Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Sigmar Guðmundsson skrifar 20. mars 2024 11:30 Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. Eitt helsta atriði skýrslunnar er að ekkert ráðuneyti eða stofnun hefur tekið skýra forystu í málum sem snúa að ópíóðafíkn og öðrum fíknivanda. „Heilbrigðisráðuneytið þarf að taka skýra forystu í málaflokknum.“ Að þetta sé staðan er beinlínis grátlegt. Skoðum hvað þetta þýðir. Það eru um 2700 manns sem biðja um pláss á Vogi á hverju ári. Stór hópur til viðbótar leitar beint í önnur úrræði, til dæmis á Landspítala. Það létust um 30 vegna ópíóðafíknar í fyrra, mest ungt fólk. Tugir til viðbótar létust úr sjúkdómnum með öðrum hætti. Varlega áætlað er tala látinna yfir 100 á ári. Það þurfa þúsundir einstaklinga að leita á náðir heilbrigðiskerfisins á hverju ári með banvænan sjúkdóm, en samt ríkir algert forystuleysi í málaflokknum. „Engin viðmælenda Ríkisendurskoðunar gat bent á hvar forysta í málaflokknum lægi.“ Þetta segir okkur að þótt heilbrigðisyfirvöld gangist við því að fíknivandi sé sjúkdómur, þá skortir yfirgengilega mikið upp á að vandanum sé sinnt með mannsæmandi hætti. Stjórnvöld hafa ekki einu sinni yfirsýn yfir verkefnin sem þarf að sinna vegna alvarlega veiks fólks sem á skýlausan rétt á heilbrigðisþjónustu en fær hana ekki. Það hefur verið vitað í fjölmörg ár að meðferðarpláss á Íslandi eru allt of fá. Það skortir endurhæfingu. Það skortir bráðaþjónustu. Það er skortur á fjármagni. Skortur á skaðaminnkun. Alvarlegastur er samt áratuga skortur á ráðamönnum sem raunverulega skynja og skilja hvað vandinn er hrikalega stór og víðtækur. Hringir það í alvöru engum bjöllum að nokkur þúsund manns með banvænan sjúkdóm biðja um aðstoð á hverju ári? Mun fleiri en greinast með krabbamein árlega. Það er fleira sem kemur fram í úttektinni. „Heilbrigðisráðuneyti hefur ekki metið fjárþörf vegna ópíóíðavanda auk þess sem þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu vegna vímuefnavanda hefur ekki verið kortlögð með heildstæðum hætti.“ Þetta er sorglegt að lesa því ópíóðavandinn hefur verið staðreynd í íslensku samfélagi í áratugi og neyslan er að aukast mikið. Samt hafa yfirvöld ekki drattast til að kortleggja hversu mikla þjónustu þurfi að veita eða hverskonar þjónustu. Hvað þá að menn hafi lagst yfir hvað hún geti kostað. Málaflokkurinn danglar bara einhvern veginn áfram á sjálfstýringu og heilbrigðisyfirvöld reiða sig á að grasrótar og félagasamtök dragi vagninn. Svona hefur þetta verið í áratugi. Augljósasta dæmið um þetta er sú dapra staðreynd að ríkið niðurgreiðir lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar hjá SÁÁ fyrir 90 manns á ári. Það er óbreytt frá árinu 2014 á meðan vandinn vex og vex. Þetta er meðferð við hættulegustu neyslunni. Í fyrra fengu hins vegar 358 einstaklingar þessa meðferð hjá SÁÁ. Þetta þýðir að íslenska ríkið borgar þessa lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu fyrir einn af hverjum fjórum sem meðferðina þiggja. 268 sjúklingar fá þessa sjálfsögðu heilbrigðisþjónustu eingöngu vegna þess að fjöldi fólks nennir að selja álfinn í Kringlunni og Smáralind, en ekki vegna þess að ríkið tryggi hana. Stjórnarskrárbundin réttur til heilbrigðisþjónustu á ekki að ráðast af því hversu dugleg félagasamtök eru að selja fígúrur í verslunarmiðstöðvum eða biðja um fé frá fyrirtækjum. Myndum við sætta okkur við að sjúklingur kæmist ekki í hjartaaðgerð eða að krabbameinssjúkur fengi ekki lyf vegna þess að einhver álfasala í Glæsibæ gekk ekki nógu vel? Auðvitað ekki, þetta er bara della og þvæla og við eigum ekki að sætta okkur við þetta lengur. Það kostar um 100 milljónir að borga þessa meðferð að fullu fyrir alla og ég hef lagt fram þingmál sem á að tryggja að það verði gert. Vonandi verður það samþykkt. Það kemur líka fram í úttektinni að hópur fólks fær ekki þjónustu við hæfi í þeim úrræðum sem til eru og einnig að það sárvanti bráðaþjónustu fyrir fíknisjúka. Þetta er mjög mikilvægt atriði sem lengi hefur verið talað um en lítið þokast áfram. Það vantar líka reglugerð og klínískar leiðbeiningar um ópíóðameðferðina og allt þetta er ekki tæmandi upptalning á því sem Ríkisendurskoðun nefnir. Staðan er einfaldlega grafalvarleg og við þurfum að gera miklu betur. Vonandi ýtir þessi skýrsla við stjórnvöldum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Fíkn Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. Eitt helsta atriði skýrslunnar er að ekkert ráðuneyti eða stofnun hefur tekið skýra forystu í málum sem snúa að ópíóðafíkn og öðrum fíknivanda. „Heilbrigðisráðuneytið þarf að taka skýra forystu í málaflokknum.“ Að þetta sé staðan er beinlínis grátlegt. Skoðum hvað þetta þýðir. Það eru um 2700 manns sem biðja um pláss á Vogi á hverju ári. Stór hópur til viðbótar leitar beint í önnur úrræði, til dæmis á Landspítala. Það létust um 30 vegna ópíóðafíknar í fyrra, mest ungt fólk. Tugir til viðbótar létust úr sjúkdómnum með öðrum hætti. Varlega áætlað er tala látinna yfir 100 á ári. Það þurfa þúsundir einstaklinga að leita á náðir heilbrigðiskerfisins á hverju ári með banvænan sjúkdóm, en samt ríkir algert forystuleysi í málaflokknum. „Engin viðmælenda Ríkisendurskoðunar gat bent á hvar forysta í málaflokknum lægi.“ Þetta segir okkur að þótt heilbrigðisyfirvöld gangist við því að fíknivandi sé sjúkdómur, þá skortir yfirgengilega mikið upp á að vandanum sé sinnt með mannsæmandi hætti. Stjórnvöld hafa ekki einu sinni yfirsýn yfir verkefnin sem þarf að sinna vegna alvarlega veiks fólks sem á skýlausan rétt á heilbrigðisþjónustu en fær hana ekki. Það hefur verið vitað í fjölmörg ár að meðferðarpláss á Íslandi eru allt of fá. Það skortir endurhæfingu. Það skortir bráðaþjónustu. Það er skortur á fjármagni. Skortur á skaðaminnkun. Alvarlegastur er samt áratuga skortur á ráðamönnum sem raunverulega skynja og skilja hvað vandinn er hrikalega stór og víðtækur. Hringir það í alvöru engum bjöllum að nokkur þúsund manns með banvænan sjúkdóm biðja um aðstoð á hverju ári? Mun fleiri en greinast með krabbamein árlega. Það er fleira sem kemur fram í úttektinni. „Heilbrigðisráðuneyti hefur ekki metið fjárþörf vegna ópíóíðavanda auk þess sem þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu vegna vímuefnavanda hefur ekki verið kortlögð með heildstæðum hætti.“ Þetta er sorglegt að lesa því ópíóðavandinn hefur verið staðreynd í íslensku samfélagi í áratugi og neyslan er að aukast mikið. Samt hafa yfirvöld ekki drattast til að kortleggja hversu mikla þjónustu þurfi að veita eða hverskonar þjónustu. Hvað þá að menn hafi lagst yfir hvað hún geti kostað. Málaflokkurinn danglar bara einhvern veginn áfram á sjálfstýringu og heilbrigðisyfirvöld reiða sig á að grasrótar og félagasamtök dragi vagninn. Svona hefur þetta verið í áratugi. Augljósasta dæmið um þetta er sú dapra staðreynd að ríkið niðurgreiðir lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar hjá SÁÁ fyrir 90 manns á ári. Það er óbreytt frá árinu 2014 á meðan vandinn vex og vex. Þetta er meðferð við hættulegustu neyslunni. Í fyrra fengu hins vegar 358 einstaklingar þessa meðferð hjá SÁÁ. Þetta þýðir að íslenska ríkið borgar þessa lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu fyrir einn af hverjum fjórum sem meðferðina þiggja. 268 sjúklingar fá þessa sjálfsögðu heilbrigðisþjónustu eingöngu vegna þess að fjöldi fólks nennir að selja álfinn í Kringlunni og Smáralind, en ekki vegna þess að ríkið tryggi hana. Stjórnarskrárbundin réttur til heilbrigðisþjónustu á ekki að ráðast af því hversu dugleg félagasamtök eru að selja fígúrur í verslunarmiðstöðvum eða biðja um fé frá fyrirtækjum. Myndum við sætta okkur við að sjúklingur kæmist ekki í hjartaaðgerð eða að krabbameinssjúkur fengi ekki lyf vegna þess að einhver álfasala í Glæsibæ gekk ekki nógu vel? Auðvitað ekki, þetta er bara della og þvæla og við eigum ekki að sætta okkur við þetta lengur. Það kostar um 100 milljónir að borga þessa meðferð að fullu fyrir alla og ég hef lagt fram þingmál sem á að tryggja að það verði gert. Vonandi verður það samþykkt. Það kemur líka fram í úttektinni að hópur fólks fær ekki þjónustu við hæfi í þeim úrræðum sem til eru og einnig að það sárvanti bráðaþjónustu fyrir fíknisjúka. Þetta er mjög mikilvægt atriði sem lengi hefur verið talað um en lítið þokast áfram. Það vantar líka reglugerð og klínískar leiðbeiningar um ópíóðameðferðina og allt þetta er ekki tæmandi upptalning á því sem Ríkisendurskoðun nefnir. Staðan er einfaldlega grafalvarleg og við þurfum að gera miklu betur. Vonandi ýtir þessi skýrsla við stjórnvöldum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun