Hvað á ég að gera? Rannveig Hafsteinsdóttir skrifar 17. mars 2024 13:00 Það er ósköp venjulegur miðvikudags eftirmiðdagur. Ég fer í síðdegisgöngutúrinn með níu mánaða gömlum syni mínum eins og við gerum á hverjum degi. Ég er í fæðingarorlofi. Sex mánuði fæ ég sem ég hef teygt í tíu, með sex vikum sem ég stal frá eiginmanni mínum. Á vegi mínum mæti ég eldri hjónum. Og svo öðrum. Og svo öðrum. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi að maður mæti eldri hjónum í síðdegisgöngutúr en eitthvað er öðruvísi en það var hér áður. Hjónin ganga öll á eftir öflugum börnum, líklega flest í kringum þriggja ára aldur, sem hlaupa áfram í pollagöllum brosandi út að eyrum, búin með leikskólann í dag. Í þessum göngutúr mínum er ég að mæta langömmum og langöfum sem eru að sækja barnabarnabörnin sín úr leikskóla. Hér er ekki um ömmur og afa að ræða. Lífeyrisaldurinn er 67 ára. Þau eru enn í vinnunni. Sjáið til, ég bý í Kópavogsbæ. Leikskólagjöldin þar falla niður, að frátöldum fæðisgjöldum, ef barnið er þar sex tíma á dag. Skal það vera lengur þarf að borga. Vinnudagurinn er þó að sjálfsögðu enn að staðaldri átta tímar en það er önnur saga og efni í aðra grein. Nú líður að lokum míns fæðingarorlofs. Vinnan bíður mín. Vinna sem ég nýt mín vel í. Hvað geri ég þá? Jú, ég sæki um á leikskóla. Ekkert pláss. Það er hálfpartinn hlegið að mér í símann þegar ég hringi til að spyrja hvort einhver séns sé á að barn yfir eins árs, fætt 2023, fái leikskólapláss í haust. Hvað geri ég þá? Ég sæki um hjá dagmömmum. Umsóknir sem eru sendar þegar barnið hérumbil liggur enn í legi. Ekkert pláss. Hvað geri ég þá? Þetta er spurning sem mig langar að beina til stjórnvalda. Hvað geri ég þá? Hvað á ég að gera? Þann 7. mars síðastliðinn voru undirritaðir kjarasamningar þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármálaráðherra, stóðu í pontu og lýstu því yfir að ríkisstjórnin ætlar að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Á vef stjórnarráðsins stendur „Aðilar munu taka höndum saman og vinna með markvissum hætti að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla á samningstímanum með því að tryggja öllum börnum leikskólavist.“ Og þar höfum við þær upplýsingar. Ekkert meira. Enginn stafur í viðbót. Margir foreldrar ungra barna klóra sér eflaust í hausnum yfir jafn loðinni yfirlýsingu eins og „að brúa bilið“. Bil sem á að brúa á samningstímanum næstu fjögur árin. Ekki er talað um hvernig það skal gert eða nákvæmlega hvenær foreldrar mega búast við slíkri brú. Það eina sem við heyrum er að bilið skal brúað. Lestu úr því það sem þú kýst. Svo ég spyr. Hvað á ég að gera? Hvað eiga foreldrar í sömu stöðu og ég að gera? Fæðingarorlof mitt er að nálgast sín endalok. Vinnan bíður mín. Ég, eins og svo margar aðrar konur, vil ekki detta af vinnumarkaði. Ég nýt mín í vinnunni minni. Ég tel að það þurfi ekki að nefna að ef mæður fara að hríðfalla af vinnumarkaði, þá muni slík niðurstaða komi sér bæði illa fyrir samfélagið og fyrir jafnréttið sem við leggjum svo ríka áherslu á. En barnið þarf umsjón. Svo ég spyr. Hvað á ég að gera? Höfundur er móðir og markaðsstjóri KILROY. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það er ósköp venjulegur miðvikudags eftirmiðdagur. Ég fer í síðdegisgöngutúrinn með níu mánaða gömlum syni mínum eins og við gerum á hverjum degi. Ég er í fæðingarorlofi. Sex mánuði fæ ég sem ég hef teygt í tíu, með sex vikum sem ég stal frá eiginmanni mínum. Á vegi mínum mæti ég eldri hjónum. Og svo öðrum. Og svo öðrum. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi að maður mæti eldri hjónum í síðdegisgöngutúr en eitthvað er öðruvísi en það var hér áður. Hjónin ganga öll á eftir öflugum börnum, líklega flest í kringum þriggja ára aldur, sem hlaupa áfram í pollagöllum brosandi út að eyrum, búin með leikskólann í dag. Í þessum göngutúr mínum er ég að mæta langömmum og langöfum sem eru að sækja barnabarnabörnin sín úr leikskóla. Hér er ekki um ömmur og afa að ræða. Lífeyrisaldurinn er 67 ára. Þau eru enn í vinnunni. Sjáið til, ég bý í Kópavogsbæ. Leikskólagjöldin þar falla niður, að frátöldum fæðisgjöldum, ef barnið er þar sex tíma á dag. Skal það vera lengur þarf að borga. Vinnudagurinn er þó að sjálfsögðu enn að staðaldri átta tímar en það er önnur saga og efni í aðra grein. Nú líður að lokum míns fæðingarorlofs. Vinnan bíður mín. Vinna sem ég nýt mín vel í. Hvað geri ég þá? Jú, ég sæki um á leikskóla. Ekkert pláss. Það er hálfpartinn hlegið að mér í símann þegar ég hringi til að spyrja hvort einhver séns sé á að barn yfir eins árs, fætt 2023, fái leikskólapláss í haust. Hvað geri ég þá? Ég sæki um hjá dagmömmum. Umsóknir sem eru sendar þegar barnið hérumbil liggur enn í legi. Ekkert pláss. Hvað geri ég þá? Þetta er spurning sem mig langar að beina til stjórnvalda. Hvað geri ég þá? Hvað á ég að gera? Þann 7. mars síðastliðinn voru undirritaðir kjarasamningar þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármálaráðherra, stóðu í pontu og lýstu því yfir að ríkisstjórnin ætlar að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Á vef stjórnarráðsins stendur „Aðilar munu taka höndum saman og vinna með markvissum hætti að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla á samningstímanum með því að tryggja öllum börnum leikskólavist.“ Og þar höfum við þær upplýsingar. Ekkert meira. Enginn stafur í viðbót. Margir foreldrar ungra barna klóra sér eflaust í hausnum yfir jafn loðinni yfirlýsingu eins og „að brúa bilið“. Bil sem á að brúa á samningstímanum næstu fjögur árin. Ekki er talað um hvernig það skal gert eða nákvæmlega hvenær foreldrar mega búast við slíkri brú. Það eina sem við heyrum er að bilið skal brúað. Lestu úr því það sem þú kýst. Svo ég spyr. Hvað á ég að gera? Hvað eiga foreldrar í sömu stöðu og ég að gera? Fæðingarorlof mitt er að nálgast sín endalok. Vinnan bíður mín. Ég, eins og svo margar aðrar konur, vil ekki detta af vinnumarkaði. Ég nýt mín í vinnunni minni. Ég tel að það þurfi ekki að nefna að ef mæður fara að hríðfalla af vinnumarkaði, þá muni slík niðurstaða komi sér bæði illa fyrir samfélagið og fyrir jafnréttið sem við leggjum svo ríka áherslu á. En barnið þarf umsjón. Svo ég spyr. Hvað á ég að gera? Höfundur er móðir og markaðsstjóri KILROY.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar