Strangtrúaðir æfir yfir því að verða mögulega skikkaðir til herþjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2024 07:38 Strangtrúaðir hafa mótmælt fyrirætlunum stjórnvalda harðlega og komið hefur til átaka milli þeirra og lögreglu. Getty/Alexi J. Rosenfeld Mikillar óánægju gætir með nýtt frumvarp í Ísrael sem kveður meðal annars á um að strangtrúaðir gyðingar verði látnir gegna herskyldu og að herskyldan verði lengd. Málið er sagt ógna ríkisstjórn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra, sem hefur sjálfur sagt stjórnina í hættu ef frumvarpið verður ekki að lögum. Strangtrúaðir Haredi-gyðingar hafa notið undanþágu frá herskyldu allt frá stofnun Ísralesríkis en þá var um að ræða 600 einstaklinga, sem var leyft að halda áfram námi í stað þess að ganga í herinn. Haredi-gyðingar helga líf sitt þekkingu á lögmálinu, Torah, en fjöldinn sem fær undanþágu hefur nú náð 66.000 og þykir sumum óforsvaranlegt að viðkomandi séu á framfæri ríkisins á sama tíma og aðrir Ísraelsmenn hætti lífi og limum í hernum. Frumvarpið felur í sér stofnun sérstakra hersveita strangtrúaðra en ekki er kveðið á um áætlaðan fjölda né virðist sem mönnum verði refsað fyrir að neita að þjóna. Benny Gantz, pólitískur andstæðingur Netanyahu en ráðherra í neyðarstjórninni, segist munu ganga úr ríkisstjórninni ef frumvarpið verði að lögum en ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk sætti sig við að herskyldan verði framlengd. Þá hefur varnarmálaráðherran Yoav Gallant sagt að hann muni ekki styðja frumvarpið nema í sátt við alla þá sem eiga aðkomu að ríkisstjórninni. Svo virðist sem meirihluti sé fyrir því bæði innan ríkisstjórnarinnar og á þinginu að falla frá lengingu herskyldunnar og horfa frekar til þess að skylda strangtrúaða til að leggja sitt af mörkum. „Það er óþolandi að hugsa til þess að herskylda ungs fólks sé framlengd um þrjú ár á meðan jafningjar þeirra þjóna ekki einn einasta dag, hvorki herskyldu né borgaralegri skyldu,“ segir ráðherrann Yehiel Tropper á Facebook. Strangtrúaðir gyðingar og leiðtogar þeirra hafa hins vegar hafnað alfarið hugmyndum um herskyldu; enginn Haredi-gyðingur muni ganga í herinn né hætta lífi sínu. Yitzak Yosef, æðsti rabbíni Sephardi-gyðinga, segir strangrúaða munu flytjast úr landi ef af verður. „Ef þið neyðið okkur til að ganga í herinn, þá flytjum við öll erlendis. Ríkið byggir á þekkingu á Torah og án Torah mun herinn ekki hafa sigur.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef Guardian. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Trúmál Hernaður Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Málið er sagt ógna ríkisstjórn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra, sem hefur sjálfur sagt stjórnina í hættu ef frumvarpið verður ekki að lögum. Strangtrúaðir Haredi-gyðingar hafa notið undanþágu frá herskyldu allt frá stofnun Ísralesríkis en þá var um að ræða 600 einstaklinga, sem var leyft að halda áfram námi í stað þess að ganga í herinn. Haredi-gyðingar helga líf sitt þekkingu á lögmálinu, Torah, en fjöldinn sem fær undanþágu hefur nú náð 66.000 og þykir sumum óforsvaranlegt að viðkomandi séu á framfæri ríkisins á sama tíma og aðrir Ísraelsmenn hætti lífi og limum í hernum. Frumvarpið felur í sér stofnun sérstakra hersveita strangtrúaðra en ekki er kveðið á um áætlaðan fjölda né virðist sem mönnum verði refsað fyrir að neita að þjóna. Benny Gantz, pólitískur andstæðingur Netanyahu en ráðherra í neyðarstjórninni, segist munu ganga úr ríkisstjórninni ef frumvarpið verði að lögum en ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk sætti sig við að herskyldan verði framlengd. Þá hefur varnarmálaráðherran Yoav Gallant sagt að hann muni ekki styðja frumvarpið nema í sátt við alla þá sem eiga aðkomu að ríkisstjórninni. Svo virðist sem meirihluti sé fyrir því bæði innan ríkisstjórnarinnar og á þinginu að falla frá lengingu herskyldunnar og horfa frekar til þess að skylda strangtrúaða til að leggja sitt af mörkum. „Það er óþolandi að hugsa til þess að herskylda ungs fólks sé framlengd um þrjú ár á meðan jafningjar þeirra þjóna ekki einn einasta dag, hvorki herskyldu né borgaralegri skyldu,“ segir ráðherrann Yehiel Tropper á Facebook. Strangtrúaðir gyðingar og leiðtogar þeirra hafa hins vegar hafnað alfarið hugmyndum um herskyldu; enginn Haredi-gyðingur muni ganga í herinn né hætta lífi sínu. Yitzak Yosef, æðsti rabbíni Sephardi-gyðinga, segir strangrúaða munu flytjast úr landi ef af verður. „Ef þið neyðið okkur til að ganga í herinn, þá flytjum við öll erlendis. Ríkið byggir á þekkingu á Torah og án Torah mun herinn ekki hafa sigur.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef Guardian.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Trúmál Hernaður Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira