Sport

Fyrrum heims­meistari látin að­eins 43 ára gömul

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alesia Graf þegar hún var á toppnum í hnefaleikaheiminum.
Alesia Graf þegar hún var á toppnum í hnefaleikaheiminum. Getty/Matthias Kern

Hnefaleikaheimurinn syrgir nú Alesiu Graf eftir að fréttist af andláti hennar í gær.

Alesia Graf var í hópi besta hnefaleikafólks heims á sínum tíma og var heimsmeistari hjá WIBF í ofurfluguvigt á árunum 2008 til 2009.

Hún var kölluð kventígurinn eða „The Tigress“ upp á ensku.

„Ég trúi þessu ekki enn,“ sagði Regina Halmich við Bild en hún er fyrrum liðsfélagi og fyrrum heimsmeistari eins og Alesia.

„Við upplifðum æðislega tíma saman. Tvær konur í karlaheimi. Við æfðum saman, hlógum saman og gerðum margt saman utan hnefaleikasalarins. Við æfðum saman í næstum því heilan áratug,“ sagði Halmich.

„Alesia var frábær kona. Hún var mjög iðin við æfingar, hafði mikinn metnað og mikinn vilja. Hún er ásamt Regina Halmich ein af okkar bestu hnefaleikakonum,“ sagði Peter Hanraths, fyrrum umboðsmaður hennar.

Alesia Graf fæddist í Hvíta Rússlandi árið 1980 en flutti til Þýskalands þegar hún var nítján ára gömul. Þar gifti hún sig og gerðist þýskur ríkisborgari.

Bild hafði ekki upplýsingar um það hvernig dauða hennar bar að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×