Ísland ekki nógu spennandi áfangastaður fyrir Ryanair Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 14:54 Michael O'Leary forstjóri Ryanair segir Keflavíkurflugvöll allt of dýran. Getty/Horacio Villalobos Forstjóri írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair segir Keflavíkurflugvöll of dýran og Ísland ekki nógu spennandi áfangastað til þess að félagið geri landið að einum áfangastaða. Ryanair er það flugfélag sem flytur flesta farþega innan Evrópu. Félagið hefur hátt í áttatíu starfsstöðvar um alla álfuna en Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem félagið flýgur ekki til. Möguleikar þess efnis hafa verið kannaðir, eins og rakið er í frétt FF7 um málið, en ekkert orðið úr þeim athugunum. Blaðamaður FF7 sótti í síðustu viku ráðstefnu evrópskra flugfélaga, þar sem hann fékk að ræða stuttlega við Michael O'Leary, forstjóra Ryanair, og spurði hvers vegna félagið flygi ekki hingað til lands. „Ég millilenti einu sinni á Íslandi á leið heim með nýja þotu frá Boeing. Klukkan var 7 um morgun og ég hélt við hefðum lent á myrku hlið mánans,“ svaraði O'Leary. Hann hélt svo áfram og sagði Keflavíkurflugvöll of dýran. Það væri til þess að standa vörð um Icelandair og „þau“ vilji Ryanair ekki inn á markaðinn til að veita almennilega samkeppni. „Í öðru lagi er of langt að fljúga þangað og markaðurinn býður ekki upp á mikinn fjölda farþega. Við erum meira fyrir styttri flugleiðir þar sem farþegahópurinn er stór,“ segir O'Leary í samtali við FF7. Lýsir blaðamaðurinn því næst að O'Leary hafi fullyrt að íslensku flugfélögin fljúgi aðeins til Dyflinar einu sinni í viku, sem er fjarri sanni. Hann hafi rekið upp undrunaróp þegar blaðamaðurinn fullyrti að íslensku flugfélögin fljúgi daglega til Dyflinar, hvort um sig. Að lokum hafi O'Leary snúið sér að blaðamanni FF7 og sagt í kveðjuskyni um Ísland: „Á markaðssvæði okkar eru einfaldlega miklu meira spennandi áfangastaðir, sem við viljum heldur fljúga til.“ Fréttir af flugi Írland Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Ryanair er það flugfélag sem flytur flesta farþega innan Evrópu. Félagið hefur hátt í áttatíu starfsstöðvar um alla álfuna en Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem félagið flýgur ekki til. Möguleikar þess efnis hafa verið kannaðir, eins og rakið er í frétt FF7 um málið, en ekkert orðið úr þeim athugunum. Blaðamaður FF7 sótti í síðustu viku ráðstefnu evrópskra flugfélaga, þar sem hann fékk að ræða stuttlega við Michael O'Leary, forstjóra Ryanair, og spurði hvers vegna félagið flygi ekki hingað til lands. „Ég millilenti einu sinni á Íslandi á leið heim með nýja þotu frá Boeing. Klukkan var 7 um morgun og ég hélt við hefðum lent á myrku hlið mánans,“ svaraði O'Leary. Hann hélt svo áfram og sagði Keflavíkurflugvöll of dýran. Það væri til þess að standa vörð um Icelandair og „þau“ vilji Ryanair ekki inn á markaðinn til að veita almennilega samkeppni. „Í öðru lagi er of langt að fljúga þangað og markaðurinn býður ekki upp á mikinn fjölda farþega. Við erum meira fyrir styttri flugleiðir þar sem farþegahópurinn er stór,“ segir O'Leary í samtali við FF7. Lýsir blaðamaðurinn því næst að O'Leary hafi fullyrt að íslensku flugfélögin fljúgi aðeins til Dyflinar einu sinni í viku, sem er fjarri sanni. Hann hafi rekið upp undrunaróp þegar blaðamaðurinn fullyrti að íslensku flugfélögin fljúgi daglega til Dyflinar, hvort um sig. Að lokum hafi O'Leary snúið sér að blaðamanni FF7 og sagt í kveðjuskyni um Ísland: „Á markaðssvæði okkar eru einfaldlega miklu meira spennandi áfangastaðir, sem við viljum heldur fljúga til.“
Fréttir af flugi Írland Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira