Leikurinn var jafn framan af en Afturelding náði fjögurra marka forystu um miðjan fyrri hálfleik. Mosfellingar bættu við á seinni hluta hálfleiksins og munurinn átta mörk í hálfleik, 20-12.
Sigur heimamanna var aldrei hættu eftir hlé og þeir unnu tíu marka sigur, 34-24.
Birgir Steinn Jónsson var markahæstur heimamanna með átta mörk, Ihor Kopyshynskyi skoraði sjö og Birkir Benediktsson sex. Einar Birgir Stefánsson skoraði sjö fyrir gestina.
Eftir sigur kvöldsins er Afturelding með 29 stig í þriðja sæti, stigi á eftir Val í öðru sæti og fjórum frá toppliði FH. Þau eiga bæði leik inni sem þau leika í kvöld.
KA er með 16 stig í sjöunda sæti.