Máttu ekki leggja félagið niður á fundi sem var boðaður með plaggi í glugga Árni Sæberg skrifar 20. mars 2024 18:55 Ekki var talið fullnægjandi að boða aðalfund með því að hengja auglýsingu í þennan glugga. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt afdrifaríkar ákvarðanir sem teknar voru á aðalfundi félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) í júní árið 2022. Dómurinn taldi að brotið hefði verið gegn jafnræði félagsmanna með því að boða til aðalfundarins með því að hengja tilkynningu í glugga húsnæðis félagsins. Forsaga málsins er sú að aðalfundur MÍR ákvað að hætta þáverandi starfsemi sinni og færa allar eignir í nýjan menningarsjóð í júní í fyrra. Sala á um þrjú hundruð fermetra húsnæði félagsins við Hverfisgötu 105 myndaði stofnfé sjóðsins sem ætti að styrkja menningarstarf sem tengdist menningu og sögu Rússlands. Þrír félagsmenn stefndu stjórn félagsins til ógildingar ákvarðana aðalfundarins á grundvelli þess að ólöglega hefði verið boðað til fundarins. Auglýsing rituð með tússpenna á A4-blað Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag, segir að Stjórn MÍR hafi haldið stjórnarfund 3. júní 2022. Á hann hafi komið formaður, varaformaður og þrír meðstjórnendur en tveir stjórnarmenn hafi verið fjarverandi. Samkvæmt fundargerð hafi þar verið rætt fyrirkomulag aðalfundar, sem ákveðið hafi verið að halda 26. júní 2022. Jafnframt hafi verið ákveðið að varaformaður yrði fundarstjóri. Þá hafi verið kynnt drög að skipulagsskrá menningarsjóðs og greinargerð og tillaga lögð fram um slit á félaginu MÍR og stofnun nýrrar sjálfseignarstofnunar. Í fundargerð hafi eftirfarandi verið bókað: „Gerð var auglýsing um aðalfundinn sem sett var í glugga við aðalinnganginn.“ „Þessi auglýsing, rituð með tússpenna á að því er virðist A4-blað, var sett í glugga við aðalinngang að skrifstofu félagsins að Hverfisgötu. Að sögn stjórnarmanna hafði þetta fyrirkomulag auglýsingar og birting lengi tíðkast hjá félaginu við boðun félagsfunda, þar með talið aðalfunda.“ Fimm til tíu félagsmenn mættu Aðalfundur MÍR hafi farið fram á skrifstofu félagsins að Hverfisgötu 105, 26. júní 2022 og verið settur klukkan 14:25. Ekki hafi verið haldin skrá um fundarsókn en að sögn stjórnar hafi komið á fundinn auk stjórnarmanna fimm til tíu félagsmenn. Þetta hafi stefnendur talið rangt, einungis stjórnarmenn hefðu verið á fundinum. Tillaga um slit félagsins, sölu á húsnæði þess og stofnun menningarsjóðs hafi verið samþykkt samhljóða. Þá hafi sitjandi stjórn verið endurkjörin. „Stefnendur, sem hafa verið félagsmenn í marga áratugi, sætta sig ekki við þessa ákvörðun. Þau telja að ekki hafi verið réttilega boðað til aðalfundarins, margir félagsmenn hafi ekki vitað af honum, hvað þá hvaða ákvörðun væri ráðgert að taka og því sé ákvörðun fundarins ólögmæt. Þar eð þau hafi ekki vitað af fundinum hafi þau ekki sótt hann.“ Samþykktir þögular um boðun aðalfundar Í niðurstöðukafla dómsins segir að álitamálið hafi verið hvort stjórn félagsins hefði boðað til aðalfundar með lögmætum hætti. MÍR sé almennt félag og löggjafinn hafi ekki sett sérstök lög um starfsemi slíkra félaga þótt þeim beri að fylgja ýmsum lögum sem gilda almennt ,svo sem um bókhald. Þegar leysa þurfi úr ágreiningi sem kemur upp innan slíkra félaga beri að leita svara í samþykktum félagsins og ólögfestum meginreglum sem gilda um almenn félög sem hafa ekki bein fjárhagsleg markmið með tilvist sinni. Samþykktir félagsins, sem í tilfelli MÍR séu kölluð lög félagsins, séu þögul um margt, þar á meðal hvenær á árinu skuli halda aðalfund svo og með hvaða aðferð skuli boða til hans. Þar sem lögum sé ekki til að dreifa um starfsemi almennra félaga þurfi því að byggja niðurstöðu á ólögfestum meginreglum félagaréttarins. Félagsmenn hefðu þurft að fara reglulega á Hverfisgötu Í meginreglu um jafnræði félagsmanna felist að allir félagsmenn eigi jafnan rétt á að láta afstöðu sína til mikilvægra málefna í ljós. Það sé tilgangur aðalfundar að fá þessa afstöðu félagsmanna fram og tryggja beri að þeir geti tekið þátt í þeim ákvörðunum sem rétt er og eðlilegt að taka á aðalfundi. Óskráðar reglur félagaréttar endurspegli þennan grundvallarrétt félagsmanna. Vegna jafnræðisreglunnar þurfi aðferð við boðun á aðalfund því að vera þannig að sem mestar líkur séu á því að sem flestir félagsmenn fái boðunina og viti, í tæka tíð, hvað standi til að ræða og taka ákvörðun um. Áður fyrr hafi almennt verið talið auðveldast að ná til allra félagsmanna með því að setja auglýsingu í víðlesnasta dagblaðið og það sé í eldri fræðum talin fullnægjandi aðferð við boðun. Með breyttum tímum og breyttri útgáfu fjölmiðla hafi þessi aðferð ekki verið talin jafn trygg og hún var. Rafrænir samfélagsmiðlar hafi tekið við af prentuðum dagblöðum. Að sama skapi hafi hefðbundnar bréfasendingar nánast lagst af og rafræn bréf tekið við af þeim. Fyrir liggi í málinu að til fundarins hafi verið boðað með því að hengja handskrifa tilkynningu í glugga húsnæðis félagsins. Því hefði almennur félagsmaður þurft að gera sér reglulega ferð að Hverfisgötu til þess að vita hvenær aðalfundur yrði. Hefðu átt að senda tölvupóst Engin önnur rök en hefð hafi verið færð fyrir því að þessi sjaldgæfa og fornfálega aðferð væri notuð til þess að boða félagsmenn á aðalfund. Fyrir liggi að bæði félagið og félagsmenn hafi verið nægilega tæknivædd fyrir þann boðunarmáta sem er nú almennt viðurkenndur í fámennum hagsmunafélögum. Stjórn félagsins eigi svokallaðan póstlista, það er að segja samansafn rafpóstfanga allra félagsmanna. Sá póstlisti hafi á undanförnum árum verið notaður til þess að minna félagsmenn á að greiða árgjöld í stað þess að félagið setji þær kröfur í innheimtu. „Verður að telja að í nútímasamfélagi sé tölvupóstur ódýrasti, fljótvirkasti og einfaldasti mátinn. Jafneinfaldur og að skrifa fundarboð á blað og líma það í glugga. Með boðun í tölvupósti virðir stjórn félagsins jafnframt meginregluna um jafnrétti félagsmanna því að öllu eðlilegu ætti boðun að koma í pósthólf í tölvum eða símum allra félagsmanna samtímis, hvar sem þeir búa á landinu. Ekki voru færð nein rök fyrir því hvers vegna þessari handhægu, tiltæku og þekktu aðferð var ekki beitt við að boða félagsmenn á aðalfund.“ Ákvarðanirnar ógiltar Dómurinn geti ekki fallist á að boðun til aðalfundar sem fer fram með því móti að tilkynning sé límd í glugga við inngang, þó það sé í húsnæði félagsins í miðbæ Reykjavíkur, sé í samræmi við meginreglu um jafnrétti félagsmanna. Þessi aðferð við boðun til æðstu samkomu félagsins sé ekki heldur í samræmi við þær trúnaðarskyldur sem hvíla á stjórninni gagnvart félagsmönnum. Það sé því niðurstaða dómsins að þegar lög félagsins séu túlkuð með hliðsjón af meginreglum félagaréttar hafi boðun á aðalfund félagsins 26. júní 2022 ekki uppfyllt það skilyrði að allir félagsmenn hafi átt kost á að vita af fundinum. Að mati dómsins hafi aðferðin við boðun til aðalfundar brotið gegn meginreglu félagaréttar um jafnræði félagsmanna og því hafi fundarboðunin ekki verið lögmæt í skilningi laga félagsins. Því hafi ekki verið hægt að taka lögmætar ákvarðanir á fundinum sem væru bindandi fyrir félagið og félagsmenn. Stefnendur krefjist þess að tilteknar ákvarðanir sem voru teknar á fundinum verði ógiltar og þyki framkomin nægileg rök til þessað fallast á kröfur þeirra. Því voru ákvarðanir aðalfundar ógiltar. Þrátt fyrir þá niðurstöðu var talið rétt að hver málsaðili um sig beri sinn kostnað af málinu. Félagasamtök Dómsmál Rússland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Forsaga málsins er sú að aðalfundur MÍR ákvað að hætta þáverandi starfsemi sinni og færa allar eignir í nýjan menningarsjóð í júní í fyrra. Sala á um þrjú hundruð fermetra húsnæði félagsins við Hverfisgötu 105 myndaði stofnfé sjóðsins sem ætti að styrkja menningarstarf sem tengdist menningu og sögu Rússlands. Þrír félagsmenn stefndu stjórn félagsins til ógildingar ákvarðana aðalfundarins á grundvelli þess að ólöglega hefði verið boðað til fundarins. Auglýsing rituð með tússpenna á A4-blað Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag, segir að Stjórn MÍR hafi haldið stjórnarfund 3. júní 2022. Á hann hafi komið formaður, varaformaður og þrír meðstjórnendur en tveir stjórnarmenn hafi verið fjarverandi. Samkvæmt fundargerð hafi þar verið rætt fyrirkomulag aðalfundar, sem ákveðið hafi verið að halda 26. júní 2022. Jafnframt hafi verið ákveðið að varaformaður yrði fundarstjóri. Þá hafi verið kynnt drög að skipulagsskrá menningarsjóðs og greinargerð og tillaga lögð fram um slit á félaginu MÍR og stofnun nýrrar sjálfseignarstofnunar. Í fundargerð hafi eftirfarandi verið bókað: „Gerð var auglýsing um aðalfundinn sem sett var í glugga við aðalinnganginn.“ „Þessi auglýsing, rituð með tússpenna á að því er virðist A4-blað, var sett í glugga við aðalinngang að skrifstofu félagsins að Hverfisgötu. Að sögn stjórnarmanna hafði þetta fyrirkomulag auglýsingar og birting lengi tíðkast hjá félaginu við boðun félagsfunda, þar með talið aðalfunda.“ Fimm til tíu félagsmenn mættu Aðalfundur MÍR hafi farið fram á skrifstofu félagsins að Hverfisgötu 105, 26. júní 2022 og verið settur klukkan 14:25. Ekki hafi verið haldin skrá um fundarsókn en að sögn stjórnar hafi komið á fundinn auk stjórnarmanna fimm til tíu félagsmenn. Þetta hafi stefnendur talið rangt, einungis stjórnarmenn hefðu verið á fundinum. Tillaga um slit félagsins, sölu á húsnæði þess og stofnun menningarsjóðs hafi verið samþykkt samhljóða. Þá hafi sitjandi stjórn verið endurkjörin. „Stefnendur, sem hafa verið félagsmenn í marga áratugi, sætta sig ekki við þessa ákvörðun. Þau telja að ekki hafi verið réttilega boðað til aðalfundarins, margir félagsmenn hafi ekki vitað af honum, hvað þá hvaða ákvörðun væri ráðgert að taka og því sé ákvörðun fundarins ólögmæt. Þar eð þau hafi ekki vitað af fundinum hafi þau ekki sótt hann.“ Samþykktir þögular um boðun aðalfundar Í niðurstöðukafla dómsins segir að álitamálið hafi verið hvort stjórn félagsins hefði boðað til aðalfundar með lögmætum hætti. MÍR sé almennt félag og löggjafinn hafi ekki sett sérstök lög um starfsemi slíkra félaga þótt þeim beri að fylgja ýmsum lögum sem gilda almennt ,svo sem um bókhald. Þegar leysa þurfi úr ágreiningi sem kemur upp innan slíkra félaga beri að leita svara í samþykktum félagsins og ólögfestum meginreglum sem gilda um almenn félög sem hafa ekki bein fjárhagsleg markmið með tilvist sinni. Samþykktir félagsins, sem í tilfelli MÍR séu kölluð lög félagsins, séu þögul um margt, þar á meðal hvenær á árinu skuli halda aðalfund svo og með hvaða aðferð skuli boða til hans. Þar sem lögum sé ekki til að dreifa um starfsemi almennra félaga þurfi því að byggja niðurstöðu á ólögfestum meginreglum félagaréttarins. Félagsmenn hefðu þurft að fara reglulega á Hverfisgötu Í meginreglu um jafnræði félagsmanna felist að allir félagsmenn eigi jafnan rétt á að láta afstöðu sína til mikilvægra málefna í ljós. Það sé tilgangur aðalfundar að fá þessa afstöðu félagsmanna fram og tryggja beri að þeir geti tekið þátt í þeim ákvörðunum sem rétt er og eðlilegt að taka á aðalfundi. Óskráðar reglur félagaréttar endurspegli þennan grundvallarrétt félagsmanna. Vegna jafnræðisreglunnar þurfi aðferð við boðun á aðalfund því að vera þannig að sem mestar líkur séu á því að sem flestir félagsmenn fái boðunina og viti, í tæka tíð, hvað standi til að ræða og taka ákvörðun um. Áður fyrr hafi almennt verið talið auðveldast að ná til allra félagsmanna með því að setja auglýsingu í víðlesnasta dagblaðið og það sé í eldri fræðum talin fullnægjandi aðferð við boðun. Með breyttum tímum og breyttri útgáfu fjölmiðla hafi þessi aðferð ekki verið talin jafn trygg og hún var. Rafrænir samfélagsmiðlar hafi tekið við af prentuðum dagblöðum. Að sama skapi hafi hefðbundnar bréfasendingar nánast lagst af og rafræn bréf tekið við af þeim. Fyrir liggi í málinu að til fundarins hafi verið boðað með því að hengja handskrifa tilkynningu í glugga húsnæðis félagsins. Því hefði almennur félagsmaður þurft að gera sér reglulega ferð að Hverfisgötu til þess að vita hvenær aðalfundur yrði. Hefðu átt að senda tölvupóst Engin önnur rök en hefð hafi verið færð fyrir því að þessi sjaldgæfa og fornfálega aðferð væri notuð til þess að boða félagsmenn á aðalfund. Fyrir liggi að bæði félagið og félagsmenn hafi verið nægilega tæknivædd fyrir þann boðunarmáta sem er nú almennt viðurkenndur í fámennum hagsmunafélögum. Stjórn félagsins eigi svokallaðan póstlista, það er að segja samansafn rafpóstfanga allra félagsmanna. Sá póstlisti hafi á undanförnum árum verið notaður til þess að minna félagsmenn á að greiða árgjöld í stað þess að félagið setji þær kröfur í innheimtu. „Verður að telja að í nútímasamfélagi sé tölvupóstur ódýrasti, fljótvirkasti og einfaldasti mátinn. Jafneinfaldur og að skrifa fundarboð á blað og líma það í glugga. Með boðun í tölvupósti virðir stjórn félagsins jafnframt meginregluna um jafnrétti félagsmanna því að öllu eðlilegu ætti boðun að koma í pósthólf í tölvum eða símum allra félagsmanna samtímis, hvar sem þeir búa á landinu. Ekki voru færð nein rök fyrir því hvers vegna þessari handhægu, tiltæku og þekktu aðferð var ekki beitt við að boða félagsmenn á aðalfund.“ Ákvarðanirnar ógiltar Dómurinn geti ekki fallist á að boðun til aðalfundar sem fer fram með því móti að tilkynning sé límd í glugga við inngang, þó það sé í húsnæði félagsins í miðbæ Reykjavíkur, sé í samræmi við meginreglu um jafnrétti félagsmanna. Þessi aðferð við boðun til æðstu samkomu félagsins sé ekki heldur í samræmi við þær trúnaðarskyldur sem hvíla á stjórninni gagnvart félagsmönnum. Það sé því niðurstaða dómsins að þegar lög félagsins séu túlkuð með hliðsjón af meginreglum félagaréttar hafi boðun á aðalfund félagsins 26. júní 2022 ekki uppfyllt það skilyrði að allir félagsmenn hafi átt kost á að vita af fundinum. Að mati dómsins hafi aðferðin við boðun til aðalfundar brotið gegn meginreglu félagaréttar um jafnræði félagsmanna og því hafi fundarboðunin ekki verið lögmæt í skilningi laga félagsins. Því hafi ekki verið hægt að taka lögmætar ákvarðanir á fundinum sem væru bindandi fyrir félagið og félagsmenn. Stefnendur krefjist þess að tilteknar ákvarðanir sem voru teknar á fundinum verði ógiltar og þyki framkomin nægileg rök til þessað fallast á kröfur þeirra. Því voru ákvarðanir aðalfundar ógiltar. Þrátt fyrir þá niðurstöðu var talið rétt að hver málsaðili um sig beri sinn kostnað af málinu.
Félagasamtök Dómsmál Rússland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira