937 karlar og þeim fjölgar Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2024 17:01 Í Mottumars Krabbameinsfélagsins í ár hvetjum við karla þessa lands til að hreyfa sig, með sérstöku Kallaútkalli. Það er ekki að ástæðulausu, því regluleg hreyfing er eitt af því mikilvægasta sem við getum gert til að draga úr áhættunni á að fá krabbamein. Árlega greinast að meðaltali 937 karlar með krabbamein á Íslandi, algengast er blöðruhálskirtilskrabbamein, en þar á eftir koma ristil- og endaþarmskrabbamein og lungnakrabbamein. Margir læknast eða fá meðferð sem lengir líf en þrátt fyrir það er krabbamein dánarmein rúmlega fjórðungs þeirra sem látast árlega á Íslandi. Algengasta dánarmeinið er blöðruhálskirtilskrabbamein, þar á eftir fylgja lungnakrabbamein, ristil- og endaþarmskrabbamein og briskrabbamein. Fjölgun framundan Spáð er mikilli fjölgun krabbameina á Íslandi á næstu árum eða 57% aukningu til ársins 2040. Þetta er fyrst og fremst vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar en rúmlega helmingur allra krabbameina greinist hjá fólki sem er 65 ára og eldra. Best er að koma í veg fyrir krabbamein en næstbest er að greina þau snemma. Við þurfum því öll að þekkja helstu einkenni krabbameins og leita til læknis ef við verðum þeirra vör. Má þar nefna óvenjulegar blæðingar, sár sem ekki gróa, þykkildi, hnúta, nýja eða breytta fæðingabletti, óþægindi í meltingavegi, breytingar á hægðum og þvaglátum, þyngdartap, þrálátan hósta eða hæsi, óvenjulega þreytu eða viðvarandi verki. Lífsstíllinn skiptir máli Orsakir krabbameina er flókið samspil erfða og umhverfis og ekki er hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein. Hinsvegar er vitað að 30-40% krabbameina tengjast lífsstíl og að hreyfing er ein öflugasta forvörnin ásamt því að forðast tóbak, verja sig fyrir sólargeislum, borða hollan og fjölbreyttan mat og lágmarka áfengisneyslu. Öll hreyfing skiptir máli og mikilvægast að hver og einn finni þá hreyfingu sem honum hentar og ekki er verra ef hægt er að hafa gaman í leiðinni. Við skorum því á alla karla að standa upp úr sófanum, skella sér í sokkana og taka þátt í kallaútkalli Krabbameinsfélagsins. Höfundur er forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Í Mottumars Krabbameinsfélagsins í ár hvetjum við karla þessa lands til að hreyfa sig, með sérstöku Kallaútkalli. Það er ekki að ástæðulausu, því regluleg hreyfing er eitt af því mikilvægasta sem við getum gert til að draga úr áhættunni á að fá krabbamein. Árlega greinast að meðaltali 937 karlar með krabbamein á Íslandi, algengast er blöðruhálskirtilskrabbamein, en þar á eftir koma ristil- og endaþarmskrabbamein og lungnakrabbamein. Margir læknast eða fá meðferð sem lengir líf en þrátt fyrir það er krabbamein dánarmein rúmlega fjórðungs þeirra sem látast árlega á Íslandi. Algengasta dánarmeinið er blöðruhálskirtilskrabbamein, þar á eftir fylgja lungnakrabbamein, ristil- og endaþarmskrabbamein og briskrabbamein. Fjölgun framundan Spáð er mikilli fjölgun krabbameina á Íslandi á næstu árum eða 57% aukningu til ársins 2040. Þetta er fyrst og fremst vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar en rúmlega helmingur allra krabbameina greinist hjá fólki sem er 65 ára og eldra. Best er að koma í veg fyrir krabbamein en næstbest er að greina þau snemma. Við þurfum því öll að þekkja helstu einkenni krabbameins og leita til læknis ef við verðum þeirra vör. Má þar nefna óvenjulegar blæðingar, sár sem ekki gróa, þykkildi, hnúta, nýja eða breytta fæðingabletti, óþægindi í meltingavegi, breytingar á hægðum og þvaglátum, þyngdartap, þrálátan hósta eða hæsi, óvenjulega þreytu eða viðvarandi verki. Lífsstíllinn skiptir máli Orsakir krabbameina er flókið samspil erfða og umhverfis og ekki er hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein. Hinsvegar er vitað að 30-40% krabbameina tengjast lífsstíl og að hreyfing er ein öflugasta forvörnin ásamt því að forðast tóbak, verja sig fyrir sólargeislum, borða hollan og fjölbreyttan mat og lágmarka áfengisneyslu. Öll hreyfing skiptir máli og mikilvægast að hver og einn finni þá hreyfingu sem honum hentar og ekki er verra ef hægt er að hafa gaman í leiðinni. Við skorum því á alla karla að standa upp úr sófanum, skella sér í sokkana og taka þátt í kallaútkalli Krabbameinsfélagsins. Höfundur er forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar