Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2024 09:31 Davíð Smári Lamude kom Vestra upp í efstu deild í fyrra, í fyrstu tilraun. Stöð 2 Sport Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. Baldur Sigurðsson tók hús á Ísfirðingum í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi, á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar tók Baldur meðal annars þátt í æfingu Vestra á heldur kuldalegum, glænýjum gervigras-æfingavelli liðsins. Hann ræddi líka við þjálfarann Davíð Smára Lamude, sem í fyrstu tilraun kom Vestra upp í efstu deild í fyrra og er staðráðinn í að halda liðinu þar, án þess þó að hverfa frá þeirri hugmyndafræði sem virkaði í Lengjudeildinni. „Stærsta markmiðið er að halda okkur í deildinni“ „Ég sem þjálfari er auðvitað alltaf með stór markmið. Fyrsta markmiðið er að við náum að spila á þessum undirstöðum sem komu okkur hingað. Séum hugrakkir, þorum að halda í boltann og séum skipulagðir. En stærsta markmiðið er að halda okkur í deildinni, það er klárt,“ segir Davíð Smári sem vill að Vestramenn nálgist leiki á sínum eigin forsendum, en ekki bara með það í huga að bregðast við sterkustu liðum landsins. Klippa: LUÍH - Vestri í deildina á eigin forsendum „Ég legg upp með það að við förum í þessa deild hugrakkir, og þorum að spila fótbolta. Við erum alveg með þannig lið að við getum haldið í boltann og spilað vel. Mér finnst við hafa sýnt það, sérstaklega undir lok síðasta tímabils. Við réðum vel við pressu, vorum „physical“ og sterkir, góðir í föstum leikatriðum, og áræðnir. Okkur vantaði kannski að vera svolítið klínískir en ég er að vona að það komi núna. Einhver þjálfari talaði um að „falla á eigið sverð“. Þannig nálgast ég þetta. Að við förum inn í þetta svolítið brattir, á okkar forsendum, og höfum þor og hugrekki til að spila fótbolta. Það er númer eitt, tvö og þrjú fyrir mér.“ Þáttinn í heild má finna á stod2.is. Besta deild karla Vestri Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Baldur heimsækir nýliða Vestra Í þætti kvöldsins af „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ fer Baldur Sigurðsson í heimsókn til Vestra sem eru nýliðar í Bestu deild karla í sumar. 17. mars 2024 20:16 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Sjá meira
Baldur Sigurðsson tók hús á Ísfirðingum í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi, á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar tók Baldur meðal annars þátt í æfingu Vestra á heldur kuldalegum, glænýjum gervigras-æfingavelli liðsins. Hann ræddi líka við þjálfarann Davíð Smára Lamude, sem í fyrstu tilraun kom Vestra upp í efstu deild í fyrra og er staðráðinn í að halda liðinu þar, án þess þó að hverfa frá þeirri hugmyndafræði sem virkaði í Lengjudeildinni. „Stærsta markmiðið er að halda okkur í deildinni“ „Ég sem þjálfari er auðvitað alltaf með stór markmið. Fyrsta markmiðið er að við náum að spila á þessum undirstöðum sem komu okkur hingað. Séum hugrakkir, þorum að halda í boltann og séum skipulagðir. En stærsta markmiðið er að halda okkur í deildinni, það er klárt,“ segir Davíð Smári sem vill að Vestramenn nálgist leiki á sínum eigin forsendum, en ekki bara með það í huga að bregðast við sterkustu liðum landsins. Klippa: LUÍH - Vestri í deildina á eigin forsendum „Ég legg upp með það að við förum í þessa deild hugrakkir, og þorum að spila fótbolta. Við erum alveg með þannig lið að við getum haldið í boltann og spilað vel. Mér finnst við hafa sýnt það, sérstaklega undir lok síðasta tímabils. Við réðum vel við pressu, vorum „physical“ og sterkir, góðir í föstum leikatriðum, og áræðnir. Okkur vantaði kannski að vera svolítið klínískir en ég er að vona að það komi núna. Einhver þjálfari talaði um að „falla á eigið sverð“. Þannig nálgast ég þetta. Að við förum inn í þetta svolítið brattir, á okkar forsendum, og höfum þor og hugrekki til að spila fótbolta. Það er númer eitt, tvö og þrjú fyrir mér.“ Þáttinn í heild má finna á stod2.is.
Besta deild karla Vestri Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Baldur heimsækir nýliða Vestra Í þætti kvöldsins af „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ fer Baldur Sigurðsson í heimsókn til Vestra sem eru nýliðar í Bestu deild karla í sumar. 17. mars 2024 20:16 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Sjá meira
Baldur heimsækir nýliða Vestra Í þætti kvöldsins af „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ fer Baldur Sigurðsson í heimsókn til Vestra sem eru nýliðar í Bestu deild karla í sumar. 17. mars 2024 20:16