Umfjöllun: Breiðablik - ÍA 4-1 | Blikar unnu Lengjubikarinn með sigri gegn Skaganum Hjörvar Ólafsson skrifar 27. mars 2024 21:10 Blikar höfðu ástæðu til að fagna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik er Lengjubikarmeistari karla í fótbolta árið 2024 eftir þægilegan 4-1 sigur á ÍA í Kópavogi í kvöld. Það var Kristófer Ingi Kristinsson sem kom Blikum yfir með snotru skallamarki sínu um miðbik seinni hálfleiks. Fyrirgjöf Arons Bjarnasonar rataði beint á kollinn á Kristófer Inga sem skallaði boltann af stakri prýði í netið. Marko Vardic jafnaði metin fyrir Skagamenn skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks með stórglæsilegu marki. Vardic þrumaði boltanum rétt utan vítateigs Blika og knötturinn söng í samskeytunum. Óverjandi fyrir Anton Ara Einarsson, markvörð Breiðabliks. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, endurheimti síðan forskot Kópavogsliðsins með marki sínu beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Skot Höskuldar var hnitmiðað og rataði í fjærhornið. Staðan 2-1 í hálfleik. Höskuldur Gunnlaugsson dró fram skotskóna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Jason Daði Sveinþórsson kom svo Blikum í 3-1 með fallegu marki sínu í upphafi seinni hálfleiks. Andri Rafn Yeoman átti þá flotta stungusendingu á Jason Daða sem tók boltann vel með sér og vippaði honum yfir Árna Marínó. Fjórða mark Blika var af dýrari gerðinni. Kristinn Steindórsson vippaði þá boltanum innfyrir vörn Skagamanna á Höskuld sem skoraði með viðstöðulausu skoti á lofti. Breiðablik tryggði sér þar með sigurinn í Lengjubikarnum í þriðja skipti í sögu félagsins en síðast vann liðið mótið árið 2015. Blikar komast þar af leiðandi upp að hlið Skagaliðsins á listanum yfir fjölda titla í þessu móti. Jason Daði Svanþórsson var líflegur í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Breiðablik? Blikar voru heilt yfir sterkari aðilinn í þessum leik og áttu fleiri góðar sóknarlotur. Þeir nýttu þrjár af þeim og skoruðu svo eitt mark úr föstu leikatriði. Hverjir sköruðu fram úr? Höskuldur var öflugur væði í varnar- og sóknarleik Blika auk þess að skora tvö ansi snotur mörk. Kristófer Ingi minnti á sig í baráttunni um framherjastöðuna við Benjamin Stokke með góðri frammistöðu. Kristinn Steindórsson, Aron Bjarnason og Jason Daði voru síðan síógnandi í sóknarleik Breiðabliks. Árni Marínó verður ekki sakaður um tap Skagaliðsins en hann varði nokkrum sinnum vel. Marko Vardic átti fínan leik og Jón Gísli Eyland Gíslason var flottur í hægri bakvarðarstöðunni. Hvað gekk illa? Varnarleikur Skagamanna sem var vel útfærður á móti Val í undanúrslitum mótsins var ekki eins þéttur að þessu sinni og Blikar náðu að skora fjögur mörk í kvöld. Hvað gerist næst? Liðin spila næst í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Skagamenn sækja Val heim á Hlíðarenda sunnudaginn 7. apríl og Blikar fá FH í heimsókn á Kópavogsvöllinn mánudaginn 8. apríl. Breiðablik ÍA Lengjubikar karla
Breiðablik er Lengjubikarmeistari karla í fótbolta árið 2024 eftir þægilegan 4-1 sigur á ÍA í Kópavogi í kvöld. Það var Kristófer Ingi Kristinsson sem kom Blikum yfir með snotru skallamarki sínu um miðbik seinni hálfleiks. Fyrirgjöf Arons Bjarnasonar rataði beint á kollinn á Kristófer Inga sem skallaði boltann af stakri prýði í netið. Marko Vardic jafnaði metin fyrir Skagamenn skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks með stórglæsilegu marki. Vardic þrumaði boltanum rétt utan vítateigs Blika og knötturinn söng í samskeytunum. Óverjandi fyrir Anton Ara Einarsson, markvörð Breiðabliks. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, endurheimti síðan forskot Kópavogsliðsins með marki sínu beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Skot Höskuldar var hnitmiðað og rataði í fjærhornið. Staðan 2-1 í hálfleik. Höskuldur Gunnlaugsson dró fram skotskóna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Jason Daði Sveinþórsson kom svo Blikum í 3-1 með fallegu marki sínu í upphafi seinni hálfleiks. Andri Rafn Yeoman átti þá flotta stungusendingu á Jason Daða sem tók boltann vel með sér og vippaði honum yfir Árna Marínó. Fjórða mark Blika var af dýrari gerðinni. Kristinn Steindórsson vippaði þá boltanum innfyrir vörn Skagamanna á Höskuld sem skoraði með viðstöðulausu skoti á lofti. Breiðablik tryggði sér þar með sigurinn í Lengjubikarnum í þriðja skipti í sögu félagsins en síðast vann liðið mótið árið 2015. Blikar komast þar af leiðandi upp að hlið Skagaliðsins á listanum yfir fjölda titla í þessu móti. Jason Daði Svanþórsson var líflegur í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Breiðablik? Blikar voru heilt yfir sterkari aðilinn í þessum leik og áttu fleiri góðar sóknarlotur. Þeir nýttu þrjár af þeim og skoruðu svo eitt mark úr föstu leikatriði. Hverjir sköruðu fram úr? Höskuldur var öflugur væði í varnar- og sóknarleik Blika auk þess að skora tvö ansi snotur mörk. Kristófer Ingi minnti á sig í baráttunni um framherjastöðuna við Benjamin Stokke með góðri frammistöðu. Kristinn Steindórsson, Aron Bjarnason og Jason Daði voru síðan síógnandi í sóknarleik Breiðabliks. Árni Marínó verður ekki sakaður um tap Skagaliðsins en hann varði nokkrum sinnum vel. Marko Vardic átti fínan leik og Jón Gísli Eyland Gíslason var flottur í hægri bakvarðarstöðunni. Hvað gekk illa? Varnarleikur Skagamanna sem var vel útfærður á móti Val í undanúrslitum mótsins var ekki eins þéttur að þessu sinni og Blikar náðu að skora fjögur mörk í kvöld. Hvað gerist næst? Liðin spila næst í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Skagamenn sækja Val heim á Hlíðarenda sunnudaginn 7. apríl og Blikar fá FH í heimsókn á Kópavogsvöllinn mánudaginn 8. apríl.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti