Erlent

Nærri fjöru­tíu taldir af eftir loft­á­rásir Ísraela á Sýr­land

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Átök í Miðausurlöndum hafa færst í aukana frá upphafi stríðsins á Gasa. Myndin sýnir eyðileggingu eftir eina af mörgum loftárásum sem gerðar hafa verið á Aleppo síðan þá. 
Átök í Miðausurlöndum hafa færst í aukana frá upphafi stríðsins á Gasa. Myndin sýnir eyðileggingu eftir eina af mörgum loftárásum sem gerðar hafa verið á Aleppo síðan þá.  EPA

Minnst 38 eru taldir af eftir loftárásir Ísraelshers nærri borginni Aleppo í nótt. Meðlimir Hezbollah og óbreyttir borgarar eru sagði meðal hinna látnu.

Reuters hefur eftir varnarmálaráðuneyti Sýrlands að árásin hafi verið gerð á uppsveitir Aleppo-borgar á öðrum tímanum í nótt að staðartíma. Tugir óbreyttra borgara og hermanna hefðu látist.

Loftárásirnar voru gerðar á sama tíma og drónaárásir sem gerðar voru frá vesturhluta Aleppo og borginni Idlib. Ráðuneytið segja þær árásir hafa verið framkvæmdar af hryðjuverkasamtökum sem beina skotum sínum að óbreyttum borgurum í Aleppo.

Þá hefur ráðuneytið hvorki staðfest fjölda látinna né hvort rekja megi mannfallið til árásar hryðjuverkasamtakanna eða árásar Ísraelshers. 

Reuters hefur þó eftir tveimur heimildum að fimm meðlimir Hezbollah-samtakanna frá Líbanon hefðu látist í árás Ísraelshers og að fjöldi látinna væri 38.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×