„Maður vinnur sér inn heppni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. mars 2024 22:42 Age Hareide á hliðarlínunni í leik kvöldsins. (AP Photo/Darko Vojinovic) Åge Hareide var hæstánægður eftir 4-1 sigur Íslands á Ísrael í kvöld en sigurinn tryggir Íslandi sæti í úrslitaleik gegn Úkraínu á þriðjudag. Sigurliðið fer á Evrópumótið í Þýskalandi næsta sumar. „Ég er mjög ánægður. Mér fannst strákarnir gera vel og þeir lögðu hart að sér. Það var ekki allt gott en vinnuframlagið og hæfileikar leikmanna skinu í gegn. Það þarf að hafa heppnina með sér og maður vinnur sér inn heppni,“ sagði Åge Hareide við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann eftir leik. Åge var sérstaklega ánægður með karakterinn sem íslenska liðið sýndi. Ísrael náði forystu örskömmu eftir að Orri Steinn Óskarsson misnotaði algjöru dauðafæri. „Andinn í liðinu hefur verið góður á æfingum. Þetta er góður leikmannahópur sem stendur saman. Þeir settu höfuðin ekki niður heldur héldu áfram að vinna eftir færið hjá Orra og síðan vítið sem við fengum á okkur. Þá var allt á móti okkur en þeir breyttu því og það var mjög vel gert. Þetta er gott fyrir liðið og stemmninguna í hópnum.“ Þá hrósaði Hardeide Alberti Guðmundssyni sem skoraði þrennu í leiknum og var að öðrum ólöstuðum maðurinn á bakvið sigur Íslands. „Hann var frábær. Ég hef séð alla leiki hans hjá Genoa þar sem hann gefur gert mjög vel. Ég vissi að hann yrði mjög mikilvægur fyrir okkur ef hann gæti spilað, það var spurningin. Við erum mjög góðir að hann gæti spilað með okkur og vonum að allt falli með okkur í næsta leik gegn Bosníu,“ sagði Hareide að lokum en var þó snarlega leiðréttur af Stefáni Árna enda vann Úkraína sigur á Bosníu í kvöld með tveimur mörkum á lokamínútum leiksins. Klippa: Hareide hress Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Í beinni: Real Madrid - Atletico | Alvöru borgarslagur Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Sjá meira
„Ég er mjög ánægður. Mér fannst strákarnir gera vel og þeir lögðu hart að sér. Það var ekki allt gott en vinnuframlagið og hæfileikar leikmanna skinu í gegn. Það þarf að hafa heppnina með sér og maður vinnur sér inn heppni,“ sagði Åge Hareide við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann eftir leik. Åge var sérstaklega ánægður með karakterinn sem íslenska liðið sýndi. Ísrael náði forystu örskömmu eftir að Orri Steinn Óskarsson misnotaði algjöru dauðafæri. „Andinn í liðinu hefur verið góður á æfingum. Þetta er góður leikmannahópur sem stendur saman. Þeir settu höfuðin ekki niður heldur héldu áfram að vinna eftir færið hjá Orra og síðan vítið sem við fengum á okkur. Þá var allt á móti okkur en þeir breyttu því og það var mjög vel gert. Þetta er gott fyrir liðið og stemmninguna í hópnum.“ Þá hrósaði Hardeide Alberti Guðmundssyni sem skoraði þrennu í leiknum og var að öðrum ólöstuðum maðurinn á bakvið sigur Íslands. „Hann var frábær. Ég hef séð alla leiki hans hjá Genoa þar sem hann gefur gert mjög vel. Ég vissi að hann yrði mjög mikilvægur fyrir okkur ef hann gæti spilað, það var spurningin. Við erum mjög góðir að hann gæti spilað með okkur og vonum að allt falli með okkur í næsta leik gegn Bosníu,“ sagði Hareide að lokum en var þó snarlega leiðréttur af Stefáni Árna enda vann Úkraína sigur á Bosníu í kvöld með tveimur mörkum á lokamínútum leiksins. Klippa: Hareide hress Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Í beinni: Real Madrid - Atletico | Alvöru borgarslagur Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti