Leiðin að bílprófinu Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 18. mars 2024 11:01 Að undangengnu ökunámi og að loknu ökuprófi bæði skriflegu og verklegu þá hefur ökunemi öðlast ökuréttindi á fólksbíl þ.e. ef viðkomandi hefur náð 17 ára aldri. En hvað felst í ökunámi? Eins og segir í námskrá um B réttindi þá skal ökukennsla hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann geti ekið með sem mestu öryggi, með fullri fyrirhyggju og framsýni, fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins. Ásamt því að hann aki í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Í námskránni er einnig nánar tiltetkið það sem ökukennari skal kenna ökunemanum og sjá til þess að hann nái að tileinka sér efnið, bæði bóklegt og verklegt sem er svo mikilvægt til að nýjir ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni. Að öryggi okkar allra sé sem mest. En hvað þarf að uppfylla til að fá heimild til að þreyta ökuprófið? Við þurfum að hafa náð tilteknum aldri til að fá að byrja að læra að aka bifreið, við þurfum að ljúka við bóklegt nám sem tekið er í tveimur hlutum þ.e. ökuskóli 1 og ökuskóli 2. Við þurfum að hafa lokið við nám í ökugerði og við verðum að hafa lokið við ákveðinn fjölda verklegra kennslustunda sem er skv. námskránni 17 til 25 að jafnaði. Mikilvægt er að hafa í huga að ökunám er ferli sem ökuneminn fer í gegnum með ökukennaranum og fjöldi atriða eru tekin fyrir á námstímanum sem við erum mis lengi að ná að tileinka okkur. Hvert er þá ferlið í ökunáminu og oft er spurningin hjá foreldrum og þeim sem hefja vilja ökunám, hvað á ég að gera? Hvar á ég að byrja? Við byrjum á að finna ökukennara, t.d. á aka.is en það er heimasíða Ökukennarafélags Íslands (ÖÍ) og þar er listi yfir þá ökukennara sem eru starfandi og eru félagsmenn í ÖÍ. Einnig eru þar upplýsingar hvort ökukennarinn kenni á beinskipta- og/eða sjálfskipta bifreið og fleiri upplýsingar. Að því loknu þarf að sækja um ökunámsheimild og það er gert rafrænt á slóðinni https://island.is/fyrsta-okuskirteini-namsheimild, en mikilvægt er að hafa í huga að skila þarf inn læknisvottorði í sumum tilvikum og alltaf þarf að skila inn passamynd til sýslumanns. Eftir að einum ökutíma er lokið þá er heimilt að skrá sig í ökuskóla 1 (Ö1) en mikilvægt er að vera í góðu sambandi við ökukennarann um það hvernig best er að haga náminu. Ökuneminn þarf á námstímanum einnig að ljúka ökuskóla 2 (Ö2) og námi í ökugerði eða Ökuskóla 3. Að loknum ákveðnum tímafjölda í verklegu námi og að loknum Ö1 og Ö2 getur ökuneminn skráð sig í skriflegt ökupróf og mikilvægt er að skoða þau úrræði sem til eru varðandi það að taka skriflega ökuprófið. Að því loknu og þegar Ökuskóla 3 er lokið þá má þreyta verklegt ökupróf. Þegar skriflegu og verklegu ökuprófi er lokið með fullnægjandi hætti þá fær viðkomandi ökuskírteini sem gildir í þrjú ár, þ.e. bráðabirgða ökuskírteini. Fullnaðarskírteini sem gildir í fimmtán ár fær viðkomandi eftir að hafa farið í aksturmat með ökukennara, því má segja að þá lýkur ökunámi með ökukennara. En munum að stærsta prófið er að takast á við allar þær fjölbreyttu og óvæntu aðstæður sem taka á móti okkur úti í umferðinni og því prófi lýkur aldrei. Þess vegna er svo mikilvægt að ökunám sé gott, markvisst og að ökukennarar hafi möguleika á að þróast í starfi ásamt því að fá tækifæri til að undirbúa nýja ökumenn sem best fyrir þær áskoranir sem bíða þeirra í umferðinni. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður B. Ægisdóttir Bílpróf Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Að undangengnu ökunámi og að loknu ökuprófi bæði skriflegu og verklegu þá hefur ökunemi öðlast ökuréttindi á fólksbíl þ.e. ef viðkomandi hefur náð 17 ára aldri. En hvað felst í ökunámi? Eins og segir í námskrá um B réttindi þá skal ökukennsla hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann geti ekið með sem mestu öryggi, með fullri fyrirhyggju og framsýni, fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins. Ásamt því að hann aki í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Í námskránni er einnig nánar tiltetkið það sem ökukennari skal kenna ökunemanum og sjá til þess að hann nái að tileinka sér efnið, bæði bóklegt og verklegt sem er svo mikilvægt til að nýjir ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni. Að öryggi okkar allra sé sem mest. En hvað þarf að uppfylla til að fá heimild til að þreyta ökuprófið? Við þurfum að hafa náð tilteknum aldri til að fá að byrja að læra að aka bifreið, við þurfum að ljúka við bóklegt nám sem tekið er í tveimur hlutum þ.e. ökuskóli 1 og ökuskóli 2. Við þurfum að hafa lokið við nám í ökugerði og við verðum að hafa lokið við ákveðinn fjölda verklegra kennslustunda sem er skv. námskránni 17 til 25 að jafnaði. Mikilvægt er að hafa í huga að ökunám er ferli sem ökuneminn fer í gegnum með ökukennaranum og fjöldi atriða eru tekin fyrir á námstímanum sem við erum mis lengi að ná að tileinka okkur. Hvert er þá ferlið í ökunáminu og oft er spurningin hjá foreldrum og þeim sem hefja vilja ökunám, hvað á ég að gera? Hvar á ég að byrja? Við byrjum á að finna ökukennara, t.d. á aka.is en það er heimasíða Ökukennarafélags Íslands (ÖÍ) og þar er listi yfir þá ökukennara sem eru starfandi og eru félagsmenn í ÖÍ. Einnig eru þar upplýsingar hvort ökukennarinn kenni á beinskipta- og/eða sjálfskipta bifreið og fleiri upplýsingar. Að því loknu þarf að sækja um ökunámsheimild og það er gert rafrænt á slóðinni https://island.is/fyrsta-okuskirteini-namsheimild, en mikilvægt er að hafa í huga að skila þarf inn læknisvottorði í sumum tilvikum og alltaf þarf að skila inn passamynd til sýslumanns. Eftir að einum ökutíma er lokið þá er heimilt að skrá sig í ökuskóla 1 (Ö1) en mikilvægt er að vera í góðu sambandi við ökukennarann um það hvernig best er að haga náminu. Ökuneminn þarf á námstímanum einnig að ljúka ökuskóla 2 (Ö2) og námi í ökugerði eða Ökuskóla 3. Að loknum ákveðnum tímafjölda í verklegu námi og að loknum Ö1 og Ö2 getur ökuneminn skráð sig í skriflegt ökupróf og mikilvægt er að skoða þau úrræði sem til eru varðandi það að taka skriflega ökuprófið. Að því loknu og þegar Ökuskóla 3 er lokið þá má þreyta verklegt ökupróf. Þegar skriflegu og verklegu ökuprófi er lokið með fullnægjandi hætti þá fær viðkomandi ökuskírteini sem gildir í þrjú ár, þ.e. bráðabirgða ökuskírteini. Fullnaðarskírteini sem gildir í fimmtán ár fær viðkomandi eftir að hafa farið í aksturmat með ökukennara, því má segja að þá lýkur ökunámi með ökukennara. En munum að stærsta prófið er að takast á við allar þær fjölbreyttu og óvæntu aðstæður sem taka á móti okkur úti í umferðinni og því prófi lýkur aldrei. Þess vegna er svo mikilvægt að ökunám sé gott, markvisst og að ökukennarar hafi möguleika á að þróast í starfi ásamt því að fá tækifæri til að undirbúa nýja ökumenn sem best fyrir þær áskoranir sem bíða þeirra í umferðinni. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar