Hjúkrunarfræðingur neitaði að taka hraðpróf og fær ekki krónu Árni Sæberg skrifar 15. mars 2024 16:32 Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að gangast undir hraðpróf við Covid-19, þegar omíkron-afbrigði veirunnar geisaði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur sýknað heilbrigðisfyrirtæki af öllum kröfum konu, sem höfðaði máli til heimtu skaðabóta eftir að ráðningarsamningi hennar var rift. Landsréttur taldi konuna hafa gerst seka um verulega vanefnd á ráðningarsamningi með því að neita að taka Covid-19 hraðpróf. Konan, sem starfaði sem skurðhjúkrunarfræðingur, stefndi einkareknu heilbrigðisfyrirtæki sem hún starfaði fyrir vegna uppsagnarinnar. Hún krafðist rúmra fimm milljóna króna í bætur. Konan krafðist þess að fá greiddan uppsagnarfrest og miskabætur á þeim grundvelli að uppsögnin hefði verið einhliða og ólögmæt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur var af Landsrétti, sagði að konan hafi meðal annars mannað skurðstofu við aðgerðir, þrifið áhöld fyrir aðgerðir, undirbúið skurðstofu og sinnt sjúklingum sem gengust undir aðgerð. Fyrirtækið geri meðal annars liðskiptiaðgerðir, efnaskiptaaðgerðir og sinnir lýtalækningum. Fyrirtækið sagði konunni upp eftir að hún gerði yfirmönnum sínum ljóst að hún ætlaði ekki að verða við fyrirmælum þeirra um að starfsmenn þyrftu að gangast undir hraðpróf vegna kórónuveirunnar í desember árið 2021. Í dómi Landsréttar segir að konan og fyrirtækið hafi deilt um það hvenær konan hefði fyrst fengið vitneskju um fyrirmæli fyrirtækisins þess efnis að starfsmenn þess skyldu fara í Covid-19 hraðpróf, hvort hún hafi neitað að gangast undir hraðpróf og hvenær hún hefði fyrst fengið vitneskju um að ráðningarsamningi við hana yrði rift. Hafi mátt vita að hún yrði rekin Í dómi Landsréttar var tekið undir þá niðurstöðu héraðsdóms að sannað væri að konan hefði eigi síðar en í upphafi vinnudags 20. desember 2021 fengið vitneskju um að starfsfólk fyrirtækisins ætti að fara í hraðpróf, að henni hefði á fundi eftir hádegi sama dag verið gerð grein fyrir því að henni yrði vikið fyrirvaralaust úr starfi ef hún samþykkti ekki fyrirmæli um að gangast undir hraðpróf og loks að hún hefði verið búin að neita að gangast undir hraðpróf þegar hún fékk bréf fyrirtækisins 21. desember 2021 með útskýringum á ákvörðun um riftun ráðningarsamnings. Veruleg vanefnd að taka ekki hraðpróf fyrir aðgerð Landsréttur tók einnig fram að konan hefði ekki brugðist við fullyrðingum í bréfi fyrirtækisins fyrr en mánuði síðar, en fullt tilefni hefði verið fyrir hana að bregðast strax við, teldi hún að fullyrðingarnar væru rangar og að ráðningarsamningnum hefði verið rift á þeim grunni. Þá yrði ekki annað ráðið af ákvörðun konunnar um að mæta ekki til vinnu 21. desember 2021 en að hún hafi fyrir upphaf þess vinnudags vitað að ráðningarsamningi hennar hefði verið rift. Einnig leit Landsréttur til þess að við þær aðstæður sem upp voru komnar gæti ekki komið til þess að konan innti af hendi vinnu sína, en í því hafi ótvírætt falist veruleg vanefnd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Konan, sem starfaði sem skurðhjúkrunarfræðingur, stefndi einkareknu heilbrigðisfyrirtæki sem hún starfaði fyrir vegna uppsagnarinnar. Hún krafðist rúmra fimm milljóna króna í bætur. Konan krafðist þess að fá greiddan uppsagnarfrest og miskabætur á þeim grundvelli að uppsögnin hefði verið einhliða og ólögmæt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur var af Landsrétti, sagði að konan hafi meðal annars mannað skurðstofu við aðgerðir, þrifið áhöld fyrir aðgerðir, undirbúið skurðstofu og sinnt sjúklingum sem gengust undir aðgerð. Fyrirtækið geri meðal annars liðskiptiaðgerðir, efnaskiptaaðgerðir og sinnir lýtalækningum. Fyrirtækið sagði konunni upp eftir að hún gerði yfirmönnum sínum ljóst að hún ætlaði ekki að verða við fyrirmælum þeirra um að starfsmenn þyrftu að gangast undir hraðpróf vegna kórónuveirunnar í desember árið 2021. Í dómi Landsréttar segir að konan og fyrirtækið hafi deilt um það hvenær konan hefði fyrst fengið vitneskju um fyrirmæli fyrirtækisins þess efnis að starfsmenn þess skyldu fara í Covid-19 hraðpróf, hvort hún hafi neitað að gangast undir hraðpróf og hvenær hún hefði fyrst fengið vitneskju um að ráðningarsamningi við hana yrði rift. Hafi mátt vita að hún yrði rekin Í dómi Landsréttar var tekið undir þá niðurstöðu héraðsdóms að sannað væri að konan hefði eigi síðar en í upphafi vinnudags 20. desember 2021 fengið vitneskju um að starfsfólk fyrirtækisins ætti að fara í hraðpróf, að henni hefði á fundi eftir hádegi sama dag verið gerð grein fyrir því að henni yrði vikið fyrirvaralaust úr starfi ef hún samþykkti ekki fyrirmæli um að gangast undir hraðpróf og loks að hún hefði verið búin að neita að gangast undir hraðpróf þegar hún fékk bréf fyrirtækisins 21. desember 2021 með útskýringum á ákvörðun um riftun ráðningarsamnings. Veruleg vanefnd að taka ekki hraðpróf fyrir aðgerð Landsréttur tók einnig fram að konan hefði ekki brugðist við fullyrðingum í bréfi fyrirtækisins fyrr en mánuði síðar, en fullt tilefni hefði verið fyrir hana að bregðast strax við, teldi hún að fullyrðingarnar væru rangar og að ráðningarsamningnum hefði verið rift á þeim grunni. Þá yrði ekki annað ráðið af ákvörðun konunnar um að mæta ekki til vinnu 21. desember 2021 en að hún hafi fyrir upphaf þess vinnudags vitað að ráðningarsamningi hennar hefði verið rift. Einnig leit Landsréttur til þess að við þær aðstæður sem upp voru komnar gæti ekki komið til þess að konan innti af hendi vinnu sína, en í því hafi ótvírætt falist veruleg vanefnd
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira