
Lengjubikar karla

„Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“
Valur vann í dag Fylki 3-2 í úrslitaleik Lengjubikarsins og hafa því lyft fyrsta titil sumarsins. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður með úrslitin.

Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn
Valur varð í dag Lengjubikarmeistari karla eftir 2-3 sigur á Fylki á Würth vellinum í Árbænum í dag. Fylkismenn komust í 2-0 en Valsmenn sneru dæminu sér í vil.

Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn
Valur lenti 2-0 undir gegn Fylki í úrslitaleik Lengjubikars karla í fótbolta en kom til baka og vann 2-3 sigur í Árbænum.

Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni
Það var heldur betur dramatík á Hlíðarenda þegar Valur tryggði sér sæti í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu með sigri á ÍR eftir vítaspyrnukeppni. Valsmenn voru manni færri í klukkustund eftir að markvörðurinn Ögmundur Kristinsson fékk beint rautt spjald.

Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin
Eyþór Aron Wöhler skoraði sigurmarkið þegar Fylkir komst í kvöld í úrslitaleik Lengjubikars karla í fótbolta.

Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu
Stjörnumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson getur þakkað fyrir það að fá bara tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu sína í leik Stjörnunnar og KR í Lengjubikarnum á dögunum.

Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur beðið Gabríel Hrannar Eyjólfsson, leikmann KR, afsökunar á tæklingu gærdagsins sem hefur vakið töluverða athygli. Þetta staðfestir þjálfari KR.

Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR
KR-ingar tryggðu sér í dag endanlega sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í fótbolta, með 3-1 sigri á Stjörnunni í fjörugum leik í Garðabæ þar sem rauða spjaldið fór á loft í fyrri hálfleik. KR mætir Fylki í undanúrslitunum.

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Bestu deildar liðs Stjörnunnar, fékk að líta rauða spjaldið fyrir glórulausa tæklingu í leik liðsins gegn KR í Lengjubikarnum í fótbolta sem nú stendur yfir.

Níu mörk þegar KR vann ÍBV
Ekki vantaði mörkin þegar KR sigraði ÍBV í riðli 4 í Lengjubikar karla í fótbolta í dag. Lokatölur 6-3, KR-ingum í vil.

Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika
Fylkir tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í fótbolta eftir sigur á Njarðvík á heimavelli sínum.

Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit
Patrick Pedersen skoraði bæði mörk Vals í 1-2 sigri á Vestra í riðli 1 í Lengjubikar karla í fótbolta í dag.

Valsmenn settu sex gegn Grindavík
Valur fór létt með Grindavík í fjórðu umferð Lengjubikarsins og vann 6-0 sigur á Hlíðarenda.

Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna
Hinn nítján ára gamli Breki Baxter var hetja Eyjamanna í Lengjubikarnum í fótbolta í dag.

KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns
KR er áfram með fullt hús í Lengjubikar karla í fótbolta eftir 4-1 sigur á Selfossi á KR-vellinum í dag.

Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika
Beiðablik vann stórsigur á Völsungi þegar liðin mættust í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag. Blikar eru nú á toppi síns riðils eftir fjórar umferðir.

Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði
Vestri vann sigur á Fjölni í Lengjubikar karla í dag. Þá gerðu Njarðvíkingar góða ferð á heimavöll Framara í Úlfarsárdal.

Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum
Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fór fram í dag. Það voru samþykktar nokkrar breytingar á lögum sambandsins.

ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Eftir að hafa steinlegið gegn Aftureldingu fyrir viku síðan, í leik sem endaði 6-3, unnu FH-ingar öruggan 3-0 sigur gegn HK í Kórnum í kvöld, í Lengjubikar karla í fótbolta. Afturelding tapaði hins vegar 3-1 fyrir ÍR-ingum sem halda áfram að gera góða hluti í keppninni.

Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum
Íslandsmeistarar Breiðabliks sýndu styrk sinn á Akureyri í dag þegar þeir rúlluðu yfir KA-menn, 5-0, í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta. Mörkin má nú sjá á Vísi.

Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi
ÍA og Valur gerðu 1-1 jafntefli í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta í Akraneshöllinni í dag.

Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni
Afturelding vann 6-3 sigur á FH í Lengjubikar karla í fótbolta í kvöld en nýliðarnir komust í 6-0 í leiknum.

„Púsluspilið gekk ekki upp“
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, segir lið hans ekki hafa haft annan kost en að segja sig úr Lengjubikar karla í fótbolta vegna anna þess í Sambandsdeild Evrópu. Leikirnir hafi einfaldlega ekki komist fyrir.

Víkingar hættir í Lengjubikarnum
Víkingur Reykjavík hefur kosið að draga lið sitt úr keppni í Lengjubikar karla í fótbolta, eftir að hafa spilað einn leik í keppninni.

Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld
Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrjú mörk fyrir Stjörnuna í kvöld þegar liðið vann 6-0 stórsigur á Selfossi í Lengjubikar karla en leikurinn fór fram á JÁVERK-vellinum á Selfossi.

Tvær þrennur í níu marka stórsigri
Þór/KA vann 9-0 stórsigur gegn Tindastóli í fyrstu umferð Lengjubikars kvenna. KA sótti 0-1 sigur til Njarðvíkur í annarri umferð Lengjubikars karla.

Hrannar með þrennu gegn Þór
Sex leikir fóru fram síðdegis í Lengjubikarskeppnum karla og kvenna.

Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum
Tveir leikir í Lengjubikar karla voru sýndir á Stöð 2 Sport í dag. Mörkin úr þeim má finna hér fyrir neðan. Fjögur mörk voru skoruð á Akranesi og fimm í Garðabænum.

Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni
Lengjubikar karla og kvenna er farin af stað og í dag er fjórum leikjum lokið.

ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði
ÍR-ingar unnu Bestu deildar lið FH-inga í Lengjubikar karla í fótbolta í kvöld. Valskonur skoruðu sex mörk í Lengjubikar kvenna.