Ivanisevic er fyrrum Wimbledon sigurvegari en hann varð aðalþjálfari Djokovic árið 2022, eftir að hafa verið Marian Vajda til aðstoðar með Serbann frá 2018. Vajda var þjálfari Djokovic í áraraðir.
Djokovic hefur unnið 24 risatitla, fleiri en nokkur en annar, en hefur ekki byrjað árið 2024 vel á vellinum.
„Við Goran ákváðum að slíta samstarfi okkar fyrir nokkrum dögum,“ segir Djokovic á samfélagsmiðlinum Instagram.
„Tengsl okkar á vellinum hafa verið upp og niður, en vinátta okkar er sterk.“
Króatinn Ivanisevic var tilnefndur sem ATP þjálfari ársins í fyrra eftir að hafa stýrt Djokovic til þriggja af fjórum risatitlum.
Opna franska meistaramótið er næsta risamót, en það hefst 26. maí.