Innlent

Árni Stefán fær 400 þúsund króna styrk

Jakob Bjarnar skrifar
Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að styrkja Árna Stefán um 400 þúsund krónur.
Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að styrkja Árna Stefán um 400 þúsund krónur.

Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að styrkja Árna Stefán Árnason dýralögfræðing um heilar fjögur hundruð þúsund krónur.

Um er að ræða sérstakan styrk frá Hafnarfjarðarbæ, nánar tiltekið er það bæjarminjavörður Hafnarfjarðarbæjar sem leggur fram tillögu og menningar- og ferðamálanefnd samþykkir að styrkja sex aðila um mismunandi upphæðir úr húsaverndunarsjóði.

Meðal styrkþega að þessu sinni er Árni Stefán sem fær 400 þúsund krónur. Árni Stefán hefur verið í fréttum að undanförnu vegna átaka við konu nokkra sem hann leigir. 

Hún heitir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, 62 ára öryrki, en hún sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi. Árni Stefán hafnar reyndar orðum Sigurbjargar sem hann segir ærumeiðandi. Hvað sem því líður þá hefur hann nú fjármagn til að ráðast í endurbætur.


Tengdar fréttir

„Ég er bara skíthrædd hérna“

Öryrki óttast um líf sitt þar sem hún segir leigusala ekki standa við loforð um framkvæmdir svo húsnæðið sem hún býr í geti verið mannsæmandi. Hún segir ástandið versna með hverjum deginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×