Börn drepa dýr með teygjubyssum og deila myndefni á WhatsApp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2024 08:41 Mynd af teygjubyssu og dauðum íkorna, sem deilt var í einum af hópunum. Sky News Rannsókn Sky News hefur varpað ljósi á hópa á samskiptamiðlinum WhatsApp þar sem um 500 einstaklingar á Bretlandseyjum, aðallega ungmenni, deilir myndum og myndskeiðum þar sem dýr eru skotin, særð og drepin með teygjubyssum. Sum myndskeiðin sýna dýrin heyja langt dauðastríð en á öðrm má sjá fólk misþyrma dýrunum eftir að hafa skotið þau, þangað til þau drepast. Þá stilla sumir sér upp með hræjum dýranna. Bresku dýraverndarsamtökin RSPCA segja myndefnið hryllilegt en um sé að ræða nýtt „trend“. Samkvæmt Sky News hefur málið orðið til þess að kallað hefur verið eftir því að teygjubyssur verði gerðar ólöglegar. Meðal þeirra dýrategunda sem hafa orðið fyrir barðinu á hópnum eru íkornar, refir, grísir og fuglar á borð við dúfur, endur og gæsir. Sky News hefur eftir talsmönnum einna dýraverndarsamtaka að veruleg aukning hafi orðið á dýrum sem hafa verið særð með teygjubyssum. Haft er eftir sjálfboðaliðanum Danni Rogers að sárin séu ljót og oftast á höfði eða hálsi fuglanna, sem sé til marks um að ætlunin hafi verið að drepa dýrin. Skotfærin eru oft rær úr stáli og á röntgenmyndum má sjá þær í skrokk dýranna, meðal brotinna beina. Í frétt um málið á vef Sky News má finna nokkrar af þeim myndum sem hefur verið deilt í WhatsApp hópunum og er óhætt að segja að þær séu mjög óhugnanlegar. Þá er einu myndskeiðanna lýst, þar sem barn stendur yfir dádýri þar sem það liggur og kippist til á jörðinni, með alvarlega höfuðáverka. Barnið sparkar svo í dýrið. Samkvæmt umfjöllun miðilsins virðast börn á grunnskólaaldri vera meðlimir í umræddum hópum. Metro hefur einnig fjallað um málið en benti á það í tengslum við aðra frétt, þar sem sagði frá níu ára dreng í Hollandi sem lagði leið sína í húsdýragarð og kyrkti þar níu kanínur og tvo naggrísi til dauða. Hér má finna frétt Sky News en við vörum við myndefninu í fréttinni. Bretland Dýr Börn og uppeldi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira
Sum myndskeiðin sýna dýrin heyja langt dauðastríð en á öðrm má sjá fólk misþyrma dýrunum eftir að hafa skotið þau, þangað til þau drepast. Þá stilla sumir sér upp með hræjum dýranna. Bresku dýraverndarsamtökin RSPCA segja myndefnið hryllilegt en um sé að ræða nýtt „trend“. Samkvæmt Sky News hefur málið orðið til þess að kallað hefur verið eftir því að teygjubyssur verði gerðar ólöglegar. Meðal þeirra dýrategunda sem hafa orðið fyrir barðinu á hópnum eru íkornar, refir, grísir og fuglar á borð við dúfur, endur og gæsir. Sky News hefur eftir talsmönnum einna dýraverndarsamtaka að veruleg aukning hafi orðið á dýrum sem hafa verið særð með teygjubyssum. Haft er eftir sjálfboðaliðanum Danni Rogers að sárin séu ljót og oftast á höfði eða hálsi fuglanna, sem sé til marks um að ætlunin hafi verið að drepa dýrin. Skotfærin eru oft rær úr stáli og á röntgenmyndum má sjá þær í skrokk dýranna, meðal brotinna beina. Í frétt um málið á vef Sky News má finna nokkrar af þeim myndum sem hefur verið deilt í WhatsApp hópunum og er óhætt að segja að þær séu mjög óhugnanlegar. Þá er einu myndskeiðanna lýst, þar sem barn stendur yfir dádýri þar sem það liggur og kippist til á jörðinni, með alvarlega höfuðáverka. Barnið sparkar svo í dýrið. Samkvæmt umfjöllun miðilsins virðast börn á grunnskólaaldri vera meðlimir í umræddum hópum. Metro hefur einnig fjallað um málið en benti á það í tengslum við aðra frétt, þar sem sagði frá níu ára dreng í Hollandi sem lagði leið sína í húsdýragarð og kyrkti þar níu kanínur og tvo naggrísi til dauða. Hér má finna frétt Sky News en við vörum við myndefninu í fréttinni.
Bretland Dýr Börn og uppeldi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira