„Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2024 12:17 Báðum þeim Sigmari og Höllu Signý var mikið niðri fyrir á þinginu núna áðan en af sitthvorri ástæðunni. Halla Signý sagði til að mynda forstjóra Samkeppniseftirlitsins mæta nýjum búvörusamingi með myrkri og heimsósóma en Sigmar óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju. vísir/vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. Í störfum þingsins áðan töluðu nokkrir þingmenn um umdeildar breytingar á búvörusamingum. Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki sagðist treysta bændum, sjálfbærni væri þeim í blóð borin. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar gagnrýndi hins vegar að frumvarp matvælaráðherra væri ekki betur unnið, hún sagði margt geta farið úrskeiðis og það yrði síst bændum til hagsbóta. Forstjóri Samkeppnisstofnunar mætir með myrkri Halla Signý Kristjánsdóttir Framsókn var hins vegar á því að þetta væri besta mál og breytingarnar skiptu máli. „Þessum breytingum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu á þann veg að heimildir afurðastöðva í kjötiðnaði til að sameinast og gera með sér samkomulag um verðskrárskiptingu milli afurðastöðva í kjötvinnslu í því er varðar einstakar kjötafurðir og hafa með sér annarskonar samstarf. Þetta er liður í því að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu dreifingu kjötvara. Íslenskar landbúnaðarvörur eiga í samkeppni við innfluttar vörur.“ Halla Signý sagði nýju lögin fela í sér mikið hagræði fyrir íslenskar afurðastöðvar sem ekki eiga mikið í samkeppni við erlenda matvælaframleiðendur. Þá sagði hún: „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur brugðist við með stóryrðum og myrkri. Og boðar heimsósóma fyrir íslenska bændur og neytendur.“ Hún sagði framleiðendur nú með með lagalega stoð fyrir verðlagi og að ákveðið lágmarksverð ákveðið fyrir bændur. „Bændur um allt land fagna þessari breytingu og forysta bænda hefur tekið undir þetta. Framsókn hefur ávallt verið óhrædd við að benda á þið augljósa. Og hefur lagt til þessar breytingar frá 2018. Loks náðum við meirihluta fyrir þessum mikilvægu breytingum en það er þó naumur meirihluti sem vill verja íslenska landbúnaðinn hér á Alþingi. Framsókn hefur tryggt að íslenska páskalambið rennur ljúflegar niður í ár.“ Sjálfstæðisflokkurinn tryggi einokun milliliða Sigmar Guðmundsson Viðreisn var hins vegar standandi bit á því að kjötafurðir væru nú lögum samkvæmt undanþegnar samkeppnislögum. „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur kallað þetta fordæmalausa aðgerð og stórslys. Og þetta hefur líka verið harðlega gagnrýnt af neytendasamtökunum. ASÍ hefur bent á að þetta geti unnið gegn nýgerðum kjarasamningum.“ Sigmar vitnaði þá til Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem hefur gagnrýnt þessa gjörð harðlega. Sigmar sagði þá sem vilji stilla þessu upp sem svo að ASÍ, Neytendasamtökin og Samkeppniseftirlitið séu óvinir bænda hafi vondan málstað að verja: „Það er ekki gagnlegt fyrir umræðuna að það megi ekki gagnrýna óskaplega miðstýrt landbúnaðarkerfi sem skilar bændum sjálfum knöppum kjörum án þess að það sé sett í annarlegt samhengi. Formaður Framsóknarflokksins fagnaði þessu mjög í gær, sami flokkur fer líka með samkeppnis- og neytendamál. En samkeppniseftirlitið og neytendasamtökin eru meðal hörðustu gagnrýnenda breytinganna,“ sagði Sigmar og sneri þá máli sínu til Sjálfstæðismanna sérstaklega: „Sjálfstæðisflokknum vil ég svo óska til hamingju með vikuna, að ríkisvæða tryggingarfélag og tryggja einokun milliliða í landbúnaði. Þetta er ágætis verk á ekki lengri tíma.“ Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Miðflokkurinn Kjördæmaskipan Rekstur hins opinbera Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Vilja afurðastöðvafrumvarpið á borð ríkisstjórnarinnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hafa lagt fram tillögu um að frumvarpi til laga um breytingar á búvörulögum verði vísað frá. 22. mars 2024 07:38 Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. 22. mars 2024 08:20 Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Í störfum þingsins áðan töluðu nokkrir þingmenn um umdeildar breytingar á búvörusamingum. Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki sagðist treysta bændum, sjálfbærni væri þeim í blóð borin. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar gagnrýndi hins vegar að frumvarp matvælaráðherra væri ekki betur unnið, hún sagði margt geta farið úrskeiðis og það yrði síst bændum til hagsbóta. Forstjóri Samkeppnisstofnunar mætir með myrkri Halla Signý Kristjánsdóttir Framsókn var hins vegar á því að þetta væri besta mál og breytingarnar skiptu máli. „Þessum breytingum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu á þann veg að heimildir afurðastöðva í kjötiðnaði til að sameinast og gera með sér samkomulag um verðskrárskiptingu milli afurðastöðva í kjötvinnslu í því er varðar einstakar kjötafurðir og hafa með sér annarskonar samstarf. Þetta er liður í því að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu dreifingu kjötvara. Íslenskar landbúnaðarvörur eiga í samkeppni við innfluttar vörur.“ Halla Signý sagði nýju lögin fela í sér mikið hagræði fyrir íslenskar afurðastöðvar sem ekki eiga mikið í samkeppni við erlenda matvælaframleiðendur. Þá sagði hún: „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur brugðist við með stóryrðum og myrkri. Og boðar heimsósóma fyrir íslenska bændur og neytendur.“ Hún sagði framleiðendur nú með með lagalega stoð fyrir verðlagi og að ákveðið lágmarksverð ákveðið fyrir bændur. „Bændur um allt land fagna þessari breytingu og forysta bænda hefur tekið undir þetta. Framsókn hefur ávallt verið óhrædd við að benda á þið augljósa. Og hefur lagt til þessar breytingar frá 2018. Loks náðum við meirihluta fyrir þessum mikilvægu breytingum en það er þó naumur meirihluti sem vill verja íslenska landbúnaðinn hér á Alþingi. Framsókn hefur tryggt að íslenska páskalambið rennur ljúflegar niður í ár.“ Sjálfstæðisflokkurinn tryggi einokun milliliða Sigmar Guðmundsson Viðreisn var hins vegar standandi bit á því að kjötafurðir væru nú lögum samkvæmt undanþegnar samkeppnislögum. „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur kallað þetta fordæmalausa aðgerð og stórslys. Og þetta hefur líka verið harðlega gagnrýnt af neytendasamtökunum. ASÍ hefur bent á að þetta geti unnið gegn nýgerðum kjarasamningum.“ Sigmar vitnaði þá til Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem hefur gagnrýnt þessa gjörð harðlega. Sigmar sagði þá sem vilji stilla þessu upp sem svo að ASÍ, Neytendasamtökin og Samkeppniseftirlitið séu óvinir bænda hafi vondan málstað að verja: „Það er ekki gagnlegt fyrir umræðuna að það megi ekki gagnrýna óskaplega miðstýrt landbúnaðarkerfi sem skilar bændum sjálfum knöppum kjörum án þess að það sé sett í annarlegt samhengi. Formaður Framsóknarflokksins fagnaði þessu mjög í gær, sami flokkur fer líka með samkeppnis- og neytendamál. En samkeppniseftirlitið og neytendasamtökin eru meðal hörðustu gagnrýnenda breytinganna,“ sagði Sigmar og sneri þá máli sínu til Sjálfstæðismanna sérstaklega: „Sjálfstæðisflokknum vil ég svo óska til hamingju með vikuna, að ríkisvæða tryggingarfélag og tryggja einokun milliliða í landbúnaði. Þetta er ágætis verk á ekki lengri tíma.“
Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Miðflokkurinn Kjördæmaskipan Rekstur hins opinbera Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Vilja afurðastöðvafrumvarpið á borð ríkisstjórnarinnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hafa lagt fram tillögu um að frumvarpi til laga um breytingar á búvörulögum verði vísað frá. 22. mars 2024 07:38 Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. 22. mars 2024 08:20 Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Vilja afurðastöðvafrumvarpið á borð ríkisstjórnarinnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hafa lagt fram tillögu um að frumvarpi til laga um breytingar á búvörulögum verði vísað frá. 22. mars 2024 07:38
Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. 22. mars 2024 08:20