„Hörkuleikur sem sveiflast fram og til baka en rosalegur karakter að ná að klára þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. mars 2024 22:32 Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka. vísir / pawel „Mér líður bara æðislega, geggjað að vinna og sérstaklega hérna í Kaplakrika. Það er alltaf eitthvað ‘extra motivation‘ að koma hingað, það er ekki spurning“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sáttur á svip eftir þriggja marka sigur gegn FH í Kaplakrika. Haukar unnu leikinn 28-31, frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum en það var tvísýnt á köflum í seinni hálfleik hvort þeir myndu hafa þetta. „Strákarnir eiga algjörlega hrós skilið, hvernig þeir tækla verkefnin, mæta inn í leikina og allt sem þeir eru að gera. Þetta var hörkuleikur sem sveiflast fram og til baka en rosalegur karakter að ná að klára þetta.“ Þetta hljóta allir þjálfarar að vilja sjá, liðið mætir einbeitt til leiks, byrjar vel og gefst svo ekki upp þó á móti blási? „Mér finnst það. Það var alveg áskorun og við vissum það, það gekk allt upp hjá okkur í fyrri hálfleik, vörðumst vel og allt fór inn. Vissum að það kæmi kafli þar sem við yrðum ekkert frábærir, það varð reyndar full mikið fyrir mína parta að hleypa þeim yfir. En að ná sér aftur upp og svara því, mér fannst það bara helvíti gott karakters einkenni hjá mönnum.“ Haukar fóru með fimm marka forystu inn í hálfleik. Fyrri hálfleikur liðsins var frábær og nánast allt sem þeir gerðu gekk upp. FH mætti af krafti í seinni hálfleik og komst yfir á tímapunkti, en Haukarnir lögðu aldrei árar í bát og sýndu mikinn styrk með því að klára leik sem virtist vera að renna þeim úr greipum. „Mér fannst við svara vel, við byrjuðum í 5-1 en þurftum að falla niður og skipta mönnum út. Þetta var alveg erfitt, en ég fékk hellings framlag frá fullt af leikmönnum. Þeir sem komu inn á voru klárir, Aron var frábær, Össur mjög góður og Tjörvi, það er náttúrulega bara algjört gull að hafa svona reynslu í liðinu. Svakalega stór augnablik þar sem hann laumaði honum inn.“ Nú eru tveir leikir eftir af venjulegri deildarkeppni, Haukar mæta Selfossi næst og svo Fram. Þeir eru sem stendur í fimmta sæti en fari allt vel í næstu leikjum geta þeir endað í fjórða sæti. „Miðað við hvernig spilamennskan er þá erum við bara að reyna að klífa upp töfluna, einn leikur í einu og ekki hugsa of langt fram í tímann, þá fyrst fer allt í skrúfuna. Við erum bara að pæla í að vinna leiki og koma á siglingu inn í úrslitakeppnina, vitum hvað það er mikilvægt“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Haukar Olís-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
Haukar unnu leikinn 28-31, frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum en það var tvísýnt á köflum í seinni hálfleik hvort þeir myndu hafa þetta. „Strákarnir eiga algjörlega hrós skilið, hvernig þeir tækla verkefnin, mæta inn í leikina og allt sem þeir eru að gera. Þetta var hörkuleikur sem sveiflast fram og til baka en rosalegur karakter að ná að klára þetta.“ Þetta hljóta allir þjálfarar að vilja sjá, liðið mætir einbeitt til leiks, byrjar vel og gefst svo ekki upp þó á móti blási? „Mér finnst það. Það var alveg áskorun og við vissum það, það gekk allt upp hjá okkur í fyrri hálfleik, vörðumst vel og allt fór inn. Vissum að það kæmi kafli þar sem við yrðum ekkert frábærir, það varð reyndar full mikið fyrir mína parta að hleypa þeim yfir. En að ná sér aftur upp og svara því, mér fannst það bara helvíti gott karakters einkenni hjá mönnum.“ Haukar fóru með fimm marka forystu inn í hálfleik. Fyrri hálfleikur liðsins var frábær og nánast allt sem þeir gerðu gekk upp. FH mætti af krafti í seinni hálfleik og komst yfir á tímapunkti, en Haukarnir lögðu aldrei árar í bát og sýndu mikinn styrk með því að klára leik sem virtist vera að renna þeim úr greipum. „Mér fannst við svara vel, við byrjuðum í 5-1 en þurftum að falla niður og skipta mönnum út. Þetta var alveg erfitt, en ég fékk hellings framlag frá fullt af leikmönnum. Þeir sem komu inn á voru klárir, Aron var frábær, Össur mjög góður og Tjörvi, það er náttúrulega bara algjört gull að hafa svona reynslu í liðinu. Svakalega stór augnablik þar sem hann laumaði honum inn.“ Nú eru tveir leikir eftir af venjulegri deildarkeppni, Haukar mæta Selfossi næst og svo Fram. Þeir eru sem stendur í fimmta sæti en fari allt vel í næstu leikjum geta þeir endað í fjórða sæti. „Miðað við hvernig spilamennskan er þá erum við bara að reyna að klífa upp töfluna, einn leikur í einu og ekki hugsa of langt fram í tímann, þá fyrst fer allt í skrúfuna. Við erum bara að pæla í að vinna leiki og koma á siglingu inn í úrslitakeppnina, vitum hvað það er mikilvægt“ sagði Ásgeir Örn að lokum.
Haukar Olís-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira