Fimm marka kvöld hjá West Ham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2024 19:49 Leikmenn West Ham fagna hér öðru marka Mohammed Kudus í kvöld. Getty/Justin Setterfield West Ham, AC Milan, Marseille og Benfica eru öll komin áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir seinni leik sína í sextán liða úrslitum í kvöld. West Ham og AC Milan unnu bæði örugga sigra, Marseille var næstum því búið að missa frá sér fjögurra marka forskot úr fyrri leiknum og Varsjáin dæmdi sigurmark Benfica gilt í Glasgow. West Ham vann 5-0 sigur á þýska liðinu Freiburg og þar með 5-1 samanlagt. West Ham var búið að snúa við 1-0 tapi úr fyrri leiknum við Freiburg strax í fyrri hálfleik. West Ham komst í 2-0 eftir mörk frá Lucas Paqueta á 9. mínútu og Jarrod Bowen á 32. mínútu. West Ham bætti síðan við þriðja markinu eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik þegar Bowen lagði upp mark fyrir Aaron Cresswell. Mohammed Kudus skoraði síðan fjórða markið á 77. mínútu og úrslitin voru endanlega ráðin. Kudus bætti síðan við fimmta markinu og öðru marki sínu á 85. mínútu eftir aðra stoðsendingu Bowen í leiknum. AC Milan vann 3-1 útisigur á Slavia Prag eftir að hafa verið komið í 3-0 í hálfleik. Tékkarnir misstu Tomas Holes af velli með rautt spjald á 20. mínútu ofan á það að hafa tapað fyrri leiknum 4-2. Christian Pulisic skoraði fyrsta markið á 33. mínútu, Ruben Loftus-Cheek skoraði annað markið á 36. mínútu og þriðja markið skoraði Rafael Leao í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Slavia Prag minnkaði muninn á 85. mínútu en komst ekki nær. Marseille tapaði 3-1 á móti Villarreal en lifði á úrslitunum úr fyrri leiknum. Marseille vann fyrri leikinn 4-0 og þurfti því ekki að hafa miklar áhyggjur á móti Villarreal. Spænska liðið vann leikinn með tveimur mörkum en þurfti miklu meira. Benfica sló Rangers út eftir 1-0 sigur í Skotlandi en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Rafa Silva kom Benfica í 1-0 á 66. mínútu en markið var fyrst dæmt af vegna rangstöðu. Varsjáin leiðrétti hins vegar þann dóm. Evrópudeild UEFA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
West Ham og AC Milan unnu bæði örugga sigra, Marseille var næstum því búið að missa frá sér fjögurra marka forskot úr fyrri leiknum og Varsjáin dæmdi sigurmark Benfica gilt í Glasgow. West Ham vann 5-0 sigur á þýska liðinu Freiburg og þar með 5-1 samanlagt. West Ham var búið að snúa við 1-0 tapi úr fyrri leiknum við Freiburg strax í fyrri hálfleik. West Ham komst í 2-0 eftir mörk frá Lucas Paqueta á 9. mínútu og Jarrod Bowen á 32. mínútu. West Ham bætti síðan við þriðja markinu eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik þegar Bowen lagði upp mark fyrir Aaron Cresswell. Mohammed Kudus skoraði síðan fjórða markið á 77. mínútu og úrslitin voru endanlega ráðin. Kudus bætti síðan við fimmta markinu og öðru marki sínu á 85. mínútu eftir aðra stoðsendingu Bowen í leiknum. AC Milan vann 3-1 útisigur á Slavia Prag eftir að hafa verið komið í 3-0 í hálfleik. Tékkarnir misstu Tomas Holes af velli með rautt spjald á 20. mínútu ofan á það að hafa tapað fyrri leiknum 4-2. Christian Pulisic skoraði fyrsta markið á 33. mínútu, Ruben Loftus-Cheek skoraði annað markið á 36. mínútu og þriðja markið skoraði Rafael Leao í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Slavia Prag minnkaði muninn á 85. mínútu en komst ekki nær. Marseille tapaði 3-1 á móti Villarreal en lifði á úrslitunum úr fyrri leiknum. Marseille vann fyrri leikinn 4-0 og þurfti því ekki að hafa miklar áhyggjur á móti Villarreal. Spænska liðið vann leikinn með tveimur mörkum en þurfti miklu meira. Benfica sló Rangers út eftir 1-0 sigur í Skotlandi en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Rafa Silva kom Benfica í 1-0 á 66. mínútu en markið var fyrst dæmt af vegna rangstöðu. Varsjáin leiðrétti hins vegar þann dóm.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira