Umfjöllun: Haukar - Valur 28-26 | Valsmenn að missa af deildarmeistaratitlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. mars 2024 21:44 Ólafur Ægir Ólafsson átti virkilega góðan leik í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Haukar unnu gríðarlega sterkan tveggja marka sigur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í 19. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 28-26. Leikurinn fór nokkuð vel af stað og skiptust liðin að miklu leyti á að skora. Haukar áttu þó í töluvert meiri vandræðum með að brjóta vörn Valsmanna á bak aftur og var augljóst að heimamenn þurftu að hafa meira fyrir sínum mörkum. Þrátt fyrir það náðu Valsmenn ekki að byggja upp neitt forskot til að tala um og náðu mest tveggja marka forystu í fyrri hálfleik. Þegar hálfleikurinn var rétt rúmlega hálfnaður virtust Haukarnir svo kveikja almennilega á sér og við tók góður kafli heimamanna. Haukarnir voru fljótir að vinna upp forkot gestanna og komu sér sjálfir í tveggja marka forystu í stöðunni 8-10. Mest náði liðið þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, en munurinn var þó aðeins tvö mörk á liðunum þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, staðan 15-13, Haukum í vil. Síðari hálfleikur hófst svo á svipaðan hátt og sá fyrri endaði. Liðin skiptust á að skora og áfram héldu Haukar að stjórna tempóinu með löngum sóknum sem oftar en ekki enduðu með marki eftir að höndin var komin upp. Erfitt var að sjá hvernig þetta leikplan Hauka ætlaði að ganga upp þar sem hver einasta sókn þeirra kostaði mikla orku, en að sama skapi dró hægt og rólega af Valsmönnum með hverju markinu sem Haukar skoruðu eftir langa sókn. Heimamenn héldu eins til tveggja marka forskoti stærstan hluta síðari hálfleiks, fyrir utan þegar Ísak Gústafsson kom Valsmönnum í eins marks forystu þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Haukar létu þó ekki slá sig út af laginu, héldu sínu striki, og náðu aftur þriggja marka forskoti í stöðunni 25-22 þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Það bil náðu Valsmenn aldrei að brúa, þrátt fyrir að Haukar hafi misst Þráinn Orra Jónsson af velli með beint rautt spjald, og heimamenn sigldu að lokum heim tveggja marka sigri, 28-26. Eftir sigurinn sitja Haukar í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig þegar liðið á þrjá leiki eftir. Valsmenn sitja hins vegar enn í öðru sæti með 30 stig, þremur stigum á eftir toppliði FH sem á leik til góða. Af hverju unnu Haukar? Haukar gerðu virkilega vel í að stjórna tempóinu í leik kvöldsins og hleyptu Valsmönnum nánast aldrei í þann hraða bolta sem þeir eru þekktir fyrir. Haukarnir voru rólegir og yfirvegaðir í mörgum af sínum sóknaraðgerðum og náðu ótrúlega oft að troða inn marki löngu eftir að höndin var komin upp hjá dómurunum. Hverjir stóðu upp úr? Það eru nokkrir sem gera tilkall til þess að vera menn leiksins, en að öðrum ólöstuðum átti Ólafur Ægir Ólafsson líklega stærsta þáttinn í sigri Hauka. Hann endaði með sjö mörk úr átta skotum og leysti liðið oft úr snörunni í síðari hálfleik þegar sóknir heimamanna voru við það að renna út í sandinn. Þá átti Magnús Gunnar Karlsson góða innkomu í Haukamarkið í síðari hálfleik og varði sex af þeim þrettán skotum sem hann fékk á sig, þar af tvö hraðaupphlaup í það minnsta. Í liði Vals var Ísak Gústafsson markahæstur með sjö mörk og Benedikt Gunnar Óskarsson kom þar á eftir með fimm. Hvað gekk illa? Eins og Haukum gekk vel að halda hröðu Valsliðinu í skefjum gekk Valsmönnum illa að keyra upp tempóið eins og þeir gjarnan vilja. Langar sóknir Hauka virtust fara virkilega í taugarnar á gestunum og þegar Valsmenn höfðu tækifæri til að keyra hratt í seinni hálfleik var Magnús Gunnar Karlsson mættur í markið til að slökkva í þeirri von. Hvað gerist næst? Valsmenn halda nú ti Rúmeníu þar sem liðið mætir Steaua Bucuresti í átta liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta næstkomandi sunnudag. Næsti leikur þeirra í deild er hins vegar gegn Gróttu í N1-höllinni næstkomandi miðvikudag. Haukar eiga annan stórleik fyrir höndum þegar liðið heimsækir FH í Hafnarfjarðarslag að viku liðinni. Olís-deild karla Haukar Valur
Haukar unnu gríðarlega sterkan tveggja marka sigur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í 19. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 28-26. Leikurinn fór nokkuð vel af stað og skiptust liðin að miklu leyti á að skora. Haukar áttu þó í töluvert meiri vandræðum með að brjóta vörn Valsmanna á bak aftur og var augljóst að heimamenn þurftu að hafa meira fyrir sínum mörkum. Þrátt fyrir það náðu Valsmenn ekki að byggja upp neitt forskot til að tala um og náðu mest tveggja marka forystu í fyrri hálfleik. Þegar hálfleikurinn var rétt rúmlega hálfnaður virtust Haukarnir svo kveikja almennilega á sér og við tók góður kafli heimamanna. Haukarnir voru fljótir að vinna upp forkot gestanna og komu sér sjálfir í tveggja marka forystu í stöðunni 8-10. Mest náði liðið þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, en munurinn var þó aðeins tvö mörk á liðunum þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, staðan 15-13, Haukum í vil. Síðari hálfleikur hófst svo á svipaðan hátt og sá fyrri endaði. Liðin skiptust á að skora og áfram héldu Haukar að stjórna tempóinu með löngum sóknum sem oftar en ekki enduðu með marki eftir að höndin var komin upp. Erfitt var að sjá hvernig þetta leikplan Hauka ætlaði að ganga upp þar sem hver einasta sókn þeirra kostaði mikla orku, en að sama skapi dró hægt og rólega af Valsmönnum með hverju markinu sem Haukar skoruðu eftir langa sókn. Heimamenn héldu eins til tveggja marka forskoti stærstan hluta síðari hálfleiks, fyrir utan þegar Ísak Gústafsson kom Valsmönnum í eins marks forystu þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Haukar létu þó ekki slá sig út af laginu, héldu sínu striki, og náðu aftur þriggja marka forskoti í stöðunni 25-22 þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Það bil náðu Valsmenn aldrei að brúa, þrátt fyrir að Haukar hafi misst Þráinn Orra Jónsson af velli með beint rautt spjald, og heimamenn sigldu að lokum heim tveggja marka sigri, 28-26. Eftir sigurinn sitja Haukar í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig þegar liðið á þrjá leiki eftir. Valsmenn sitja hins vegar enn í öðru sæti með 30 stig, þremur stigum á eftir toppliði FH sem á leik til góða. Af hverju unnu Haukar? Haukar gerðu virkilega vel í að stjórna tempóinu í leik kvöldsins og hleyptu Valsmönnum nánast aldrei í þann hraða bolta sem þeir eru þekktir fyrir. Haukarnir voru rólegir og yfirvegaðir í mörgum af sínum sóknaraðgerðum og náðu ótrúlega oft að troða inn marki löngu eftir að höndin var komin upp hjá dómurunum. Hverjir stóðu upp úr? Það eru nokkrir sem gera tilkall til þess að vera menn leiksins, en að öðrum ólöstuðum átti Ólafur Ægir Ólafsson líklega stærsta þáttinn í sigri Hauka. Hann endaði með sjö mörk úr átta skotum og leysti liðið oft úr snörunni í síðari hálfleik þegar sóknir heimamanna voru við það að renna út í sandinn. Þá átti Magnús Gunnar Karlsson góða innkomu í Haukamarkið í síðari hálfleik og varði sex af þeim þrettán skotum sem hann fékk á sig, þar af tvö hraðaupphlaup í það minnsta. Í liði Vals var Ísak Gústafsson markahæstur með sjö mörk og Benedikt Gunnar Óskarsson kom þar á eftir með fimm. Hvað gekk illa? Eins og Haukum gekk vel að halda hröðu Valsliðinu í skefjum gekk Valsmönnum illa að keyra upp tempóið eins og þeir gjarnan vilja. Langar sóknir Hauka virtust fara virkilega í taugarnar á gestunum og þegar Valsmenn höfðu tækifæri til að keyra hratt í seinni hálfleik var Magnús Gunnar Karlsson mættur í markið til að slökkva í þeirri von. Hvað gerist næst? Valsmenn halda nú ti Rúmeníu þar sem liðið mætir Steaua Bucuresti í átta liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta næstkomandi sunnudag. Næsti leikur þeirra í deild er hins vegar gegn Gróttu í N1-höllinni næstkomandi miðvikudag. Haukar eiga annan stórleik fyrir höndum þegar liðið heimsækir FH í Hafnarfjarðarslag að viku liðinni.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti