Börn drepa dýr með teygjubyssum og deila myndefni á WhatsApp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2024 08:41 Mynd af teygjubyssu og dauðum íkorna, sem deilt var í einum af hópunum. Sky News Rannsókn Sky News hefur varpað ljósi á hópa á samskiptamiðlinum WhatsApp þar sem um 500 einstaklingar á Bretlandseyjum, aðallega ungmenni, deilir myndum og myndskeiðum þar sem dýr eru skotin, særð og drepin með teygjubyssum. Sum myndskeiðin sýna dýrin heyja langt dauðastríð en á öðrm má sjá fólk misþyrma dýrunum eftir að hafa skotið þau, þangað til þau drepast. Þá stilla sumir sér upp með hræjum dýranna. Bresku dýraverndarsamtökin RSPCA segja myndefnið hryllilegt en um sé að ræða nýtt „trend“. Samkvæmt Sky News hefur málið orðið til þess að kallað hefur verið eftir því að teygjubyssur verði gerðar ólöglegar. Meðal þeirra dýrategunda sem hafa orðið fyrir barðinu á hópnum eru íkornar, refir, grísir og fuglar á borð við dúfur, endur og gæsir. Sky News hefur eftir talsmönnum einna dýraverndarsamtaka að veruleg aukning hafi orðið á dýrum sem hafa verið særð með teygjubyssum. Haft er eftir sjálfboðaliðanum Danni Rogers að sárin séu ljót og oftast á höfði eða hálsi fuglanna, sem sé til marks um að ætlunin hafi verið að drepa dýrin. Skotfærin eru oft rær úr stáli og á röntgenmyndum má sjá þær í skrokk dýranna, meðal brotinna beina. Í frétt um málið á vef Sky News má finna nokkrar af þeim myndum sem hefur verið deilt í WhatsApp hópunum og er óhætt að segja að þær séu mjög óhugnanlegar. Þá er einu myndskeiðanna lýst, þar sem barn stendur yfir dádýri þar sem það liggur og kippist til á jörðinni, með alvarlega höfuðáverka. Barnið sparkar svo í dýrið. Samkvæmt umfjöllun miðilsins virðast börn á grunnskólaaldri vera meðlimir í umræddum hópum. Metro hefur einnig fjallað um málið en benti á það í tengslum við aðra frétt, þar sem sagði frá níu ára dreng í Hollandi sem lagði leið sína í húsdýragarð og kyrkti þar níu kanínur og tvo naggrísi til dauða. Hér má finna frétt Sky News en við vörum við myndefninu í fréttinni. Bretland Dýr Börn og uppeldi Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Sum myndskeiðin sýna dýrin heyja langt dauðastríð en á öðrm má sjá fólk misþyrma dýrunum eftir að hafa skotið þau, þangað til þau drepast. Þá stilla sumir sér upp með hræjum dýranna. Bresku dýraverndarsamtökin RSPCA segja myndefnið hryllilegt en um sé að ræða nýtt „trend“. Samkvæmt Sky News hefur málið orðið til þess að kallað hefur verið eftir því að teygjubyssur verði gerðar ólöglegar. Meðal þeirra dýrategunda sem hafa orðið fyrir barðinu á hópnum eru íkornar, refir, grísir og fuglar á borð við dúfur, endur og gæsir. Sky News hefur eftir talsmönnum einna dýraverndarsamtaka að veruleg aukning hafi orðið á dýrum sem hafa verið særð með teygjubyssum. Haft er eftir sjálfboðaliðanum Danni Rogers að sárin séu ljót og oftast á höfði eða hálsi fuglanna, sem sé til marks um að ætlunin hafi verið að drepa dýrin. Skotfærin eru oft rær úr stáli og á röntgenmyndum má sjá þær í skrokk dýranna, meðal brotinna beina. Í frétt um málið á vef Sky News má finna nokkrar af þeim myndum sem hefur verið deilt í WhatsApp hópunum og er óhætt að segja að þær séu mjög óhugnanlegar. Þá er einu myndskeiðanna lýst, þar sem barn stendur yfir dádýri þar sem það liggur og kippist til á jörðinni, með alvarlega höfuðáverka. Barnið sparkar svo í dýrið. Samkvæmt umfjöllun miðilsins virðast börn á grunnskólaaldri vera meðlimir í umræddum hópum. Metro hefur einnig fjallað um málið en benti á það í tengslum við aðra frétt, þar sem sagði frá níu ára dreng í Hollandi sem lagði leið sína í húsdýragarð og kyrkti þar níu kanínur og tvo naggrísi til dauða. Hér má finna frétt Sky News en við vörum við myndefninu í fréttinni.
Bretland Dýr Börn og uppeldi Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira