Þetta kemur fram í Kauphallartilkynningu Alvotech sem Viðskiptablaðið vakti athygli á.
Framkvæmdastjórinn heitir Joseph McClellan. Í tilkynningunni kemur fram að McClellan hafi fengið úthlutað rúmlega 154 þúsund hlutum í Alvotech þann 15. mars.
McClellan fær hlutina frá Alvotech á grundvelli samnings við fyrirtækið. Hann mun ekki greiða neitt fyrir hlutina. Virði hlutanna í lok dags 15. mars er um 323 milljónir króna.
McClellan hefur starfað hjá Alvotech í fimm ár eða frá árinu 2019. Fram kemur á Linkedin-síðu McClellan að titill hans hjá Alvotech sé „Chief Scientific Officer“, einhvers kona framkvæmdastjóri þróunar og vísinda. Hann hafi yfirumsjón með því að koma vörum á markað. Þá hafi hann yfirsýn yfir rannsókn og þróun á starfstöðvum Alvotech í Reykjavík, Julich, Hanover og Zurich.
Hann starfaði áður hjá lyfjarisanum Pfizer. Þar var hann í rúm sautján ár og síðustu árin sem varaforseti fyrirtækisins.
McClellan er með dokorsgráðu í efnafræði frá University of Florida.