„Augljóst“ að það sé ekki íslenskuáhugi sem liggi að baki frumvarpi Birgis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2024 12:23 Eiríkur Rögnvaldsson segir að ekki megi nota baráttuna fyrir íslensku sem vopn í útlendingaandúð. Stöð 2 Prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir frumvarp, sem gerir íslensku að skilyrði fyrir leigubílaleyfi, vera til þess fallið að mismuna fólki og að það sé ómálefnanlegt. Hann segir augljóst að þarna sé íslenskan notuð sem yfirvarp til að bægja innflytjendum frá starfinu. Í forsíðufrétt Morgunblaðsins er fjallað um frumvarp sem Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram þar sem próf í íslensku er gert að skilyrði fyrir leigubílaleyfi. „Ófremdarástand á leigubílamarkaði“ er sagt vera ástæðan fyrir framlagningu frumvarpsins. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, skrifaði pistil um málið á Vísi þar sem hann segist undanfarið hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það sé augljóst að það sé ekki áhugi á vernd íslenskunnar sem liggi að baki frumvarpinu. Sjá nánar skoðanapistil Eiríks: Stöðvum áform um misnotkun íslenskunnar! „Talað er um að forsendan fyrir tillögunni sé ófremdarástand sem sé í þessum málaflokki og svo þegar maður les fréttina og veltir fyrir sér hvert ófremdarástandið sé þá er sagt að leigubílstjórar af erlendum uppruna rati ekki, krefjist óhóflegs gjalds og svo framvegis. Mér er bara fyrirmunað að sjá hvernig íslenskukunnátta tengist ratvísi og fégræðgi. Það er augljóst að þarna er verið að nota íslenskukunnáttu í ómálefnalegum tilgangi til þess að bæja erlendum umsækjendum frá.“ Með frumvarpinu sé íslenskan notuð sem yfirskyn og hreinlegra sé að tala bara skýrt. „Í staðinn fyrir að nota íslenskuna á þennan hátt því með því að gera það þá er verið að kljúfa þjóðina í „okkur“ og „hin“ og þar með er verið að eyðileggja möguleika íslenskunnar á að vera burðarás í samfélaginu og sameiningartákn. Þar með erum við að gangast opinberlega inn á það að hér séu tvær þjóðir í landinu.“ Eiríkur tali fyrir því að íslenskan sé töluð sem oftast og sem víðast en kröfur verði að vera málefnalegar. „Við megum ekki nota íslensku á ómálefnalegan hátt til að mismuna fólki og ég sá ekki betur en að það væri nákvæmlega það sem væri verið að leggja til með þessari tillögu.“ Í pistli Eiríks beinir hann einnig máli sínu að forsætisráðherra. „Vegna þess að það er haft eftir Birgi Þórarinssyni að hann hafi rætt við hana og hún tekið þessu vel og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að forsætisráðherra taki undir svona tillögu.“ Frumvarp Birgis sé ekki í anda þeirra sem vilji að íslenskan sé sameiningartákn. „nei, það er það ekki og ég reyni alltaf að halda uppi merki íslenskunnar og nota hana alls staðar en ég vil láta nota hana og ekki misnota hana og þetta er misnotkun“ Leigubílar Íslensk tunga Tengdar fréttir Sakar þingmenn um að nota íslenskuna sem vopn gegn útlendingum Uppgjafaprófessor í íslensku segist hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það hafi nú raungerst með ummælum tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokks um að gera ætti íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir leyfi til leigubílaaksturs. 15. mars 2024 10:50 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Sjá meira
Í forsíðufrétt Morgunblaðsins er fjallað um frumvarp sem Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram þar sem próf í íslensku er gert að skilyrði fyrir leigubílaleyfi. „Ófremdarástand á leigubílamarkaði“ er sagt vera ástæðan fyrir framlagningu frumvarpsins. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, skrifaði pistil um málið á Vísi þar sem hann segist undanfarið hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það sé augljóst að það sé ekki áhugi á vernd íslenskunnar sem liggi að baki frumvarpinu. Sjá nánar skoðanapistil Eiríks: Stöðvum áform um misnotkun íslenskunnar! „Talað er um að forsendan fyrir tillögunni sé ófremdarástand sem sé í þessum málaflokki og svo þegar maður les fréttina og veltir fyrir sér hvert ófremdarástandið sé þá er sagt að leigubílstjórar af erlendum uppruna rati ekki, krefjist óhóflegs gjalds og svo framvegis. Mér er bara fyrirmunað að sjá hvernig íslenskukunnátta tengist ratvísi og fégræðgi. Það er augljóst að þarna er verið að nota íslenskukunnáttu í ómálefnalegum tilgangi til þess að bæja erlendum umsækjendum frá.“ Með frumvarpinu sé íslenskan notuð sem yfirskyn og hreinlegra sé að tala bara skýrt. „Í staðinn fyrir að nota íslenskuna á þennan hátt því með því að gera það þá er verið að kljúfa þjóðina í „okkur“ og „hin“ og þar með er verið að eyðileggja möguleika íslenskunnar á að vera burðarás í samfélaginu og sameiningartákn. Þar með erum við að gangast opinberlega inn á það að hér séu tvær þjóðir í landinu.“ Eiríkur tali fyrir því að íslenskan sé töluð sem oftast og sem víðast en kröfur verði að vera málefnalegar. „Við megum ekki nota íslensku á ómálefnalegan hátt til að mismuna fólki og ég sá ekki betur en að það væri nákvæmlega það sem væri verið að leggja til með þessari tillögu.“ Í pistli Eiríks beinir hann einnig máli sínu að forsætisráðherra. „Vegna þess að það er haft eftir Birgi Þórarinssyni að hann hafi rætt við hana og hún tekið þessu vel og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að forsætisráðherra taki undir svona tillögu.“ Frumvarp Birgis sé ekki í anda þeirra sem vilji að íslenskan sé sameiningartákn. „nei, það er það ekki og ég reyni alltaf að halda uppi merki íslenskunnar og nota hana alls staðar en ég vil láta nota hana og ekki misnota hana og þetta er misnotkun“
Leigubílar Íslensk tunga Tengdar fréttir Sakar þingmenn um að nota íslenskuna sem vopn gegn útlendingum Uppgjafaprófessor í íslensku segist hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það hafi nú raungerst með ummælum tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokks um að gera ætti íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir leyfi til leigubílaaksturs. 15. mars 2024 10:50 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Sjá meira
Sakar þingmenn um að nota íslenskuna sem vopn gegn útlendingum Uppgjafaprófessor í íslensku segist hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það hafi nú raungerst með ummælum tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokks um að gera ætti íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir leyfi til leigubílaaksturs. 15. mars 2024 10:50
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent