Fá slæma útreið eftir skellinn gegn Íslandi Aron Guðmundsson skrifar 22. mars 2024 11:31 Frá leik Ísraels og Íslands í gær Vísir/Getty Það virðist sem svo að dagar Alon Hazan landsliðsþjálfara Ísrael og Yossi Benayoun yfirmanns knattspyrnusmála, í starfi hjá ísraelska knattspyrnusambandinu séu taldir eftir niðurlægjandi tap gegn Íslandi í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM í sumar. Þeir fá báðir mikla útreið í ísraelskum miðlum eftir leik. Í aðdraganda leiksins gegn Íslandi virtist alveg ljóst að mikil þreyta var komin í samstarfið og að menn hafi ekki verið ánægðir með stefnuna sem ísraelska liðið var á. Ekkert annað en sigur myndi sjá til þess að Hazan og Benayoun myndu halda starfi sínu. Hazan gerði lítið til þess að sefa óánægjuraddir skömmu fyrir leikinn mikilvæga gegn Íslandi í gær þegar að kom í ljós að gulldrengur liðsins, Oskar Gloch, yrði á meðal varamanna. Glottið á Alon Hazan, landsliðsþjálfara Ísrael, er væntanlega ekki eins mikið í dag líkt og það var fyrir leikinn gegn Íslandi í gærVísir/Getty Svo fór að Ísland valtaði yfir Ísrael, 4-1, og tryggði sér sæti í hreinum úrslitaleik við Úkraínu um laust sæti á EM næsta sumars. Möguleikar Ísrael á sæti á EM eru hins vegar úr sögunni. Í grein sem ísraelski vefmiðillinn One birtir í morgun skrifar blaðamaðurinn Gidi Lipkin að heimildir miðilsins hermi að dagar Hazan og Benayoun hjá ísraelska knattspyrnusamabandinu séu taldir. Búist sé við því að forráðamenn sambandsins setji sig í samband við Barak Becher, fyrrum þjálfara liða á borð við Maccabi Haifa og Hapoel BS, og viðri við hann hugmyndir þess efnis að hann verði næsti landsliðsþjálfari Ísrael. Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira
Í aðdraganda leiksins gegn Íslandi virtist alveg ljóst að mikil þreyta var komin í samstarfið og að menn hafi ekki verið ánægðir með stefnuna sem ísraelska liðið var á. Ekkert annað en sigur myndi sjá til þess að Hazan og Benayoun myndu halda starfi sínu. Hazan gerði lítið til þess að sefa óánægjuraddir skömmu fyrir leikinn mikilvæga gegn Íslandi í gær þegar að kom í ljós að gulldrengur liðsins, Oskar Gloch, yrði á meðal varamanna. Glottið á Alon Hazan, landsliðsþjálfara Ísrael, er væntanlega ekki eins mikið í dag líkt og það var fyrir leikinn gegn Íslandi í gærVísir/Getty Svo fór að Ísland valtaði yfir Ísrael, 4-1, og tryggði sér sæti í hreinum úrslitaleik við Úkraínu um laust sæti á EM næsta sumars. Möguleikar Ísrael á sæti á EM eru hins vegar úr sögunni. Í grein sem ísraelski vefmiðillinn One birtir í morgun skrifar blaðamaðurinn Gidi Lipkin að heimildir miðilsins hermi að dagar Hazan og Benayoun hjá ísraelska knattspyrnusamabandinu séu taldir. Búist sé við því að forráðamenn sambandsins setji sig í samband við Barak Becher, fyrrum þjálfara liða á borð við Maccabi Haifa og Hapoel BS, og viðri við hann hugmyndir þess efnis að hann verði næsti landsliðsþjálfari Ísrael.
Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira