Fimm marka kvöld hjá West Ham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2024 19:49 Leikmenn West Ham fagna hér öðru marka Mohammed Kudus í kvöld. Getty/Justin Setterfield West Ham, AC Milan, Marseille og Benfica eru öll komin áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir seinni leik sína í sextán liða úrslitum í kvöld. West Ham og AC Milan unnu bæði örugga sigra, Marseille var næstum því búið að missa frá sér fjögurra marka forskot úr fyrri leiknum og Varsjáin dæmdi sigurmark Benfica gilt í Glasgow. West Ham vann 5-0 sigur á þýska liðinu Freiburg og þar með 5-1 samanlagt. West Ham var búið að snúa við 1-0 tapi úr fyrri leiknum við Freiburg strax í fyrri hálfleik. West Ham komst í 2-0 eftir mörk frá Lucas Paqueta á 9. mínútu og Jarrod Bowen á 32. mínútu. West Ham bætti síðan við þriðja markinu eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik þegar Bowen lagði upp mark fyrir Aaron Cresswell. Mohammed Kudus skoraði síðan fjórða markið á 77. mínútu og úrslitin voru endanlega ráðin. Kudus bætti síðan við fimmta markinu og öðru marki sínu á 85. mínútu eftir aðra stoðsendingu Bowen í leiknum. AC Milan vann 3-1 útisigur á Slavia Prag eftir að hafa verið komið í 3-0 í hálfleik. Tékkarnir misstu Tomas Holes af velli með rautt spjald á 20. mínútu ofan á það að hafa tapað fyrri leiknum 4-2. Christian Pulisic skoraði fyrsta markið á 33. mínútu, Ruben Loftus-Cheek skoraði annað markið á 36. mínútu og þriðja markið skoraði Rafael Leao í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Slavia Prag minnkaði muninn á 85. mínútu en komst ekki nær. Marseille tapaði 3-1 á móti Villarreal en lifði á úrslitunum úr fyrri leiknum. Marseille vann fyrri leikinn 4-0 og þurfti því ekki að hafa miklar áhyggjur á móti Villarreal. Spænska liðið vann leikinn með tveimur mörkum en þurfti miklu meira. Benfica sló Rangers út eftir 1-0 sigur í Skotlandi en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Rafa Silva kom Benfica í 1-0 á 66. mínútu en markið var fyrst dæmt af vegna rangstöðu. Varsjáin leiðrétti hins vegar þann dóm. Evrópudeild UEFA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Fleiri fréttir Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Sjá meira
West Ham og AC Milan unnu bæði örugga sigra, Marseille var næstum því búið að missa frá sér fjögurra marka forskot úr fyrri leiknum og Varsjáin dæmdi sigurmark Benfica gilt í Glasgow. West Ham vann 5-0 sigur á þýska liðinu Freiburg og þar með 5-1 samanlagt. West Ham var búið að snúa við 1-0 tapi úr fyrri leiknum við Freiburg strax í fyrri hálfleik. West Ham komst í 2-0 eftir mörk frá Lucas Paqueta á 9. mínútu og Jarrod Bowen á 32. mínútu. West Ham bætti síðan við þriðja markinu eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik þegar Bowen lagði upp mark fyrir Aaron Cresswell. Mohammed Kudus skoraði síðan fjórða markið á 77. mínútu og úrslitin voru endanlega ráðin. Kudus bætti síðan við fimmta markinu og öðru marki sínu á 85. mínútu eftir aðra stoðsendingu Bowen í leiknum. AC Milan vann 3-1 útisigur á Slavia Prag eftir að hafa verið komið í 3-0 í hálfleik. Tékkarnir misstu Tomas Holes af velli með rautt spjald á 20. mínútu ofan á það að hafa tapað fyrri leiknum 4-2. Christian Pulisic skoraði fyrsta markið á 33. mínútu, Ruben Loftus-Cheek skoraði annað markið á 36. mínútu og þriðja markið skoraði Rafael Leao í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Slavia Prag minnkaði muninn á 85. mínútu en komst ekki nær. Marseille tapaði 3-1 á móti Villarreal en lifði á úrslitunum úr fyrri leiknum. Marseille vann fyrri leikinn 4-0 og þurfti því ekki að hafa miklar áhyggjur á móti Villarreal. Spænska liðið vann leikinn með tveimur mörkum en þurfti miklu meira. Benfica sló Rangers út eftir 1-0 sigur í Skotlandi en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Rafa Silva kom Benfica í 1-0 á 66. mínútu en markið var fyrst dæmt af vegna rangstöðu. Varsjáin leiðrétti hins vegar þann dóm.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Fleiri fréttir Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti