„Algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 22. mars 2024 23:00 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist án aðhalds. Málið var áfram rætt á alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Sagði Halla Signý Kristinsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins að Framsókn hefði með þessu tryggt að íslenska páskalambið rynni ljúflega niður í ár. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði að frumvarpið hefði í raun verið gallað og ríkisstjórnarflokkarnir hefðu bæði brugðist neytendum og bændum. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar var á sama máli þegar rætt var við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann segir það kaldhæðnislega staðreynd að í sömu vikunni sé verið að ríkisvæða tryggingarfélag og slátra allri samkeppni í grein þar sem samkeppnin var ekki mikil fyrir. „Þannig að þetta er svolítið svört vika fyrir þá sem telja að ríkið eigi ekki að vera á samkeppnismörkuðum og telja kannski að heilbrigð samkeppni sé eitthvað sem komi neytendum betur heldur en einhverjar stýringar að ofan,“ segir Sigmar. Hefurðu einhverjar athug asemdir við lögin sjálf? Hverjar heldurðu að afleiðingarnar kynnu að verða? „Ég held að fólk sé ekki farið að átta sig á því hvað þetta getur haft ótrúlega slæmar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir bændur og neytendur. “ Hann tekur matvælaframleiðendurna Kaupfélag Skagfirðinga, SS, fyrirtæki MATA fjölskyldunnar og Stjörnugrís sem dæmi. „Þetta eru allt mjög vel stöndug fyrirtæki. Núna er þeim heimilt að gera nákvæmlega það sama, með löglegum hætti, og Samskip og Eimskip gerðu í ólöglegu samráði á flutningamarkaði. Nú er þetta bara heimilt,“ segir Sigmar. „Það er búið að taka út allt eftirlit. Það er búið að taka út allt sem segir að menn megi ekki hafa ólöglegt verðsamráð og skipta á milli sín mörkuðum. Það er bara algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi.“ Hann segir ástæðu fyrir því að Samkeppniseftirlitið sé til og fyrir því að eftirlitið hafi margoft stigið inn í þegar svínað hefur verið á neytendum með ólögmætum hætti. „Og ég skil ekki hvað menn eru andvaralausir gagnvart því að auðvitað geti það gerst hjá kjötafurðastöðvum og á þeim markaði, bara rétt eins og alls staðar annars staðar. Þannig að þetta er ekki gott.“ Landbúnaður Alþingi Viðreisn Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist án aðhalds. Málið var áfram rætt á alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Sagði Halla Signý Kristinsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins að Framsókn hefði með þessu tryggt að íslenska páskalambið rynni ljúflega niður í ár. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði að frumvarpið hefði í raun verið gallað og ríkisstjórnarflokkarnir hefðu bæði brugðist neytendum og bændum. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar var á sama máli þegar rætt var við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann segir það kaldhæðnislega staðreynd að í sömu vikunni sé verið að ríkisvæða tryggingarfélag og slátra allri samkeppni í grein þar sem samkeppnin var ekki mikil fyrir. „Þannig að þetta er svolítið svört vika fyrir þá sem telja að ríkið eigi ekki að vera á samkeppnismörkuðum og telja kannski að heilbrigð samkeppni sé eitthvað sem komi neytendum betur heldur en einhverjar stýringar að ofan,“ segir Sigmar. Hefurðu einhverjar athug asemdir við lögin sjálf? Hverjar heldurðu að afleiðingarnar kynnu að verða? „Ég held að fólk sé ekki farið að átta sig á því hvað þetta getur haft ótrúlega slæmar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir bændur og neytendur. “ Hann tekur matvælaframleiðendurna Kaupfélag Skagfirðinga, SS, fyrirtæki MATA fjölskyldunnar og Stjörnugrís sem dæmi. „Þetta eru allt mjög vel stöndug fyrirtæki. Núna er þeim heimilt að gera nákvæmlega það sama, með löglegum hætti, og Samskip og Eimskip gerðu í ólöglegu samráði á flutningamarkaði. Nú er þetta bara heimilt,“ segir Sigmar. „Það er búið að taka út allt eftirlit. Það er búið að taka út allt sem segir að menn megi ekki hafa ólöglegt verðsamráð og skipta á milli sín mörkuðum. Það er bara algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi.“ Hann segir ástæðu fyrir því að Samkeppniseftirlitið sé til og fyrir því að eftirlitið hafi margoft stigið inn í þegar svínað hefur verið á neytendum með ólögmætum hætti. „Og ég skil ekki hvað menn eru andvaralausir gagnvart því að auðvitað geti það gerst hjá kjötafurðastöðvum og á þeim markaði, bara rétt eins og alls staðar annars staðar. Þannig að þetta er ekki gott.“
Landbúnaður Alþingi Viðreisn Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira