Á vef Veðurstofunnar segir að spáð sé norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu og snjókomu í dag en svo komi til með að bæta í vind í nótt.
„Spár gera ráð fyrir langvarandi hríð á svæðinu fram á þriðjudag með tilheyrandi uppsöfnun á snjó. Búast má við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum og að vegir undir bröttum fjallshlíðum lokist vegna snjóflóða. Ekki er talin hætta í byggð að svo stöddu en aðstæður geta breyst þegar líður á veðrið.
Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist vel með aðstæðum,“ segir á vef Veðurstofunnar.