„Við erum niðurbrotin eftir skelfilega harmleikinn 22. mars í Crocus City-tónleikahöllinni í Moskvu,“ segir í tilkynningu frá sendiráðinu á Facebook-síðu þess frá í dag.
Sendiráðið hefur komið upp rafrænni bók ætlaðri samúðarkveðjum. Það hvetur Íslendinga og aðra til að senda samúðarkveðjur á netfangið reykjavik@mid.ru og verður það hægt fram á mánudag.
Flaggað var í hálfa stöng við sendiráðið í dag.
„Við vottum fjölskyldum fórnarlambanna samúð okkar og óskum öllum hinum særðu fullum bata,“ skrifar sendiráðið.
„Við erum þakklát umhyggjusömu samlöndum okkar og Íslendingum sem samhryggjast rússnesku þjóðinni og hafa boðið einlægt fram stuðning sinn.“