„Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2024 12:17 Báðum þeim Sigmari og Höllu Signý var mikið niðri fyrir á þinginu núna áðan en af sitthvorri ástæðunni. Halla Signý sagði til að mynda forstjóra Samkeppniseftirlitsins mæta nýjum búvörusamingi með myrkri og heimsósóma en Sigmar óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju. vísir/vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. Í störfum þingsins áðan töluðu nokkrir þingmenn um umdeildar breytingar á búvörusamingum. Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki sagðist treysta bændum, sjálfbærni væri þeim í blóð borin. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar gagnrýndi hins vegar að frumvarp matvælaráðherra væri ekki betur unnið, hún sagði margt geta farið úrskeiðis og það yrði síst bændum til hagsbóta. Forstjóri Samkeppnisstofnunar mætir með myrkri Halla Signý Kristjánsdóttir Framsókn var hins vegar á því að þetta væri besta mál og breytingarnar skiptu máli. „Þessum breytingum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu á þann veg að heimildir afurðastöðva í kjötiðnaði til að sameinast og gera með sér samkomulag um verðskrárskiptingu milli afurðastöðva í kjötvinnslu í því er varðar einstakar kjötafurðir og hafa með sér annarskonar samstarf. Þetta er liður í því að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu dreifingu kjötvara. Íslenskar landbúnaðarvörur eiga í samkeppni við innfluttar vörur.“ Halla Signý sagði nýju lögin fela í sér mikið hagræði fyrir íslenskar afurðastöðvar sem ekki eiga mikið í samkeppni við erlenda matvælaframleiðendur. Þá sagði hún: „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur brugðist við með stóryrðum og myrkri. Og boðar heimsósóma fyrir íslenska bændur og neytendur.“ Hún sagði framleiðendur nú með með lagalega stoð fyrir verðlagi og að ákveðið lágmarksverð ákveðið fyrir bændur. „Bændur um allt land fagna þessari breytingu og forysta bænda hefur tekið undir þetta. Framsókn hefur ávallt verið óhrædd við að benda á þið augljósa. Og hefur lagt til þessar breytingar frá 2018. Loks náðum við meirihluta fyrir þessum mikilvægu breytingum en það er þó naumur meirihluti sem vill verja íslenska landbúnaðinn hér á Alþingi. Framsókn hefur tryggt að íslenska páskalambið rennur ljúflegar niður í ár.“ Sjálfstæðisflokkurinn tryggi einokun milliliða Sigmar Guðmundsson Viðreisn var hins vegar standandi bit á því að kjötafurðir væru nú lögum samkvæmt undanþegnar samkeppnislögum. „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur kallað þetta fordæmalausa aðgerð og stórslys. Og þetta hefur líka verið harðlega gagnrýnt af neytendasamtökunum. ASÍ hefur bent á að þetta geti unnið gegn nýgerðum kjarasamningum.“ Sigmar vitnaði þá til Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem hefur gagnrýnt þessa gjörð harðlega. Sigmar sagði þá sem vilji stilla þessu upp sem svo að ASÍ, Neytendasamtökin og Samkeppniseftirlitið séu óvinir bænda hafi vondan málstað að verja: „Það er ekki gagnlegt fyrir umræðuna að það megi ekki gagnrýna óskaplega miðstýrt landbúnaðarkerfi sem skilar bændum sjálfum knöppum kjörum án þess að það sé sett í annarlegt samhengi. Formaður Framsóknarflokksins fagnaði þessu mjög í gær, sami flokkur fer líka með samkeppnis- og neytendamál. En samkeppniseftirlitið og neytendasamtökin eru meðal hörðustu gagnrýnenda breytinganna,“ sagði Sigmar og sneri þá máli sínu til Sjálfstæðismanna sérstaklega: „Sjálfstæðisflokknum vil ég svo óska til hamingju með vikuna, að ríkisvæða tryggingarfélag og tryggja einokun milliliða í landbúnaði. Þetta er ágætis verk á ekki lengri tíma.“ Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Miðflokkurinn Kjördæmaskipan Rekstur hins opinbera Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Vilja afurðastöðvafrumvarpið á borð ríkisstjórnarinnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hafa lagt fram tillögu um að frumvarpi til laga um breytingar á búvörulögum verði vísað frá. 22. mars 2024 07:38 Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. 22. mars 2024 08:20 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Í störfum þingsins áðan töluðu nokkrir þingmenn um umdeildar breytingar á búvörusamingum. Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki sagðist treysta bændum, sjálfbærni væri þeim í blóð borin. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar gagnrýndi hins vegar að frumvarp matvælaráðherra væri ekki betur unnið, hún sagði margt geta farið úrskeiðis og það yrði síst bændum til hagsbóta. Forstjóri Samkeppnisstofnunar mætir með myrkri Halla Signý Kristjánsdóttir Framsókn var hins vegar á því að þetta væri besta mál og breytingarnar skiptu máli. „Þessum breytingum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu á þann veg að heimildir afurðastöðva í kjötiðnaði til að sameinast og gera með sér samkomulag um verðskrárskiptingu milli afurðastöðva í kjötvinnslu í því er varðar einstakar kjötafurðir og hafa með sér annarskonar samstarf. Þetta er liður í því að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu dreifingu kjötvara. Íslenskar landbúnaðarvörur eiga í samkeppni við innfluttar vörur.“ Halla Signý sagði nýju lögin fela í sér mikið hagræði fyrir íslenskar afurðastöðvar sem ekki eiga mikið í samkeppni við erlenda matvælaframleiðendur. Þá sagði hún: „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur brugðist við með stóryrðum og myrkri. Og boðar heimsósóma fyrir íslenska bændur og neytendur.“ Hún sagði framleiðendur nú með með lagalega stoð fyrir verðlagi og að ákveðið lágmarksverð ákveðið fyrir bændur. „Bændur um allt land fagna þessari breytingu og forysta bænda hefur tekið undir þetta. Framsókn hefur ávallt verið óhrædd við að benda á þið augljósa. Og hefur lagt til þessar breytingar frá 2018. Loks náðum við meirihluta fyrir þessum mikilvægu breytingum en það er þó naumur meirihluti sem vill verja íslenska landbúnaðinn hér á Alþingi. Framsókn hefur tryggt að íslenska páskalambið rennur ljúflegar niður í ár.“ Sjálfstæðisflokkurinn tryggi einokun milliliða Sigmar Guðmundsson Viðreisn var hins vegar standandi bit á því að kjötafurðir væru nú lögum samkvæmt undanþegnar samkeppnislögum. „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur kallað þetta fordæmalausa aðgerð og stórslys. Og þetta hefur líka verið harðlega gagnrýnt af neytendasamtökunum. ASÍ hefur bent á að þetta geti unnið gegn nýgerðum kjarasamningum.“ Sigmar vitnaði þá til Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem hefur gagnrýnt þessa gjörð harðlega. Sigmar sagði þá sem vilji stilla þessu upp sem svo að ASÍ, Neytendasamtökin og Samkeppniseftirlitið séu óvinir bænda hafi vondan málstað að verja: „Það er ekki gagnlegt fyrir umræðuna að það megi ekki gagnrýna óskaplega miðstýrt landbúnaðarkerfi sem skilar bændum sjálfum knöppum kjörum án þess að það sé sett í annarlegt samhengi. Formaður Framsóknarflokksins fagnaði þessu mjög í gær, sami flokkur fer líka með samkeppnis- og neytendamál. En samkeppniseftirlitið og neytendasamtökin eru meðal hörðustu gagnrýnenda breytinganna,“ sagði Sigmar og sneri þá máli sínu til Sjálfstæðismanna sérstaklega: „Sjálfstæðisflokknum vil ég svo óska til hamingju með vikuna, að ríkisvæða tryggingarfélag og tryggja einokun milliliða í landbúnaði. Þetta er ágætis verk á ekki lengri tíma.“
Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Miðflokkurinn Kjördæmaskipan Rekstur hins opinbera Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Vilja afurðastöðvafrumvarpið á borð ríkisstjórnarinnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hafa lagt fram tillögu um að frumvarpi til laga um breytingar á búvörulögum verði vísað frá. 22. mars 2024 07:38 Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. 22. mars 2024 08:20 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Vilja afurðastöðvafrumvarpið á borð ríkisstjórnarinnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hafa lagt fram tillögu um að frumvarpi til laga um breytingar á búvörulögum verði vísað frá. 22. mars 2024 07:38
Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. 22. mars 2024 08:20
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent