Innlent

Ráðist á nemanda Valhúsaskóla í Haga­skóla

Árni Sæberg skrifar
Ballið var haldið í Hagaskóla eftir vel heppnaðan Való-Hagó dag svokallaðan, eða Hagó-Való dag, eftir því hver er spurður.
Ballið var haldið í Hagaskóla eftir vel heppnaðan Való-Hagó dag svokallaðan, eða Hagó-Való dag, eftir því hver er spurður. Vísir/Vilhelm

Lögregla hefur líkamsárás á sameiginlegu skólaballi Valhúsaskóla og Hagaskóla, sem haldið var í síðarnefnda skólanum í gærkvöldi, til rannsóknar. Óttast var að nemandi við Valhúsaskóla hefði handleggsbrotnað eftir árásina en við nánari skoðun reyndist það ekki rétt.

Þetta staðfestir Ásmundur Rúnar Gylfason, stöðvarstjóri á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, í samtali við Vísi. Mbl.is greindi fyrst frá málinu, með vísan til tilkynningar frá stjórnendum Valhúsaskóla.

Ásmundur Rúnar segir að málið sé til rannsóknar hjá lögreglu en formleg kæra hafi ekki verið lögð fram enn sem komið er. Búast megi við því að það verði gert. Minnst einn sem er viðriðinn máli hafi náð fimmtán ára aldri og sé því sakhæfur. Málið verði unnið í nánu sambandi við foreldra og barnaverndaryfirvöld.

Líður vel eftir atvikum

Hann segir að upphaflega hafi verið óttast að nemandi sem fyrir árásinni varð hafi handleggsbrotnað en við nánari skoðun í gær hafi komið í ljós að hann væri óbrotinn. Í tölvupósti frá stjórnendum Valhúsaskóla til foreldra nemenda við skólann segir að nemandanum líði vel eftir atvikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×