þeirra. Frábær vinnsla í honum sem skilar sér á svo mörgum stöðum. Varnarlína Þórs á hrós skilið í heild sinni með þá Bjarka Þór Viðarsson og Elmar Þór Jónsson í fararbroddi. Hjá Blikum var Viktor Karl mikið í boltanum og kemst vel frá sínu. Aroni Bjarnasyni tókst svo að gera það sem öllum öðrum hafði mistekist í yfir 90 mínútur, að skora mark, og það skilur á milli á endanum. Hvað gekk illa? Uppspil Blika gekk ekki vel enda gerðu Þórsarar mjög vel í að pressa þá hátt uppi á vellinum.Það gekk illa hjá báðum liðum að nýta færin sín í þessum leik sem voru ekki af skornum skammti. Sigurður Höskuldssonvísir/tjörvi týr Sigurður Heiðar: „Sjaldan liðið eins vel eftir tapleik“ Breiðablik er komið í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir eins marks sigur á Þór í Boganum á Akureyri í dag. Sigurmarkið kom ekki fyrr en á sjöundu mínútu uppbótartíma og var þar Aron Bjarnason að verki. Þór, sem spilar í Lengjudeildinni, gaf Blikum engan afslátt og fengu fjöldann allan af góðum marktækifærum sem fóru í súginn. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, var virkilega ánægður með spilamennsku liðsins í dag. „Tilfinningarnar eru þannig að mér hefur sjaldan liðið eins vel eftir tapleik þannig eins og ég sagði við strákana inni í klefa að mér fannst fílingurinn eftir leik að við höfum unnið þetta þrjú, fjögur núll. Frammistaðan frábær, mikill kraftur í okkur, mér fannst við ofan á nánast allan leikinn þannig jú grátlegt en einhvern veginn svekkjandi að detta út. Mér líður bara þannig að við hefðum bara unnið þetta mót ef við hefðum troðið inn einu marki úr þessum færum sem við fengum þannig líður vel þar sem við lítum út fyrir að vera á mjög góðum stað eins og staðan er núna en við þurfum að gera enn þá meira.“ Þórsliðið mætti efstu deildarliði Breiðabliks af fullum krafti og pressaði hátt uppi á vellinum og spiluðu vel út frá eigin marki. „Vorum náttúrulega bara að bíða eftir svona liði til að koma hérna til að sýna hvert við erum komnir að einhverju leyti og mér fannst við góðir í leiknum frá A til Ö nema bara að koma boltanum inn í markið.“ „Við erum að vinna í því að vera betra lið og þetta er það sem við erum búnir að vera gera í vetur og erum á góðum stað núna en við viljum vera enn þá betri, enn þá sterkari og geta hlaupið meira þannig þetta er svona einhver smjörþefur af því“, bætti Sigurður við aðspurður hvort þessi týpa af fótbolta yrði spiluð í þorpinu í sumar. Halldór ÁrnasonVísir / Hulda Margrét „Við eigum mikið inni“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var nokkuð sáttur eftir að lið hans tryggði sig í úrslit Lengjubikarsins eftir sigur gegn Þór með marki á lokaandartökum leiksins. „Ágætur leikur. Vorum smá stund í fyrri hálfleik svona að ná taktinum á vellinum og venjast vellinum svo fannst mér við hafa fína stjórn og fáum færi og sénsa til að koma okkur í góða stöðu í fyrri hálfleik og svona leið ágætlega með það í hálfleik. Ætluðum að skerpa á ákveðnum hlutum en það sannarlega gekk ekki eftir því við komum flatir inni í seinni hálfleikinn og þeir með mikil læti og við af einhverjum ástæðum fórum að spila þeirra leik, svona transition leik, mikið af löngum boltum sem þeir eru virkilega sterkir og góðir í þannig kannski ósáttur með það en ánægður að hafa klárað þetta og tryggt okkur sigur.“ Þórsarar trufluðu uppspil Blika með hárri pressu sem virkaði vel. Kom Þórsliðið Halldóri á óvart með leik sínum í dag? „Nei. Við höfum séð þá spila og þetta er nákvæmlega stíllinn þeirra. Mér fannst við meira valda okkur vandræðum þegar við vorum að sparka löngum boltum upp, tapa fyrsta, þeir vinna seinni, og svo sækja hratt á okkur miklu frekar en í uppspilinu sjálfu. Mér fannst við hafa mikla og góða stjórn á því í fyrri hálfleik. Oliver Sigurjóns kom með smá ró þegar hann kemur inn og mér fannst við aftur ná stjórn á leiknum þá. Svo förum við aftur í þessa löngu bolta sem hefur aldrei verið uppleggið og eitthvað sem við þurfum að skoða því það er ekki okkar styrkur.“ Getur Breiðablik bætt sig mikið fram að upphafi Bestu deildarinnar? „Já, klárt mál. Við erum búnir að spila örfáa leiki í langan tíma og notuðum fyrstu leikina í að gera margar skiptingar, mikið af hálfleiksskiptingum og annað, þannig menn eru aðeins að finan taktinn og það voru fínt móment í þessum leik og margt sem við getum gert betur. Klárt mál að við munum skoða þennan leik og við eigum mikið inni.“ Aðstaða til knattspyrnuiðkunar í Boganum hefur verið mikið í umræðunni eftir að bæði Stjarnan og KR mætti með ungt lið norður til að spila við Þór í Lengjubikarnum en talið er að liðin hafi ekki viljað spila á sínu sterkasta liði vegna meiðslahættu í húsinu. Breiðablik mætti þó með sterkt lið norður. Hvernig fannst Halldóri ganga að spila í Boganum í dag? „Bara fínt, hann var náttúrulega rennandi blautur völlurinn þannig það var nú kannski ekki hætta að menn væru að festast eða svoleiðis en það er svona eins og að vinna í Víkingalottóinu að giska hvert boltinn skoppar þegar hann lendir í grasinu. Menn augljóslega bara treystu ekki vellinum svona undir lokin sérstaklega, hvorugt liðið, erfitt að reikna boltann en hann var bara blautur og fínn og ég held að allir hafi gert það sem þeir gátu. Ég held að þessi meiðsli hafi meira verið vegna snertinga heldur en völlurinn, eða ég vona það allavega, nei nei ekkert út á það að setja. Það eru verri vellir en Boginn til.“ Jason Daði Svanþórsson og Höskuldur Gunnlaugsson voru meðal fjarverandi leikmanna í dag. „Það vantaði nokkra leikmenn í dag og þar á meðal Jason og Höskuld. Þeir hafa verið að glíma við meiðsli og eru að koma sér af stað. Við erum að fara í æfingarferð núna á laugardaginn og planið með þá og fleiri var að hafa menn klára fyrir þá ferð þannig við vildum ekki spila þeim í dag og Jason, Höskuldur, Patrik (Johansen), Kristófer Ingi og Alexander Helgi voru ekki með þannig það eru fullt af mönnum sem við eigum inni enn þá sem er jákvætt. Mikil og fín breidd í þessum hóp.“ Lengjubikar karla Breiðablik Þór Akureyri
Leikurinn bauð upp á fjölmörg færi á báða bága en datt Blikamegin eftir sigurmark frá Aroni Bjarnasyni þegar komið var fram á sjöundu mínútu uppbótartíma. Þórsarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og miðvörður Þórs, Bjarki Þór Viðarsson, var óheppinn að koma heimamönnum ekki yfir strax á annarri mínútu þegar hann skallaði boltann yfir einn og óvaldaður í teig gestanna eftir hornspyrnu. Eftir tæpar tíu mínútur urðu mistök í uppspili Blika og endaði Fannar Daði með boltann við vítateiginn með markið nokkuð opið en skot hans fór yfir. Þórsarar voru algjörlega óhræddir og pressuðu Besta deildar liðið hátt á vellinum og gerðu þeim erfitt fyrir í uppspili sínu og voru einnig óhræddir að spila frá eigin marki sem gekk með ágætum þrátt fyrir pressu Blika.Benjamin Stokke fékk fínt færi eftir skyndisókn en varnarmaður Þórs renndi sér fyrir skot hans sem og Viktors Karls sem fékk frákastið. Á 36. mínútu átti Árni Elvar vonda sendingu til baka beint í lappirnar á Aroni Bjarnasyni sem komst einn á einn gegn Aroni Birki í markinu sem varði vel frá honum og staðan áfram markalaus. Síðari hálfleikur var skemmtilegur áhorfs líkt og sá fyrri og þá færðist einnig meiri harka í leikinn. Ingimar Arnar Kristjánsson, framherji Þórs, og Damir Muminovic miðvörður Blika þurftu að kljást mikið og braut Damir nokkuð illa á Ingimari í eitt skiptið og sauð aðeins upp úr inni á vellinum í kjölfarið en Damir slapp með gult spjald. Um miðjan síðari hálfleik fengu liðin bæði góð færi. Ingimar Arnar skaut yfir úr kjörstöðu eftir góða pressu og Eyþór Wöhler skaut fram hjá eftir að hafa sloppið í gegn með varnarmann Þórsara nartandi í hælana á sér.Þegar innan við fimm mínútur lifðu leiks mistókts títtnefndum Ingimari að koma Þór í forystu þegar hann komst einn á móti Antoni Ara eftir frábæran undirbúning Vilhelms Ottó. Þá var Eyþór Wöhler óheppinn að skora ekki sigumark leiksins í uppbótartíma þegar hann slapp inn fyrir. Allt stefndi í vítaspyrnukeppni þangað til á sjöundu mínútu uppbótartímans þegar Viktor Karl sendi boltann hárfínt inn fyrir vörnina þar sem Aron Bjarnason kom á fleygiferð og lyfti boltanum smekklega yfir Aron Birki í markinu og tryggði Blikum dramatískan sigur og um leið sæti í úrslitum Lengjubikarsins en Þórsarar sitja eftir með sárt ennið. Af hverju vann Breiðablik? Aron Bjarnason nýtti færið sitt á lokaandartökum leiksins en Þórsarar geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki klárað neitt af sínum færum fyrr í leiknum sem voru þónokkur. Blikar geta spilað mun betur og vita það best sjálfir. Hverjir stóðu upp úr? Framherjinn ungi, Ingimar Arnar Kristjánsson, kom sér í nokkur góð færi í dag og hefði átt að nýta allavega eitt þeirra. Frábær vinnsla í honum sem skilar sér á svo mörgum stöðum. Varnarlína Þórs á hrós skilið í heild sinni með þá Bjarka Þór Viðarsson og Elmar Þór Jónsson í fararbroddi. Hjá Blikum var Viktor Karl mikið í boltanum og kemst vel frá sínu. Aroni Bjarnasyni tókst svo að gera það sem öllum öðrum hafði mistekist í yfir 90 mínútur, að skora mark, og það skilur á milli á endanum. Hvað gekk illa? Uppspil Blika gekk ekki vel enda gerðu Þórsarar mjög vel í að pressa þá hátt uppi á vellinum.Það gekk illa hjá báðum liðum að nýta færin sín í þessum leik sem voru ekki af skornum skammti. Sigurður Höskuldssonvísir/tjörvi týr Sigurður Heiðar: „Sjaldan liðið eins vel eftir tapleik“ Breiðablik er komið í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir eins marks sigur á Þór í Boganum á Akureyri í dag. Sigurmarkið kom ekki fyrr en á sjöundu mínútu uppbótartíma og var þar Aron Bjarnason að verki. Þór, sem spilar í Lengjudeildinni, gaf Blikum engan afslátt og fengu fjöldann allan af góðum marktækifærum sem fóru í súginn. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, var virkilega ánægður með spilamennsku liðsins í dag. „Tilfinningarnar eru þannig að mér hefur sjaldan liðið eins vel eftir tapleik þannig eins og ég sagði við strákana inni í klefa að mér fannst fílingurinn eftir leik að við höfum unnið þetta þrjú, fjögur núll. Frammistaðan frábær, mikill kraftur í okkur, mér fannst við ofan á nánast allan leikinn þannig jú grátlegt en einhvern veginn svekkjandi að detta út. Mér líður bara þannig að við hefðum bara unnið þetta mót ef við hefðum troðið inn einu marki úr þessum færum sem við fengum þannig líður vel þar sem við lítum út fyrir að vera á mjög góðum stað eins og staðan er núna en við þurfum að gera enn þá meira.“ Þórsliðið mætti efstu deildarliði Breiðabliks af fullum krafti og pressaði hátt uppi á vellinum og spiluðu vel út frá eigin marki. „Vorum náttúrulega bara að bíða eftir svona liði til að koma hérna til að sýna hvert við erum komnir að einhverju leyti og mér fannst við góðir í leiknum frá A til Ö nema bara að koma boltanum inn í markið.“ „Við erum að vinna í því að vera betra lið og þetta er það sem við erum búnir að vera gera í vetur og erum á góðum stað núna en við viljum vera enn þá betri, enn þá sterkari og geta hlaupið meira þannig þetta er svona einhver smjörþefur af því“, bætti Sigurður við aðspurður hvort þessi týpa af fótbolta yrði spiluð í þorpinu í sumar. Halldór ÁrnasonVísir / Hulda Margrét „Við eigum mikið inni“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var nokkuð sáttur eftir að lið hans tryggði sig í úrslit Lengjubikarsins eftir sigur gegn Þór með marki á lokaandartökum leiksins. „Ágætur leikur. Vorum smá stund í fyrri hálfleik svona að ná taktinum á vellinum og venjast vellinum svo fannst mér við hafa fína stjórn og fáum færi og sénsa til að koma okkur í góða stöðu í fyrri hálfleik og svona leið ágætlega með það í hálfleik. Ætluðum að skerpa á ákveðnum hlutum en það sannarlega gekk ekki eftir því við komum flatir inni í seinni hálfleikinn og þeir með mikil læti og við af einhverjum ástæðum fórum að spila þeirra leik, svona transition leik, mikið af löngum boltum sem þeir eru virkilega sterkir og góðir í þannig kannski ósáttur með það en ánægður að hafa klárað þetta og tryggt okkur sigur.“ Þórsarar trufluðu uppspil Blika með hárri pressu sem virkaði vel. Kom Þórsliðið Halldóri á óvart með leik sínum í dag? „Nei. Við höfum séð þá spila og þetta er nákvæmlega stíllinn þeirra. Mér fannst við meira valda okkur vandræðum þegar við vorum að sparka löngum boltum upp, tapa fyrsta, þeir vinna seinni, og svo sækja hratt á okkur miklu frekar en í uppspilinu sjálfu. Mér fannst við hafa mikla og góða stjórn á því í fyrri hálfleik. Oliver Sigurjóns kom með smá ró þegar hann kemur inn og mér fannst við aftur ná stjórn á leiknum þá. Svo förum við aftur í þessa löngu bolta sem hefur aldrei verið uppleggið og eitthvað sem við þurfum að skoða því það er ekki okkar styrkur.“ Getur Breiðablik bætt sig mikið fram að upphafi Bestu deildarinnar? „Já, klárt mál. Við erum búnir að spila örfáa leiki í langan tíma og notuðum fyrstu leikina í að gera margar skiptingar, mikið af hálfleiksskiptingum og annað, þannig menn eru aðeins að finan taktinn og það voru fínt móment í þessum leik og margt sem við getum gert betur. Klárt mál að við munum skoða þennan leik og við eigum mikið inni.“ Aðstaða til knattspyrnuiðkunar í Boganum hefur verið mikið í umræðunni eftir að bæði Stjarnan og KR mætti með ungt lið norður til að spila við Þór í Lengjubikarnum en talið er að liðin hafi ekki viljað spila á sínu sterkasta liði vegna meiðslahættu í húsinu. Breiðablik mætti þó með sterkt lið norður. Hvernig fannst Halldóri ganga að spila í Boganum í dag? „Bara fínt, hann var náttúrulega rennandi blautur völlurinn þannig það var nú kannski ekki hætta að menn væru að festast eða svoleiðis en það er svona eins og að vinna í Víkingalottóinu að giska hvert boltinn skoppar þegar hann lendir í grasinu. Menn augljóslega bara treystu ekki vellinum svona undir lokin sérstaklega, hvorugt liðið, erfitt að reikna boltann en hann var bara blautur og fínn og ég held að allir hafi gert það sem þeir gátu. Ég held að þessi meiðsli hafi meira verið vegna snertinga heldur en völlurinn, eða ég vona það allavega, nei nei ekkert út á það að setja. Það eru verri vellir en Boginn til.“ Jason Daði Svanþórsson og Höskuldur Gunnlaugsson voru meðal fjarverandi leikmanna í dag. „Það vantaði nokkra leikmenn í dag og þar á meðal Jason og Höskuld. Þeir hafa verið að glíma við meiðsli og eru að koma sér af stað. Við erum að fara í æfingarferð núna á laugardaginn og planið með þá og fleiri var að hafa menn klára fyrir þá ferð þannig við vildum ekki spila þeim í dag og Jason, Höskuldur, Patrik (Johansen), Kristófer Ingi og Alexander Helgi voru ekki með þannig það eru fullt af mönnum sem við eigum inni enn þá sem er jákvætt. Mikil og fín breidd í þessum hóp.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti