Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. mars 2024 09:00 Wok On blés út í eigu Kristjáns Ólafs og opnaði meðal annars útibú í Vík í Mýrdal. Öllum útibúum var lokað í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu 5. mars. Wok On Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. Kristján Ólafur er einn Íslendinga í hópi níu sakborninga í meintu mansalsmáli sem lögregla hefur nú til rannsóknar. Sex eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og voru þeir handteknir í umfangsmiklum lögregluaðgerðum fyrir rúmri viku. Lögregla gerði í þeim aðgerðum húsleit á 25 stöðum á landinu og lokaði veitingastöðum og gistiheimilum. Kristján Ólafur er stjúpsonur Sigurðar Leifssonar, hluthafa í World Class og bróður Björns framkvæmdastjóra. Kristján Ólafur var með nokkur útibú Wok On í Krónuverslunum, leigði þar rými, þangað til verslunarrisinn sleit samningum við keðjuna. Viðbragðsleysi Krónunnar hefur verið gagnrýnt en framkvæmdastjóri Krónunnar gaf ekki fimm aura fyrir þá gagnrýni í vikunni. Hún er tengdadóttir fyrrnefnds Sigurðar Leifssonar og tengist því Kristjáni Ólafi stofnanda og þáverandi eiganda Wok On fjölskylduböndum. Sigurður og Kristján hafa átt í töluverðum viðskiptum saman í lengri tíma eins og snert verður á síðar í greininni. Tengsl við meint mansal og skipulagða brotastarfsemi Davíð Viðarsson, áður Quang Lé, er grunaður höfuðpaur í málinu en hann hefur rekið veitingastaðina Pho Vietnam undanfarin ár. Fimm slíkir veitingastaðir eru nú á höfuðborgarsvæðinu. Auk Davíðs eru kærasta hans til margra ára, bróðir hans og mágkona í gæsluvarðhaldi. Þá er kona sem starfaði sem bókari fyrir Davíð í gæsluvarðhaldi auk föður hennar. Davíð er grunaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi í gegnum fyrirtæki sín Vy-þrif, Pho Vietnam og Wok On. Veitingastaða- og fasteignaveldi hans er umfangsmikið en skuldir líka miklar. Davíð komst fyrst í fréttirnar í október á síðasta ári þegar upp komst um ólöglegan matvælalager hans í Sóltúni í Reykjavík. Þegar fréttir voru sagðar af matvælalagernum í fjölmiðlum kom í ljós að Davíð átti 40 prósenta hlut í Wokon Mathöll ehf., sem starfrækti veitingastaðina á Höfða og í Hafnarfirði. Í kjölfarið sendi Kristján Ólafur Sigríðarson, meirihlutaeigandi í Wok On, frá sér yfirlýsingu og sagði Wok On ekki tengjast lagernum neitt. Þá hefði Davíð engin tengsl við veitingastaðina. Þann 16. janúar síðastliðinn urðu eigendaskipti hjá Wokon ehf. þegar Davíð tók við og Kristján Ólafur hætti. Davíð eignaðist þá einnig sjálfkrafa Wokon Mathöll ehf. Samkvæmt heimildum fréttastofu urðu eigendaskiptin þó nokkrum vikum fyrr, þó ekki hafi verið skrifað undir eigendaskiptin formlega fyrr en í janúar. Sá Wok On fyrir starfsfólki fyrir eigendaskiptin Samkvæmt heimildum fréttastofu felst mansalsangi málsins í því hvernig Davíð fékk starfsfólk til Íslands frá Víetnam um árabil. Davíð aðstoðaði fólkið við að fá atvinnu- og dvalarleyfi gegn því að fólkið greiddi honum sjö til átta milljónir króna. Þá var starfsfólkið látið greiða hluta launa sinna aftur til hans eftir að það hafði fengið útborgað, vann tólf til fjórtán tíma á dag, sex eða sjö daga vikunnar. Sjá einnig: Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Fólkið talar upp til hópa hvorki íslensku né ensku og stendur því höllum fæti. Þá hefur fólk sagt frá því að það hafi óttast að vera vísað aftur heim til Víetnam yrði því sagt upp störfum gegndi það ekki fyrirskipunum Davíðs. Samkvæmt heimildum fréttastofu sá Davíð Viðarsson Wok On fyrir starfsfólki sem gekk vaktir, sem brutu í bága við starfssamning þeirra og vinnulöggjöf. Eins og áður segir fullyrti Kristján Ólafur í yfirlýsingu í nóvember að Wok On hefði engin tengsl við ólöglega matvælalagerinn og Davíð hefði engin tengsl við Wok On, þó hann hafi þá átt 40 prósenta hlut í Wokon Mathöll ehf. Umfangsmikil skattsvik Kristján Ólafur var nokkrum vikum síðar dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umfangsmikil skattsvik, sem hann framdi sem stjórnandi og prókúruhafi MK Capital, sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Kristjáni var gert að greiða 87,4 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs, ellegar sitja inni í 360 daga. Kristján hefur á starfsævi sinni komið víða við. Hann ætlaði til að mynda að opna mathöll á Glerártorgi á Akureyri í sumar. Greint var frá því í vikunni að Eik fasteignafélagi, sem stendur að baki verkefninu, hafi ekki verið kunnugt um skattalagabrot Kristjáns og því slitið samstarfi við Kristján. Þetta er ekki eina mathöllin sem Kristján hefur stofnað. Kristján Ólafur var einn stofnenda mathallarinnar Borg29 í Borgartúni, var þar stjórnarformaður við stofnun 14. júlí 2020, framkvæmdastjóri og prókúruhafi. Á hluthafafundi 3. október sama ár lét Kristján Ólafur af störfum sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður. Tengist World Class veldinu fjölskylduböndum En spólum aðeins til baka. Kristján Ólafur stofnaði, ásamt Mími Guðvarðarsyni og Herði Harðarsyni, félagið MK Capital ehf. árið 2015. Kristján Ólafur var skráður stjórnarformaður fyrstu mánuðina en í september 2015 tók Mímir við formennsku. Kristján Ólafur var jafnframt framkvæmdastjóri félagsins. Í apríl 2016 var lögheimili félagsins fært í Borgartún 29, þar sem félagarnir opnuðu nýjan asískan veitingastað: Wok On. Í maí árið 2018 sagði Mímir sig úr stjórn félagsins og í júlí sama ár tók nýr varamaður við í stjórn. Sigurður Júlíus Leifsson, stjúpfaðir Kristjáns Ólafs og bróðir Björns Leifssonar eiganda World Class. Sigurður á 26,83 prósenta hlut í Laugum ehf., 26,8 prósenta hlut í Í toppformi ehf., og 30 prósenta hlut í Þrek kaffi ehf. á móti Birni og eiginkonu hans, Hafdísi Jónsdóttur. Félögin þrjú eiga og reka World Class stöðvarnar og allt í kringum þær. Í ágúst 2019 hafði Sigurður Júlíus keypt og tekið við sem framkvæmdastjóri og prókúruhafi félagsins AM - Main fasteignafélag ehf. Í október var búið að breyta nafni félagsins í Wokon ehf. og tók það við rekstri veitingastaðanna Wok On eftir að félagið MK Capital var úrskurðað gjaldþrota í árslok 2019. Sigurður Júlíus tengist viðskiptum Kristjáns Ólafs einnig þannig að félagið Wokon Mathöll ehf., sem er skráð eigandi Wok On veitingastaðanna og er í eigu Wokon ehf., sem er í eigu NQ fasteignafélags ehf., var áður í eigu Sigurðar. Sigurður stofnaði félagið í ársbyrjun 2018 undir nafninu SJ Eignir ehf. en eigendaskipti urðu í ársbyrjun 2019 þegar nafninu var breytt í Wokon Mathöll ehf. og Kristján Ólafur og Quang Lé, nú þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson, tóku við stjórn félagsins. Kristján Ólafur er enn þann dag í dag skráður prókúruhafi en Quang Lé er nú eigandi félagsins. Stofnaði fasteignafélag sem nú eru NQ fasteignir Í árslok 2016 stofnaði Kristján Ólafur, í félagi við tvo aðra, KSH fasteignir ehf. Stofnfundur félagsins var haldinn daginn áður, 13. desember, í Borgartúni 29 þar sem veitingastaður Kristjáns, Wok On, var til húsa. Hörður Harðarson, sem stofnaði MK Capital ehf. með Kristjáni Ólafi, kom inn í stjórn KSH fasteigna ehf. í janúar 2017, um mánuði eftir stofnun félagsins. Kristján Ólafur tengist fjölmörgum félögum.Vísir/Sara Það var svo í byrjun ágúst 2019 sem eigendaskipti urðu á KSH fasteignum. Quang Lé tók við sem eigandi félagsins og lögheimili þess var fært á Suðurlandsbraut 6, þar sem Quang rak veitingastaðinn Pho Vietnam. Tveimur árum síðar, í desember 2021, breyttist nafn KSH fasteigna ehf. í NQ fasteignir ehf. NQ fasteignir eru nú eigandi Wok On, og Davíð Viðarsson þar af leiðandi, auk þess sem Herkastalinn, við Kirkjustræti 2 í miðborg Reykjavíkur er í skráð eigu NQ fasteigna frá og með 22. ágúst 2022. Þá á félagið einnig húsnæði við Reykjavíkurveg 66 í Hafnarfirði þar sem veitingastaður Wok On var rekinn. Darko ehf. hluthafi í nokkrum félögum Umfangsmesta starfsemi Kristjáns Ólafs undanfarin ár hefur verið í gegnum félagið Darko ehf. Félagið var stofnað í júní 2020 af þeim Sigurði Júlíusi stjúpföður hans. Í september saman ár hurfu þeir tveir úr stjórn félagsins og hefur stjórnin tekið breytingum í þrígang síðan þá, síðast í nóvember 2022 þegar Kristján Ólafur tók aftur við sem stjórnarformaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi. Félagið er þó í 100 prósent eigu Isabellu Óskar Sigurðardóttur, hálfsystur Kristjáns Ólafs og dóttur Sigurðar Júlíusar. Kristján er framkvæmdastjóri félagsins og stjórnarformaður. Darko ehf. á hlut í nokkrum veitingastöðum og fasteignafélögum.Vísir/Sara Darko á hlut í fimm félögum: 50 prósent í KK Bygg ehf. þar sem hann er stjórnarformaður og prókúruhafi, 37,5 prósent í Brand Vín & Grill ehf. þar sem hann er prókúruhafi, 37,5 prósent í Bál Vín & Grill ehf. þar sem hann er meðstjórnandi og prókúruhafi, 37,5 prósent í Brand fasteignir ehf. þar sem hann er meðstjórnandi og prókúruhafi og 10 prósent í Pizza107 ehf. sem rekur nýlegan pítsustað í vesturbæ Reykjavíkur. Auk þessa er Kristján Ólafur skráður stjórnarformaður Veislutorgs ehf. en tilgangur félagsins er starfsemi mathalla og veitingarekstur. Þá er Kristján Ólafur eini stjórnarmaðurinn í stjórn Rekstrarfélags Borg29, sem var stofnað árið 2021, og prókúruhafi. Kristján er jafnframt varamaður í stjórn fasteignafélagsins K. Kröyer ehf. Framkvæmdastjóri félags sem á 360 milljóna veð í Herkastalanum Greint var frá því á mbl.is í gær að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett Herkastalann. Það hafi verið gert tveimur dögum eftir lögregluaðgerðir, þar sem staðnum var lokað, og hafi lögreglustjórinn nú 189 milljóna króna veð í kastalanum. NQ fasteignir, í eigu Davíðs Viðarssonar, keyptu Herkastalann í janúar 2022 á hálfan milljarð króna. Þar hefur hann rekið gistiheimili þar til í síðustu viku. Landsbankinn lánaði félaginu 400 milljónir til að kaupa eignina, samkvæmt frétt mbl.is, og í september sama ár 40 milljónir til viðbótar. Afsal var gefið út mánuði áður, í ágúst. Er Landsbankinn þannig með samanlegt 440 milljóna króna veð í eigninni á fyrsta og öðrum veðrétti. Í lok september í fyrra réðst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í umfangsmikla aðgerð í Sóltúni 20 vegna ólöglegs matvælalagers sem þar fannst. Vy-þrif, félag í eigu Davíðs, hafði kjallarann á leigu og var grunur um að fólk hafi búið í kjallaranum en þar fundust ummerki þess efnis. Fram kemur í frétt mbl.is að 4. október, aðeins nokkrum dögum eftir aðgerðina í Sóltúni, hafi NQ fasteignir gefið út tryggingarbréf til Darko ehf. upp á 360 milljónir króna. Er með því veitt veð á þriðja veðrétti á bæði Herkastalann og fasteign NQ á Reykjavíkurvegi 66 í Hafnarfirði. Sama dag gáfu NQ fasteignir út annað veðskuldabréf til HH81 ehf. upp á 40 milljónir króna á fjórða veðrétti. Kyrrsetningaraðgerð lögreglunnar, samkvæmt frétt mbl.is, er á fimmta veðrétti. Eigandi HH81 samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjaskrá er áðurnefndur Hörður Harðarsson, sem stofnaði Wok On með Kristjáni Ólafi í gegnum félagið MK Capital árið 2016. Sterk fjölskyldutengsl við framkvæmdastjóra Krónunnar Kristján Ólafur hefur ekki einungis notið góðs af fjölskyldutengslum við stofnun fyrirtækja og félaga. Í september opnaði Wok On í Krónunni á Granda, þriðja útibú Wok On í Krónuverslun. Fyrir var veitingastaðinn að finna í Krónunni á Akureyri og í Mosfellsbæ. Framkvæmdastjóri Krónunnar, Guðrún Aðalsteinsdóttir, er tengdadóttir Sigurðar Júlíusar Leifssonar, stjúpföður Kristjáns Ólafs. Maðurinn hennar Guðrúnar ólst upp hjá móður sinni á Nýja-Sjálandi í tugi ára. Hann ræddi uppvaxtarárin í ítarlegu viðtali við Vísi árið 2018. Veitingastöðum Wok On var öllum lokað í aðgerðum lögreglu í síðustu viku. Strax sama dag sagði Guðrún að Krónan tengdist málinu ekki. Wok On væri sjálfstæður rekstraraðili sem leigði rými hjá Krónunni og leigusamningnum verið slitið þennan sama dag. Ólafur Hauksson, almannatengill og hluthafi í Festi, móðurfélagi Krónunnar, skrifaði í vikunni grein á Vísi þar sem hann gagnrýndi Krónuna harðlega fyrir að hafa ekki slitið samstarfi við Wok On strax í kjölfar þess að matvælalagerinn fannst í Sóltúni í lok september og út spurðist í fjölmiðla snemma í október. „Skýring Ástu Fjeldsted, forstjóra Festis, er sú að Krónan hafi ekki getað lokað stöðunum fyrr vegna þess að þá væri fyrirtækið skaðabótaskylt. Þetta er ótrúlega hallærislegt. Krónan valdi semsagt að setja viðskiptavini í þá hættu að fá matareitrun og þaðan af verra frekar en þurfa að borga mögulegar skaðabætur,“ skrifaði Ólafur meðal annars í grein sinni. Var ekki tekin við sem framkvæmdastjóri þegar samningar voru gerðir Guðrún svaraði Ólafi í grein sem birtist á miðvikudag þar sem hún sagði Krónuna hafa brugðist strax við í kjölfar fréttanna af matvælalagernum í Sóltúni í nóvember. Samningi Krónunnar við Wok On hafi verið rift strax þá með samningsbundnum uppsagnarfresti. „Að auki staðfestu þáverandi forsvarsmenn Wok On að staðurinn uppfyllti öll skilyrði um heilnæmi og meðferð matvæla en það kemur skýrt fram í samningum Krónunnar að heilbrigðisreglugerðum skuli fylgt í hvívetna af hálfu rekstraraðila,“ sagði Guðrún. Hún nefnir ekki forsvarsmenn Wok On nafni en Kristján Ólafur, stjúpbróðir eiginmanns Guðrúnar, var sem fyrr segir stofnandi og eigandi Wok On. Guðrún segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu vegna fjölskyldutengslanna að Wok On hafi gert leigusamning um rými í Krónunni áður en Guðrún tók við starfi framkvæmdastjóra. „Á þeim tíma var Wok On vinsælt vörumerki með gott orðspor. Um leið og þetta mál kom upp var samningi sagt upp og farið í ferli að loka Wok On stöðum innan verslana Krónunnar. Wok On naut því engrar sérmeðferðar við afgreiðslu málsins, sem byggði á faglegu mati með hagsmuni Krónunnar og viðskiptavina að leiðarljósi,“ segir í svari Guðrúnar. Kristján Ólafur svaraði hvorki símtölum né skriflegri fyrirspurn fréttastofu. Vísir heldur að sjálfsögðu áfram að fylgjast með framvindu málsins og tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Mál Davíðs Viðarssonar Mansal Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Leigusamningum Davíðs á Tryggvagötu og Vesturgötu rift Fjelagið eignarhaldsfélag ehf. hefur rift leigusamningum, sem það hafði gert við Vietnamese Cuisine ehf. Síðarnefnda félagið er í eigu Davíðs Viðarssonar, sem situr nú í gæsluvarðhaldi ásamt fimm öðrum og er grnaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 14. mars 2024 21:22 Fyrrverandi eigandi Wok On meðal sakborninga Quang Le, veitingamaðurinn umsvifamikli sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson þegar upp komst um ólöglegan matvælalegar í Sóltúni, verður í gæsluvarðhaldi næstu tvær vikurnar. Maki hans til margra ára er á meðal handteknu og sömuleiðis bróðir hans. Þá er nýdæmdur skattsvikari með stöðu sakbornings í málinu. 13. mars 2024 14:59 Eik var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns og slítur samstarfi Eik fasteignafélagi var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, sem var ráðinn rekstrarstjóri nýrrar mathallar á Glerártorgi á Akureyri. Eik hefur nú slitið samstarfi við Kristján. Sturla G. Eðvarðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik tekur við rekstrarstjórn á meðan framhald ræðst. 12. mars 2024 20:40 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Kristján Ólafur er einn Íslendinga í hópi níu sakborninga í meintu mansalsmáli sem lögregla hefur nú til rannsóknar. Sex eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og voru þeir handteknir í umfangsmiklum lögregluaðgerðum fyrir rúmri viku. Lögregla gerði í þeim aðgerðum húsleit á 25 stöðum á landinu og lokaði veitingastöðum og gistiheimilum. Kristján Ólafur er stjúpsonur Sigurðar Leifssonar, hluthafa í World Class og bróður Björns framkvæmdastjóra. Kristján Ólafur var með nokkur útibú Wok On í Krónuverslunum, leigði þar rými, þangað til verslunarrisinn sleit samningum við keðjuna. Viðbragðsleysi Krónunnar hefur verið gagnrýnt en framkvæmdastjóri Krónunnar gaf ekki fimm aura fyrir þá gagnrýni í vikunni. Hún er tengdadóttir fyrrnefnds Sigurðar Leifssonar og tengist því Kristjáni Ólafi stofnanda og þáverandi eiganda Wok On fjölskylduböndum. Sigurður og Kristján hafa átt í töluverðum viðskiptum saman í lengri tíma eins og snert verður á síðar í greininni. Tengsl við meint mansal og skipulagða brotastarfsemi Davíð Viðarsson, áður Quang Lé, er grunaður höfuðpaur í málinu en hann hefur rekið veitingastaðina Pho Vietnam undanfarin ár. Fimm slíkir veitingastaðir eru nú á höfuðborgarsvæðinu. Auk Davíðs eru kærasta hans til margra ára, bróðir hans og mágkona í gæsluvarðhaldi. Þá er kona sem starfaði sem bókari fyrir Davíð í gæsluvarðhaldi auk föður hennar. Davíð er grunaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi í gegnum fyrirtæki sín Vy-þrif, Pho Vietnam og Wok On. Veitingastaða- og fasteignaveldi hans er umfangsmikið en skuldir líka miklar. Davíð komst fyrst í fréttirnar í október á síðasta ári þegar upp komst um ólöglegan matvælalager hans í Sóltúni í Reykjavík. Þegar fréttir voru sagðar af matvælalagernum í fjölmiðlum kom í ljós að Davíð átti 40 prósenta hlut í Wokon Mathöll ehf., sem starfrækti veitingastaðina á Höfða og í Hafnarfirði. Í kjölfarið sendi Kristján Ólafur Sigríðarson, meirihlutaeigandi í Wok On, frá sér yfirlýsingu og sagði Wok On ekki tengjast lagernum neitt. Þá hefði Davíð engin tengsl við veitingastaðina. Þann 16. janúar síðastliðinn urðu eigendaskipti hjá Wokon ehf. þegar Davíð tók við og Kristján Ólafur hætti. Davíð eignaðist þá einnig sjálfkrafa Wokon Mathöll ehf. Samkvæmt heimildum fréttastofu urðu eigendaskiptin þó nokkrum vikum fyrr, þó ekki hafi verið skrifað undir eigendaskiptin formlega fyrr en í janúar. Sá Wok On fyrir starfsfólki fyrir eigendaskiptin Samkvæmt heimildum fréttastofu felst mansalsangi málsins í því hvernig Davíð fékk starfsfólk til Íslands frá Víetnam um árabil. Davíð aðstoðaði fólkið við að fá atvinnu- og dvalarleyfi gegn því að fólkið greiddi honum sjö til átta milljónir króna. Þá var starfsfólkið látið greiða hluta launa sinna aftur til hans eftir að það hafði fengið útborgað, vann tólf til fjórtán tíma á dag, sex eða sjö daga vikunnar. Sjá einnig: Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Fólkið talar upp til hópa hvorki íslensku né ensku og stendur því höllum fæti. Þá hefur fólk sagt frá því að það hafi óttast að vera vísað aftur heim til Víetnam yrði því sagt upp störfum gegndi það ekki fyrirskipunum Davíðs. Samkvæmt heimildum fréttastofu sá Davíð Viðarsson Wok On fyrir starfsfólki sem gekk vaktir, sem brutu í bága við starfssamning þeirra og vinnulöggjöf. Eins og áður segir fullyrti Kristján Ólafur í yfirlýsingu í nóvember að Wok On hefði engin tengsl við ólöglega matvælalagerinn og Davíð hefði engin tengsl við Wok On, þó hann hafi þá átt 40 prósenta hlut í Wokon Mathöll ehf. Umfangsmikil skattsvik Kristján Ólafur var nokkrum vikum síðar dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umfangsmikil skattsvik, sem hann framdi sem stjórnandi og prókúruhafi MK Capital, sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Kristjáni var gert að greiða 87,4 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs, ellegar sitja inni í 360 daga. Kristján hefur á starfsævi sinni komið víða við. Hann ætlaði til að mynda að opna mathöll á Glerártorgi á Akureyri í sumar. Greint var frá því í vikunni að Eik fasteignafélagi, sem stendur að baki verkefninu, hafi ekki verið kunnugt um skattalagabrot Kristjáns og því slitið samstarfi við Kristján. Þetta er ekki eina mathöllin sem Kristján hefur stofnað. Kristján Ólafur var einn stofnenda mathallarinnar Borg29 í Borgartúni, var þar stjórnarformaður við stofnun 14. júlí 2020, framkvæmdastjóri og prókúruhafi. Á hluthafafundi 3. október sama ár lét Kristján Ólafur af störfum sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður. Tengist World Class veldinu fjölskylduböndum En spólum aðeins til baka. Kristján Ólafur stofnaði, ásamt Mími Guðvarðarsyni og Herði Harðarsyni, félagið MK Capital ehf. árið 2015. Kristján Ólafur var skráður stjórnarformaður fyrstu mánuðina en í september 2015 tók Mímir við formennsku. Kristján Ólafur var jafnframt framkvæmdastjóri félagsins. Í apríl 2016 var lögheimili félagsins fært í Borgartún 29, þar sem félagarnir opnuðu nýjan asískan veitingastað: Wok On. Í maí árið 2018 sagði Mímir sig úr stjórn félagsins og í júlí sama ár tók nýr varamaður við í stjórn. Sigurður Júlíus Leifsson, stjúpfaðir Kristjáns Ólafs og bróðir Björns Leifssonar eiganda World Class. Sigurður á 26,83 prósenta hlut í Laugum ehf., 26,8 prósenta hlut í Í toppformi ehf., og 30 prósenta hlut í Þrek kaffi ehf. á móti Birni og eiginkonu hans, Hafdísi Jónsdóttur. Félögin þrjú eiga og reka World Class stöðvarnar og allt í kringum þær. Í ágúst 2019 hafði Sigurður Júlíus keypt og tekið við sem framkvæmdastjóri og prókúruhafi félagsins AM - Main fasteignafélag ehf. Í október var búið að breyta nafni félagsins í Wokon ehf. og tók það við rekstri veitingastaðanna Wok On eftir að félagið MK Capital var úrskurðað gjaldþrota í árslok 2019. Sigurður Júlíus tengist viðskiptum Kristjáns Ólafs einnig þannig að félagið Wokon Mathöll ehf., sem er skráð eigandi Wok On veitingastaðanna og er í eigu Wokon ehf., sem er í eigu NQ fasteignafélags ehf., var áður í eigu Sigurðar. Sigurður stofnaði félagið í ársbyrjun 2018 undir nafninu SJ Eignir ehf. en eigendaskipti urðu í ársbyrjun 2019 þegar nafninu var breytt í Wokon Mathöll ehf. og Kristján Ólafur og Quang Lé, nú þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson, tóku við stjórn félagsins. Kristján Ólafur er enn þann dag í dag skráður prókúruhafi en Quang Lé er nú eigandi félagsins. Stofnaði fasteignafélag sem nú eru NQ fasteignir Í árslok 2016 stofnaði Kristján Ólafur, í félagi við tvo aðra, KSH fasteignir ehf. Stofnfundur félagsins var haldinn daginn áður, 13. desember, í Borgartúni 29 þar sem veitingastaður Kristjáns, Wok On, var til húsa. Hörður Harðarson, sem stofnaði MK Capital ehf. með Kristjáni Ólafi, kom inn í stjórn KSH fasteigna ehf. í janúar 2017, um mánuði eftir stofnun félagsins. Kristján Ólafur tengist fjölmörgum félögum.Vísir/Sara Það var svo í byrjun ágúst 2019 sem eigendaskipti urðu á KSH fasteignum. Quang Lé tók við sem eigandi félagsins og lögheimili þess var fært á Suðurlandsbraut 6, þar sem Quang rak veitingastaðinn Pho Vietnam. Tveimur árum síðar, í desember 2021, breyttist nafn KSH fasteigna ehf. í NQ fasteignir ehf. NQ fasteignir eru nú eigandi Wok On, og Davíð Viðarsson þar af leiðandi, auk þess sem Herkastalinn, við Kirkjustræti 2 í miðborg Reykjavíkur er í skráð eigu NQ fasteigna frá og með 22. ágúst 2022. Þá á félagið einnig húsnæði við Reykjavíkurveg 66 í Hafnarfirði þar sem veitingastaður Wok On var rekinn. Darko ehf. hluthafi í nokkrum félögum Umfangsmesta starfsemi Kristjáns Ólafs undanfarin ár hefur verið í gegnum félagið Darko ehf. Félagið var stofnað í júní 2020 af þeim Sigurði Júlíusi stjúpföður hans. Í september saman ár hurfu þeir tveir úr stjórn félagsins og hefur stjórnin tekið breytingum í þrígang síðan þá, síðast í nóvember 2022 þegar Kristján Ólafur tók aftur við sem stjórnarformaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi. Félagið er þó í 100 prósent eigu Isabellu Óskar Sigurðardóttur, hálfsystur Kristjáns Ólafs og dóttur Sigurðar Júlíusar. Kristján er framkvæmdastjóri félagsins og stjórnarformaður. Darko ehf. á hlut í nokkrum veitingastöðum og fasteignafélögum.Vísir/Sara Darko á hlut í fimm félögum: 50 prósent í KK Bygg ehf. þar sem hann er stjórnarformaður og prókúruhafi, 37,5 prósent í Brand Vín & Grill ehf. þar sem hann er prókúruhafi, 37,5 prósent í Bál Vín & Grill ehf. þar sem hann er meðstjórnandi og prókúruhafi, 37,5 prósent í Brand fasteignir ehf. þar sem hann er meðstjórnandi og prókúruhafi og 10 prósent í Pizza107 ehf. sem rekur nýlegan pítsustað í vesturbæ Reykjavíkur. Auk þessa er Kristján Ólafur skráður stjórnarformaður Veislutorgs ehf. en tilgangur félagsins er starfsemi mathalla og veitingarekstur. Þá er Kristján Ólafur eini stjórnarmaðurinn í stjórn Rekstrarfélags Borg29, sem var stofnað árið 2021, og prókúruhafi. Kristján er jafnframt varamaður í stjórn fasteignafélagsins K. Kröyer ehf. Framkvæmdastjóri félags sem á 360 milljóna veð í Herkastalanum Greint var frá því á mbl.is í gær að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett Herkastalann. Það hafi verið gert tveimur dögum eftir lögregluaðgerðir, þar sem staðnum var lokað, og hafi lögreglustjórinn nú 189 milljóna króna veð í kastalanum. NQ fasteignir, í eigu Davíðs Viðarssonar, keyptu Herkastalann í janúar 2022 á hálfan milljarð króna. Þar hefur hann rekið gistiheimili þar til í síðustu viku. Landsbankinn lánaði félaginu 400 milljónir til að kaupa eignina, samkvæmt frétt mbl.is, og í september sama ár 40 milljónir til viðbótar. Afsal var gefið út mánuði áður, í ágúst. Er Landsbankinn þannig með samanlegt 440 milljóna króna veð í eigninni á fyrsta og öðrum veðrétti. Í lok september í fyrra réðst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í umfangsmikla aðgerð í Sóltúni 20 vegna ólöglegs matvælalagers sem þar fannst. Vy-þrif, félag í eigu Davíðs, hafði kjallarann á leigu og var grunur um að fólk hafi búið í kjallaranum en þar fundust ummerki þess efnis. Fram kemur í frétt mbl.is að 4. október, aðeins nokkrum dögum eftir aðgerðina í Sóltúni, hafi NQ fasteignir gefið út tryggingarbréf til Darko ehf. upp á 360 milljónir króna. Er með því veitt veð á þriðja veðrétti á bæði Herkastalann og fasteign NQ á Reykjavíkurvegi 66 í Hafnarfirði. Sama dag gáfu NQ fasteignir út annað veðskuldabréf til HH81 ehf. upp á 40 milljónir króna á fjórða veðrétti. Kyrrsetningaraðgerð lögreglunnar, samkvæmt frétt mbl.is, er á fimmta veðrétti. Eigandi HH81 samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjaskrá er áðurnefndur Hörður Harðarsson, sem stofnaði Wok On með Kristjáni Ólafi í gegnum félagið MK Capital árið 2016. Sterk fjölskyldutengsl við framkvæmdastjóra Krónunnar Kristján Ólafur hefur ekki einungis notið góðs af fjölskyldutengslum við stofnun fyrirtækja og félaga. Í september opnaði Wok On í Krónunni á Granda, þriðja útibú Wok On í Krónuverslun. Fyrir var veitingastaðinn að finna í Krónunni á Akureyri og í Mosfellsbæ. Framkvæmdastjóri Krónunnar, Guðrún Aðalsteinsdóttir, er tengdadóttir Sigurðar Júlíusar Leifssonar, stjúpföður Kristjáns Ólafs. Maðurinn hennar Guðrúnar ólst upp hjá móður sinni á Nýja-Sjálandi í tugi ára. Hann ræddi uppvaxtarárin í ítarlegu viðtali við Vísi árið 2018. Veitingastöðum Wok On var öllum lokað í aðgerðum lögreglu í síðustu viku. Strax sama dag sagði Guðrún að Krónan tengdist málinu ekki. Wok On væri sjálfstæður rekstraraðili sem leigði rými hjá Krónunni og leigusamningnum verið slitið þennan sama dag. Ólafur Hauksson, almannatengill og hluthafi í Festi, móðurfélagi Krónunnar, skrifaði í vikunni grein á Vísi þar sem hann gagnrýndi Krónuna harðlega fyrir að hafa ekki slitið samstarfi við Wok On strax í kjölfar þess að matvælalagerinn fannst í Sóltúni í lok september og út spurðist í fjölmiðla snemma í október. „Skýring Ástu Fjeldsted, forstjóra Festis, er sú að Krónan hafi ekki getað lokað stöðunum fyrr vegna þess að þá væri fyrirtækið skaðabótaskylt. Þetta er ótrúlega hallærislegt. Krónan valdi semsagt að setja viðskiptavini í þá hættu að fá matareitrun og þaðan af verra frekar en þurfa að borga mögulegar skaðabætur,“ skrifaði Ólafur meðal annars í grein sinni. Var ekki tekin við sem framkvæmdastjóri þegar samningar voru gerðir Guðrún svaraði Ólafi í grein sem birtist á miðvikudag þar sem hún sagði Krónuna hafa brugðist strax við í kjölfar fréttanna af matvælalagernum í Sóltúni í nóvember. Samningi Krónunnar við Wok On hafi verið rift strax þá með samningsbundnum uppsagnarfresti. „Að auki staðfestu þáverandi forsvarsmenn Wok On að staðurinn uppfyllti öll skilyrði um heilnæmi og meðferð matvæla en það kemur skýrt fram í samningum Krónunnar að heilbrigðisreglugerðum skuli fylgt í hvívetna af hálfu rekstraraðila,“ sagði Guðrún. Hún nefnir ekki forsvarsmenn Wok On nafni en Kristján Ólafur, stjúpbróðir eiginmanns Guðrúnar, var sem fyrr segir stofnandi og eigandi Wok On. Guðrún segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu vegna fjölskyldutengslanna að Wok On hafi gert leigusamning um rými í Krónunni áður en Guðrún tók við starfi framkvæmdastjóra. „Á þeim tíma var Wok On vinsælt vörumerki með gott orðspor. Um leið og þetta mál kom upp var samningi sagt upp og farið í ferli að loka Wok On stöðum innan verslana Krónunnar. Wok On naut því engrar sérmeðferðar við afgreiðslu málsins, sem byggði á faglegu mati með hagsmuni Krónunnar og viðskiptavina að leiðarljósi,“ segir í svari Guðrúnar. Kristján Ólafur svaraði hvorki símtölum né skriflegri fyrirspurn fréttastofu. Vísir heldur að sjálfsögðu áfram að fylgjast með framvindu málsins og tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Mál Davíðs Viðarssonar Mansal Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Leigusamningum Davíðs á Tryggvagötu og Vesturgötu rift Fjelagið eignarhaldsfélag ehf. hefur rift leigusamningum, sem það hafði gert við Vietnamese Cuisine ehf. Síðarnefnda félagið er í eigu Davíðs Viðarssonar, sem situr nú í gæsluvarðhaldi ásamt fimm öðrum og er grnaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 14. mars 2024 21:22 Fyrrverandi eigandi Wok On meðal sakborninga Quang Le, veitingamaðurinn umsvifamikli sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson þegar upp komst um ólöglegan matvælalegar í Sóltúni, verður í gæsluvarðhaldi næstu tvær vikurnar. Maki hans til margra ára er á meðal handteknu og sömuleiðis bróðir hans. Þá er nýdæmdur skattsvikari með stöðu sakbornings í málinu. 13. mars 2024 14:59 Eik var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns og slítur samstarfi Eik fasteignafélagi var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, sem var ráðinn rekstrarstjóri nýrrar mathallar á Glerártorgi á Akureyri. Eik hefur nú slitið samstarfi við Kristján. Sturla G. Eðvarðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik tekur við rekstrarstjórn á meðan framhald ræðst. 12. mars 2024 20:40 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Leigusamningum Davíðs á Tryggvagötu og Vesturgötu rift Fjelagið eignarhaldsfélag ehf. hefur rift leigusamningum, sem það hafði gert við Vietnamese Cuisine ehf. Síðarnefnda félagið er í eigu Davíðs Viðarssonar, sem situr nú í gæsluvarðhaldi ásamt fimm öðrum og er grnaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 14. mars 2024 21:22
Fyrrverandi eigandi Wok On meðal sakborninga Quang Le, veitingamaðurinn umsvifamikli sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson þegar upp komst um ólöglegan matvælalegar í Sóltúni, verður í gæsluvarðhaldi næstu tvær vikurnar. Maki hans til margra ára er á meðal handteknu og sömuleiðis bróðir hans. Þá er nýdæmdur skattsvikari með stöðu sakbornings í málinu. 13. mars 2024 14:59
Eik var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns og slítur samstarfi Eik fasteignafélagi var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, sem var ráðinn rekstrarstjóri nýrrar mathallar á Glerártorgi á Akureyri. Eik hefur nú slitið samstarfi við Kristján. Sturla G. Eðvarðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik tekur við rekstrarstjórn á meðan framhald ræðst. 12. mars 2024 20:40