Jarðgöng sem gagnast Benedikt Vilhjálmsson Warén skrifar 15. mars 2024 14:30 Undanfarnar vikur höfum við Austfirðingar orði vitni að vakningu, sem er þvert á stefnu stjórnvalda í gangagerð og forgangsröðun þeirra í fjórðungnum. Þetta eru svo sem engin ný tíðindi vegna þess að þegar á að gera eitthvað í samgöngumálum tengdum Múlaþingi, þá finna einhverjir sig knúna að grafa undan þeim hugmyndum. Ekki verður fjallað um Axarveg hér þó fullt tilefni væri til þess. Á heimasíðu Samgönguráðuneytisins má finna eftirfarandi: Verkefnishópur skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skilað skýrslu um Seyðisfjarðargöng. Niðurstaða hópsins er að með hliðsjón af ávinningi samfélags og atvinnulífs á Seyðisfirði og Austurlandi í heild sé vænlegast að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar með jarðgöngum undir Fjarðarheiði og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Slík hringtenging færi samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur. Það er ánægjulegt að loks, eftir áratuga baráttu, sjáist til lands með Fjarðarheiðargöng. Ljóst er að þetta þykir einhverjum stór biti að kyngja. Þó er of snemmt að fagna, því eigi er enn sopið kálið þó að í ausuna sé komið. Við sameiningu sveitarfélaga hefur krafan um bættar samgöngur ávallt þótt eðlileg. Við sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Múlaþing var unnið með samgöngumálin þannig að leiðir yrðu greiðar. Hvergi var nefnt að hjáleið um annað sveitarfélag væri valkostur eins og einhverjir hallast nú að og leggja til göng frá Norðfirði um Mjóafjörð til Seyðisfjarðar komi í staðinn fyrir Fjarðaheiðagöng. Engin haldbær rök styðja slíkar tillögu né eru til um það nokkur gögn. Engar umferðargreiningar eru tiltækar né jarðfræði- eða ofanflóðarannsóknir, sem byggja undir slíka óskhyggju. Ekki eingöngu þurfa íbúar í Múlaþingi að sitja undir framangreindum vangaveltum, heldur virðast stjórnvöld Íslands ítrekað finna hjá sér þörf að fjármagna hin ýmsu gæluverkefni og þá er þeim nærtækast að sælast í fjármagn lengst frá Reykjavík. Til dæmis er illa skilgreindur fjáraustur í loftslagsmál, um sjötíu milljarða, græjaður með því að skera niður samgöngubætur á Austurlandi. Dugleysi meirihlutans í Múlaþingi er aumkunarvert. Hann sættir sig við ítrekuð svik ríkisstjórnarinnar um að hefja samgöngubætur á Austurlandi. Auk Fjarðarheiðaganga er vert að nefna vanefnd loforð um Axarveg, endurbætur við Egilsstaðaflugvöll og fækkun á einbreiðum brúm á þjóðvegi eitt á Austurlandi. Allar heitingar ríkisstjórnarinnar um nefndar úrbætur hafa jafnóðum verið svikin og þær voru gefin. Skrumskæld umræða um samgöngubætur hefur farið um víðan völl og engin gáfuleg umræða hefur litið dagsins ljós um mikilvægi þess að fá göng undir Eskifjarðarheiði. Jarðgöng, sem yrðu um átta kílómetra löng og oftar fært þá leið með minna tilstandi en að halda Fagradalsbrautinni opinni. Nánast sama vegalengdin er frá Egilsstöðum að Fjarðaáli hvort heldur farið yrði um þau göng eða farin Fagradalsbrautin um Fagradal. Það væri mun viskulegri samgöngubót fyrir þorra íbúa Mið-Austurlands í stað þeirrar lausna, sem sífellt er klifað á og fáum til gagns. Fyrir Reyðfirðinga og þá sem á Suðurfjörðum búa, er þetta kjörin varaleið, þegar válynd veður herja á Fagradal. Hagstæðast yrði þetta fyrir Eskfirðinga að komast á tuttugu mínútum upp á Hérað og fyrir Norðfirðinga að fara á fjörutíu mínútum til að nýta flug innanlands og utan. Nú þegar ætti að gera kröfu til Vegagerðarinnar um að setja upp síritandi veðurstöð innst í Eyvindardal til að safna gögnum til samanburðar við samtíma veðurgögn af Fagradal. Tenging milli Egilsstaðaflugvallar og sjúkrahúss HSA í Neskaupstað yrði stutt og greiðfær auk þess væri um helmingur leiðarinnar um jarðgöng þar sem áhrifa veðurs, vinda og ófærðar gætir ekki. Vissulega verður að hugsa málin upp á nýtt, ef engin samstaða næst um eðlilegar vegabætur, sem jafna aðgengi allra við sjúkrahús Austurlands í Neskaupstað. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi í ellefta sæti M-listans í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur höfum við Austfirðingar orði vitni að vakningu, sem er þvert á stefnu stjórnvalda í gangagerð og forgangsröðun þeirra í fjórðungnum. Þetta eru svo sem engin ný tíðindi vegna þess að þegar á að gera eitthvað í samgöngumálum tengdum Múlaþingi, þá finna einhverjir sig knúna að grafa undan þeim hugmyndum. Ekki verður fjallað um Axarveg hér þó fullt tilefni væri til þess. Á heimasíðu Samgönguráðuneytisins má finna eftirfarandi: Verkefnishópur skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skilað skýrslu um Seyðisfjarðargöng. Niðurstaða hópsins er að með hliðsjón af ávinningi samfélags og atvinnulífs á Seyðisfirði og Austurlandi í heild sé vænlegast að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar með jarðgöngum undir Fjarðarheiði og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Slík hringtenging færi samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur. Það er ánægjulegt að loks, eftir áratuga baráttu, sjáist til lands með Fjarðarheiðargöng. Ljóst er að þetta þykir einhverjum stór biti að kyngja. Þó er of snemmt að fagna, því eigi er enn sopið kálið þó að í ausuna sé komið. Við sameiningu sveitarfélaga hefur krafan um bættar samgöngur ávallt þótt eðlileg. Við sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Múlaþing var unnið með samgöngumálin þannig að leiðir yrðu greiðar. Hvergi var nefnt að hjáleið um annað sveitarfélag væri valkostur eins og einhverjir hallast nú að og leggja til göng frá Norðfirði um Mjóafjörð til Seyðisfjarðar komi í staðinn fyrir Fjarðaheiðagöng. Engin haldbær rök styðja slíkar tillögu né eru til um það nokkur gögn. Engar umferðargreiningar eru tiltækar né jarðfræði- eða ofanflóðarannsóknir, sem byggja undir slíka óskhyggju. Ekki eingöngu þurfa íbúar í Múlaþingi að sitja undir framangreindum vangaveltum, heldur virðast stjórnvöld Íslands ítrekað finna hjá sér þörf að fjármagna hin ýmsu gæluverkefni og þá er þeim nærtækast að sælast í fjármagn lengst frá Reykjavík. Til dæmis er illa skilgreindur fjáraustur í loftslagsmál, um sjötíu milljarða, græjaður með því að skera niður samgöngubætur á Austurlandi. Dugleysi meirihlutans í Múlaþingi er aumkunarvert. Hann sættir sig við ítrekuð svik ríkisstjórnarinnar um að hefja samgöngubætur á Austurlandi. Auk Fjarðarheiðaganga er vert að nefna vanefnd loforð um Axarveg, endurbætur við Egilsstaðaflugvöll og fækkun á einbreiðum brúm á þjóðvegi eitt á Austurlandi. Allar heitingar ríkisstjórnarinnar um nefndar úrbætur hafa jafnóðum verið svikin og þær voru gefin. Skrumskæld umræða um samgöngubætur hefur farið um víðan völl og engin gáfuleg umræða hefur litið dagsins ljós um mikilvægi þess að fá göng undir Eskifjarðarheiði. Jarðgöng, sem yrðu um átta kílómetra löng og oftar fært þá leið með minna tilstandi en að halda Fagradalsbrautinni opinni. Nánast sama vegalengdin er frá Egilsstöðum að Fjarðaáli hvort heldur farið yrði um þau göng eða farin Fagradalsbrautin um Fagradal. Það væri mun viskulegri samgöngubót fyrir þorra íbúa Mið-Austurlands í stað þeirrar lausna, sem sífellt er klifað á og fáum til gagns. Fyrir Reyðfirðinga og þá sem á Suðurfjörðum búa, er þetta kjörin varaleið, þegar válynd veður herja á Fagradal. Hagstæðast yrði þetta fyrir Eskfirðinga að komast á tuttugu mínútum upp á Hérað og fyrir Norðfirðinga að fara á fjörutíu mínútum til að nýta flug innanlands og utan. Nú þegar ætti að gera kröfu til Vegagerðarinnar um að setja upp síritandi veðurstöð innst í Eyvindardal til að safna gögnum til samanburðar við samtíma veðurgögn af Fagradal. Tenging milli Egilsstaðaflugvallar og sjúkrahúss HSA í Neskaupstað yrði stutt og greiðfær auk þess væri um helmingur leiðarinnar um jarðgöng þar sem áhrifa veðurs, vinda og ófærðar gætir ekki. Vissulega verður að hugsa málin upp á nýtt, ef engin samstaða næst um eðlilegar vegabætur, sem jafna aðgengi allra við sjúkrahús Austurlands í Neskaupstað. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi í ellefta sæti M-listans í Múlaþingi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar