Lífið

Stjörnulífið: Eyddi kvöldinu með Paris Hilton í LA

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Íslendingar erlendis voru áberandi í liðinni viku. 
Íslendingar erlendis voru áberandi í liðinni viku. 

Árshátíðir erlendis, Íslendingar í útlöndum og undirskriftasöfnun fyrir komandi forsetakosningar voru áberandi í liðinni viku hjá stjörnum landsins. 

Það var líf og fjör á Kjarval í miðborginni á föstudaginn þar sem Dr. Erla Björnsdóttir kynnti nýtt svefnforrit hannað fyrir konur. Blaðamannaverðlaunin voru svo veitt með pompi og prakt á Kjarvalsstöðum á Klambratúni þar sem fjölmiðlafólk landsins skemmti sér konunglega.

Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.

Partý með stórstjörnu 

Framleiðandinn Logi Þorvaldsson er staddur í Los Angeles og eyddi laugardagskvöldinu í afmælisveislu hjá hinni einu sönnu Paris Hilton.

Með stórleik í McDonalds auglýsingu

Fyrirsætan Birta Abiba lék í McDonalds auglýsingu á dögunum.

List og leður

Elísabet Gunnars og fjölskyldu fóru á listasýningu um helgina.

Eldgosið lýsti upp himininn

Ása Steinars birta magnaðar myndir af eldgosinu á Reykjanesskaga.

Árshátíð Icepharma á Spáni

Skemmtikraftarnir Eva Ruza og Hjálmar Örn héldu uppi stuðinu á árshátíð Icepharma í Sitges á Spáni. 

Kolbrún Pálína markaðsfull­trúi hjá Icepharma var glæsileg á árshátíðinni. 

Einlæg afmæliskveðja

Helgi Ómars skrifaði fallega afmæliskveðju til unnustans Péturs Björgvins Sveinssonar á dögunum.

Hlaupadeit og góður matur

Aron Can birti myndaspyrpu fá helginni. Á myndum má sjá að hann lifir heilsusamlegum lífstíl þar sem hreyfing, útivist og hollar matarvenjur koma við sögu.

Barnlán í sumar

Ingó veðurguð og kærastan hans Alexandra Eir Davíðsdóttir eiga vona á stúlku í ágúst. 

Kærastinn innan handar

Sunneva Einars jafnar sig eftir aðgerð á fótum. Fyrstu dagana átti hún erftitt með að stíga í lappirnar svo kærastinn hennar, Benedikt Bjarnason, bar hana á milli staða í íbúðinni. 

Bíður eftir vorinu eins og barn eftir jólunum

Erna Kristín bíður spennt eftir danska vorinu.  

Komin í páskadressið

Ísdrottningin Ásdís Rán er byrjuð að safna meðmælum fyrir forsetaframboð í komandi kosningum.

Viðburðarrík vika 

Heiður Ósk Eggertsdóttir rifjaði upp vikuna sem var afar viðburðarík sem einkenndist af myndatökum, hreyfingu og miðbæjargleði.

Táknræn húðflúr

Hjónin Kristín Sif Björvinsdóttir útvarpskona og Stefán Jakobsson tónlistarmaður fengu sér eins húðflúr sem tákn fyrir börnin þeirra. 

Brokkólí freknur

Embla Wigum sýndi fylgjendum sínum á Instagram hvernig má töfra fram náttúrulegar freknur með því að nota brokkólí. 

Tókýó ævintýri

Tónlistarkonan Bríet Isis nýtur lífsins þessa dagana umkringd stjörnum í Japan. Í gær birti hún mynd af sér með japönsku tónlistarkonunum og tvíburasystrunum Ami og Ayja Suzuki, þekktar sem AMIAYA.

Semur nýja tónlist á ensku

Tónlistarmaðurinn Auður gaf út nýtt lag í vikunni sem var samið á ensku og íslensku. 

Óvænt steypiboð

Elísa Gróa Steinþórs­dótt­ir, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Miss Uni­verse Ice­land og fyrrum fegurðardrottning, fékk óvænt steypiboð á dögunum. En hún á von á sínu fyrsta barni með unnusta sínum Elís Guðmundssyni. 

„Heppnasti strákur í heiminum,“ skrifar Elísa við fallega myndaröð úr veislunni.


Tengdar fréttir

Stjörnulífið: Binni Glee fær ekki nóg af Laufeyju

Viðburðarík vika er nú að baki og báru árshátíðir og tónleikar Laufeyjar Lín í Hörpu þar hæst. Þá nýttu margir tækifærið og skelltu sér á skíði áður en snjórinn kveður okkur í bili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.