Fjárhagsleg heilsa í umslagi Jón Guðni Ómarsson skrifar 14. mars 2024 15:01 Í byrjun febrúarmánaðar fögnuðu Kínverjar nýju ári og þá er hefðin sú að gefa peningaseðla í gjöf. Eldra fólk gefur yngra og gift fólk gefur einhleypum, en hugsunin er fyrst og fremst sú að færa viðkomandi gæfu með umslaginu. Ég man að mér þótti þetta sérstök hefð þegar ég var námsmaður í Kína, enda var ekki mikið af peningaumslögum á lofti þegar við fjölskyldan borðuðum saman á gamlárskvöldi. Þó þetta hafi verið sjaldséð sjón á þeim tíma þá er hún það enn frekar í dag þegar seðlanotkun er á undanhaldi. Það er margt annað sem hefur breyst frá þeim tíma þegar ég var námsmaður. Umræða um peninga og fjárfestingar var ekki jafn opinská og hún er í dag og lítið um skemmtilegt efni um fjármál til að vekja áhuga hjá ungu fólki. Í dag sækist ungt fólk eftir upplýsingum um hvernig eigi að taka fyrstu skrefin í fjárfestingum og fleiri vilja skilja heim fjármála. Við sjáum þetta á útgáfu efnis um peninga og umræðum á samfélagsmiðlum, en sérstakir hópar sérhæfa sig í þessari umræðu. Þetta er mjög jákvæð þróun og sífellt fleiri sem vilja leggja áherslu á að auka fjármálalæsi og fræðast um fjármál á mannamáli. Á sama tíma hafa áhyggjur af fjárhagslegri heilsu hins vegar aukist samkvæmt kynslóðamælingu Prósents, miðað við sama tíma í fyrra. Þessar áhyggjur aukast hjá öllum kynslóðum en þó mest hjá Z kynslóðinni sem eru árgangar 1997 til 2008. Ef horft er í efnahagsaðstæður þá verður að telja það skiljanlegt þegar verðbólga hefur mælst há og greiðslubyrði lána þyngst með hækkun stýrivaxta. Við höfum þó ekki séð vanskil aukast en það er alveg ljóst að þrengt hefur að heimilum sem kemur skýrt fram í þessari könnun er snýr að fjárhagslegri heilsu. Fleiri velta fyrir sér hvort betra sé að vera með verðtryggð eða óverðtryggð lán, sérstaklega núna þegar fastir vextir eru að losna hjá stórum hóp og þörf er á upplýsingum áður en farið er í endurfjármögnun. Fólk sem er að ljúka starfsævinni veltir því fyrir sér hvernig sé best að haga lífeyri sínum og hafa fundirnir okkar um fjármál við starfslok verið best sóttu fundir bankans um langt skeið. Ungt fólk á leið í fæðingarorlof vill síðan njóta þess að fara í orlof án þess að fjárhagsáhyggjur séu efst í huga og eru í kringum 300 manns að sækja þá fundi rafrænt í hvert skipti. Önnur sem eru að fjárfesta á markaði reyna að sýna þolinmæði í erfiðu árferði og það er mitt mat að við þurfum að halda úti öflugri upplýsingagjöf sem aðstoðar jafnt þá viðskiptavini sem eru að taka sín fyrstu skref í fjárfestingum og sem og þau sem eru lengra komin. Við sjáum sem betur fer birta til á þessu ári með hjaðnandi verðbólgu og í síðustu viku voru stór tíðindi þegar fréttir bárust af kjarasamningum stórra hópa á vinnumarkaði. Árið 2024 verður því vonandi gott fjárhagslegt heilsuár. En sama hvað hæðum og lægðum líður á markaði þá er ljós nauðsyn þess að til séu upplýsingar og þjónusta sem grípur þá sem hafa áhuga á að læra meira og skilja fjármál betur. Við hjá Íslandsbanka höfum fundið verulega fyrir aukinni eftirspurn eftir einföldum upplýsingum og leggjum okkur fram um að veita slíkt í gegnum vef, samfélagsmiðla og á fræðslufundum þar sem færri komast að en vilja. Á síðasta ári mættu yfir 2.000 manns á fundi hjá okkur og það sem af er þessu ári hafa nú þegar um 1.000 manns sótt slíka fundi hjá okkur. Áhugasvið fólks er ólíkt og fjárhagsleg heilsa og aðstæður fólks misjafnar, en án efa þýðir fjárhagsleg heilsa í huga flestra að við viljum hafa yfirsýn yfir fjármálin og geta tekið upplýstar ákvarðanir. Rautt umslag er skemmtileg hefð, en áhugaverð og gagnleg fræðsla er nauðsynleg til að tryggja sem best að farið sé vel með aurana í umslaginu. Í því er fólgin mikil gæfa. Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í byrjun febrúarmánaðar fögnuðu Kínverjar nýju ári og þá er hefðin sú að gefa peningaseðla í gjöf. Eldra fólk gefur yngra og gift fólk gefur einhleypum, en hugsunin er fyrst og fremst sú að færa viðkomandi gæfu með umslaginu. Ég man að mér þótti þetta sérstök hefð þegar ég var námsmaður í Kína, enda var ekki mikið af peningaumslögum á lofti þegar við fjölskyldan borðuðum saman á gamlárskvöldi. Þó þetta hafi verið sjaldséð sjón á þeim tíma þá er hún það enn frekar í dag þegar seðlanotkun er á undanhaldi. Það er margt annað sem hefur breyst frá þeim tíma þegar ég var námsmaður. Umræða um peninga og fjárfestingar var ekki jafn opinská og hún er í dag og lítið um skemmtilegt efni um fjármál til að vekja áhuga hjá ungu fólki. Í dag sækist ungt fólk eftir upplýsingum um hvernig eigi að taka fyrstu skrefin í fjárfestingum og fleiri vilja skilja heim fjármála. Við sjáum þetta á útgáfu efnis um peninga og umræðum á samfélagsmiðlum, en sérstakir hópar sérhæfa sig í þessari umræðu. Þetta er mjög jákvæð þróun og sífellt fleiri sem vilja leggja áherslu á að auka fjármálalæsi og fræðast um fjármál á mannamáli. Á sama tíma hafa áhyggjur af fjárhagslegri heilsu hins vegar aukist samkvæmt kynslóðamælingu Prósents, miðað við sama tíma í fyrra. Þessar áhyggjur aukast hjá öllum kynslóðum en þó mest hjá Z kynslóðinni sem eru árgangar 1997 til 2008. Ef horft er í efnahagsaðstæður þá verður að telja það skiljanlegt þegar verðbólga hefur mælst há og greiðslubyrði lána þyngst með hækkun stýrivaxta. Við höfum þó ekki séð vanskil aukast en það er alveg ljóst að þrengt hefur að heimilum sem kemur skýrt fram í þessari könnun er snýr að fjárhagslegri heilsu. Fleiri velta fyrir sér hvort betra sé að vera með verðtryggð eða óverðtryggð lán, sérstaklega núna þegar fastir vextir eru að losna hjá stórum hóp og þörf er á upplýsingum áður en farið er í endurfjármögnun. Fólk sem er að ljúka starfsævinni veltir því fyrir sér hvernig sé best að haga lífeyri sínum og hafa fundirnir okkar um fjármál við starfslok verið best sóttu fundir bankans um langt skeið. Ungt fólk á leið í fæðingarorlof vill síðan njóta þess að fara í orlof án þess að fjárhagsáhyggjur séu efst í huga og eru í kringum 300 manns að sækja þá fundi rafrænt í hvert skipti. Önnur sem eru að fjárfesta á markaði reyna að sýna þolinmæði í erfiðu árferði og það er mitt mat að við þurfum að halda úti öflugri upplýsingagjöf sem aðstoðar jafnt þá viðskiptavini sem eru að taka sín fyrstu skref í fjárfestingum og sem og þau sem eru lengra komin. Við sjáum sem betur fer birta til á þessu ári með hjaðnandi verðbólgu og í síðustu viku voru stór tíðindi þegar fréttir bárust af kjarasamningum stórra hópa á vinnumarkaði. Árið 2024 verður því vonandi gott fjárhagslegt heilsuár. En sama hvað hæðum og lægðum líður á markaði þá er ljós nauðsyn þess að til séu upplýsingar og þjónusta sem grípur þá sem hafa áhuga á að læra meira og skilja fjármál betur. Við hjá Íslandsbanka höfum fundið verulega fyrir aukinni eftirspurn eftir einföldum upplýsingum og leggjum okkur fram um að veita slíkt í gegnum vef, samfélagsmiðla og á fræðslufundum þar sem færri komast að en vilja. Á síðasta ári mættu yfir 2.000 manns á fundi hjá okkur og það sem af er þessu ári hafa nú þegar um 1.000 manns sótt slíka fundi hjá okkur. Áhugasvið fólks er ólíkt og fjárhagsleg heilsa og aðstæður fólks misjafnar, en án efa þýðir fjárhagsleg heilsa í huga flestra að við viljum hafa yfirsýn yfir fjármálin og geta tekið upplýstar ákvarðanir. Rautt umslag er skemmtileg hefð, en áhugaverð og gagnleg fræðsla er nauðsynleg til að tryggja sem best að farið sé vel með aurana í umslaginu. Í því er fólgin mikil gæfa. Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar