Kringlan er opin til klukkan 17 í dag, en verður lokuð á morgun. Hún opnar aftur á laugardag, frá 11-18, áður en við tekur tveggja daga lokun á páskadag og annan í páskum. Það nákvæmlega sama má segja um Smáralind.
Þegar kemur að Glerártorgi á Akureyri vandast málið eilítið, þar sem opnunartími verslana þar er afar mismunandi yfir hátíðirnar. Hann má þó nálgast hér.
Verslanir
Verslanir Hagkaupa í Skeifunni og Garðabæ verða opnar allan sólarhringinn alla páskana. Hins vegar verður lokað á Eiðistorgi, Spönginni, Kringlunni og Smáralind á morgun föstudaginn langa, og á páskadag. Þar að auki verður lokað í Kringlunni og Smáralind annan í páskum.
Hér að neðan má síðan sjá opnunartíma Krónunnar.
Bónus er með opið eins og venjulega í dag, á morgun og á laugardag, þó verslunin í Kringlunni verði reyndar lokuð á morgun. Allar verslanir verða hins vegar lokaðar á páskadag og annan í páskum. Verslanir Nettó verða að mestu opnar, þó flestar þeirra loki á páskadag. Þó verða verslanir á Glerártorgi, Granda, Iðavöllum, Ísafirði, Mjódd, Mosfellsbæ, Selfossi og Selhellu opnar þann daginn.
Opið verður í Heimkaupum alla daga til klukkan tíu að kvöldi. Extra í Keflavík og á Akureyri verður með opið allan sólarhringinn alla dagana.
Melabúðin er opin frá tíu til átta alla daga nema páskadag, en þá verður lokað. Í Fjarðarkaupum verður lokað á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum.
Verslanir Vínbúðarinnar eru lokaðar í dag og á morgun. Þær opna aftur á laugardag áður en skellt verður í lás yfir páskadag og annan í páskum. Netverslanir með áfengi, svo sem Desma og Nýja Vínbúðin, eru þó með opið hjá sér yfir allra heilögustu helgidagana.
Apótekarinn verður með opið alla daga til miðnættis í Austurveri, rétt eins og Lyfja í Lágmúla og Smáratorgi. Lyfjaval Hæðasmára er opið allan sólarhringinn og Lyfjaval Vesturlandsvegi alla daga til kl. 22.

Þjónusta
Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni ekur samvkæmt sunnudagsáætlun í dag, á morgun, á páskadag og annan í páskum.
Opið er til 17 í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag, rétt eins og næstu þrjá daga. Því geta skíða- og brettakappar varið páskunum á skíðum fyrir norðan. Það geta þeir einnig gert á skíðasvæði Dalvíkur, sem opið er til 16 alla dagana, í Skarðsdal á Siglufirði, eða í Bláfjöllum, þar sem opið er til 17 alla dagana.
Breiðholtslaug og Grafarvogslaug verða lokaðar á morgun en annars opnar. Á páskadag verða Árbæjarlaug, Dalslaug og Klébergslaug lokaðar.